Erlent

Varðist innbrotsþjófi með garðálfi

Eldri kona í suðausturhluta Englands stökkti innbrotsþjófi á brott með því að kasta í hann einni dvergastyttunni sem hún hafði í garðinum sínum. Jean Collop vaknaði snemma morguns við hljóð af þaki húss síns. Hún fór út og sá innbrotsþjóf athafna sig á þakinu. "Ég greip það sem var hendi næst, eina af dvergastyttunum, grýtti henni í hann og hitti," sagði Collop. Hún flýtti sér þá inn í eldhús og náði í kökukefli til að hafa eitthvað til að verja sig með er innbrotsþjófurinn reyndi að ráðast á hana. Þess þurfti ekki því lögreglan kom á vettvang skömmu síðar og handtók vankaðan innbrotsþjófinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×