Erlent

Nýir menn í alþjóðageimstöðina

Þriggja manna áhöfn lagði í gær í tveggja daga ferð til alþjóðageimstöðvarinnar. Geimferjunni var skotið upp frá geimstöð Rússa í Kasakstan og heppnaðist geimskotið vel. Í áhöfninni eru Rússi, Bandaríkjamaður og Ítali. Rússinn og Bandaríkjamaðurinn taka við stjórn geimstöðvarinnar þegar þangað kemur og verða geimfararnir tveir í stöðinni næsta hálfa árið. Ítalinn heldur hins vegar aftur til jarðar eftir tíu daga og með honum í för verður áhöfnin sem var fyrir í geimstöðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×