Innlent

Jarðhitafræði um allan heim

Átján nemar útskrifuðust úr Jarðhitaskóla Sameinuðu Þjóðanna í gær. Skólinn er á Íslandi og hafa alls 318 nemendur frá 39 löndum lokið námi við hann síðan skólinn tók til starfa 1979. Nemendurnir átján koma frá átta ríkjum; Erítreu, Eþíópíu, Indónesíu, Íran, Keníu, Kína, Mongólíu og Rússlandi. Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður skólans, segir nemana hafa staðið sig vel. Þeir bjuggu saman í leiguíbúðum í Reykjavík meðan á námi stóð og gerðu sér saman glaðan dag þegar stund gafst milli stríða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×