Erlent

Blaðamenn sýknaðir í Simbabve

Dómstóll í Simbabve komst fyrir stundu að þeirri niðurstöðu að tveir breskir blaðamenn hefðu ekki gerst brotlegir við lög þegar þeir dvöldu lengur í landinu en vegabréfsáritanir heimiluðu. Blaðamennirnir, sem starfa fyrir Sunday Telegraph, voru handteknir í kringum kosningarnar í landinu og einnig sakaðir um að starfa án heimildar í Simbabve. Dómstóll sýknaði þá af þeirri ákæru í gær. Blaðamönnunum verður nú vísað úr landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×