Erlent

Væsir ekki um kardínálana

Nú er hún Snorrabúð stekkur sagði skáldið en það er ekki hægt að segja um vistarverur kardínálanna sem velja í næstu viku nýjan páfa. Þvert á móti. Þegar Karol Wojtyla tók þátt í páfavali árið 1978 gisti hann í hálfgerðum klefa án nokkurra þæginda. Þeir sem velja eftirmann Karols, sem síðar varð Jóhannes Páll páfi annar, hafa það öllu þægilegra. Hver þeirra mun gista hálfgerðri svítu með öllum helstu þægindum. Salurinn, þar sem þeir funda til að velja næsta páfa, er mun þægilegri en sá sem notast var við fyrir rúmum aldarfjórðungi. Sá var lítill og þröngur og þar var skelfileg molla. Kardínálarnir verða alveg lokaðir af. Þeir verða án símsambands, sjónvarps og útvarps og mega ekki skrifa neinum neitt þar til valinu er lokið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×