Fleiri fréttir

Kópavogur vildi sérsamninga

<p>Eftir að ljóst varð að kennarar voru ekki tilbúnir að ganga að tillögu ríkissáttasemjara í kjarabaráttu þeirra við sveitarfélögin íhugaði Kópavogsbær að ganga að kröfum Kennarasambandsins og semja sér við sína kennara.

Óvönduð stjórnsýsla við H.Í.

Umboðsmaður Alþingis segir Háskóla Íslands hafa brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann síðasta vetur ákvað að stytta tímabilið sem nemendur hafa til að greiða skrásetningargjald við skólann. Þá átaldi Umboðsmaður skólann fyrir seinagang.

Íslenski hesturinn sló í gegn

Íslenski hesturinn sló í gegn á stórsýningu og keppni sem nýverið fór fram í Bretlandi. Að sögn Jónasar R. Jónssonar, umboðsmanns íslenska hestsins, voru áhorfendur um 60 þúsund talsins.

Hætti vegna sviðsskrekks

Sviðsskrekkur varð til þess að frambjóðandi til þingkosninga í Indíanafylki í Bandaríkjunum yfirgaf skyndilega svið þar sem fara áttu fram kappræður síðasta fimmtudag.

Fernt flutt á sjúkrahús

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir harðan árekstur þriggja bíla við Blástein á Vesturlandsvegi síðdegis í gær. Fólkið var ekki talið alvarlega slasað.

Skipulagi ekki fylgt

Þrátt fyrir að markmið í skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins séu skýr er erfitt að uppfylla þau, segir Þorsteinn Víglundsson forstjóri BM Vallár þjónustufyrirtækis á byggingarmarkaði.

Íslenski hesturinn sló í gegn

Íslenski hesturinn sló sannarlega í gegn á stórsýningu og keppni í Bretlandi, að sögn Jónasar R. Jónssonar umboðsmanns íslenska hestsins. Íslensku sýningarnar fengu frábær viðbrögð hjá þúsundum áhorfenda, sem voru undrandi á hæfileikum hestanna.

Láta ekki svelta sig

"Kennarar munu aldrei verða sveltir til hlýðni," sagði Jón Pétur Zimsen grunnskólakennari á baráttufundi kennara á Ingólfstorgi í gær. Um 3.000 kennarar mættu í kröfugöngu frá Hlemmi og á fundinn.

Lífvörður drottningar járnaður

Gremja í garð sigursælla Íslendinga á hestasýningu á Englandi leiddi til þess að flytja þurfti einn lífvarða bretadrottningar burt í járnum. Atvikið varð eftir sýninguna þar sem Íslendingar sköruðu fram úr og hlutu nafnbótina "Star of the Show" eða Stjörnur sýningarinnar.

Búið að ná sambandi við mennina

Lögreglan er búin að ná sambandi við mennina þrjá, sem réðust á fréttastjóra DV á ritstjórn blaðsins í gær og tóku hann meðal annars kverkataki þannig að á honum sá og höfðu í hótunum við starfsfólk. Lögregla boðaði alla mennina til skýrslutöku í dag, en enginn þeirra var handtekinn í gær, sem bendir til þess að lögregla hafi aðeins náð símasambandi við þá.

55 hafa týnt lífi í Japan

Öflugasti og mannskæðasti fellibylur sem gengið hefur yfir Japan olli flóðum og skriðum þar í nótt og gærdag. 55 hið minnsta týndu lífi í veðurofsanum og þrjátíu og þriggja er enn saknað. Björgunarmenn eiga nú í kappi við tímann og reyna eftir megni að bjarga fólki sem grafið er í aur og eðju.

Fundur í gangi

Samningafundur í kennaradeilunni stóð hjá ríkissáttasemjara til klukkan 11 í gærkvöldi og var þá nýr fundur boðaður í morgun og hófst hann klukkan 9. Samningamenn hafa ekkert tjáð sig eftir fundinn í gærkvöldi.

Lögreglan komin á sporið

Lögreglan i Lynkjöping í Svíþjóð hefur fengið fjölmargar ábendingar vegna rannsóknarinnar á morðunum á átta ára gömlum dreng og 56 ára konu sem myrt voru í bænum á þriðjudaginn. Lögregla telur sig hafa fundið hnífinn sem morðinginn notaði. 

Slapp naumlega undan ofsaakstri

Maður slasaðist þegar hann kastaði sér frá bíl, sem ekið var á ofsahraða eftir Mýrargötu, skammt frá Slippnum í Reykjavík laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Maðurinn var á leið yfir götuna þegar bíllinn birtist skyndilega og sló ekkert af þrátt fyrir að maðurinn væri á götunni, og greip maðurinn þá til þess ráðs að kasta sér frá upp á líf og dauða.

Hefst við í stolnum bílum

Húsnæðismál ungs manns eru í uppnámi eftir að lögreglan hafði afskipti af ólöglegum og óvenjulegum búferlaflutningum hans. Það hófst með því að maðurinn fannst sofandi í bíl á bílastæði uppi í Breiðholti. Kom í ljós að bíllinn var stolinn og annar stolinn bíll fannst skammt frá þar sem bílnum, sem maðurinn fanst sofandi í, hafði verið stolið.

Slapp vel úr veltu

Ökumaður, sem var á ferð undir Eyjafjöllum undir kvöld í gær, slapp lítið meiddur þegar fjárflutningavagn, sem hann dró, tókst á loft í vindhviðu. Við það kom mikill hnykkur á bílinn og hann skekktist á veginum með þeim afleiðingum að bæði vagn og bíll ultu út af veginum og stór skemmdust.

Sjóræningjaútgáfan allt öðruvísi

Kolombíski nóbelsverðlaunarithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez sýndi útgefendum sjóræningjaútgáfu nýjustu bókar sinnar í tvo heimana algjörlega óviljandi. Bókin kemur út í næstu viku en nokkuð er síðan að ólögleg eintök birtust á götum borga í heimalandi rithöfundarins.

Olían hækkar aftur

Enn á ný hækkaði olíuverð í nótt. Frá því á mánudagsmorgun hefur verðið lækkað um ríflega tvo dollara en en nú á ný komið í hæstu hæðir. Í morgun var það rétt undir 55 dollurum á fatið. Ástæðan er sú, að bandarísk yfirvöld segja olíu til kyndingar í lágmarki vestan hafs.

Krufning kostar 95 þúsund

Það getur kostað sitt að leita sér lækninga á spítala. Sjúklingar geta þurft að reiða fram þúsundir á þúsundir ofan. Þeir sem oftast þurfa til læknis fá afslátt. Fólk sem ekki er sjúkratryggt á Íslandi þarf að borga allt að þrettán hundruð þúsund krónur fyrir aðgerð. </font /></b />

56 létust í gassprengingu

Gassprenging í kolanámu í mið-Kína kostaði 56 manns lífið. 148 er saknað og er talið afar ólíklegt að nokkur þeirra finnist á lífi. Í öðru sambærilegu atvikið í suðvesturhluta Kína fórust sex í gasleka. Slys af þessu tagi eru mjög algeng í kínverskum námum þar sem öryggi er mjög ábótavant.

Breskir sérsveitarmenn til Íraks?

Breska ríkisstjórnin mun í dag að öllum líkindum ákveða að senda 650 sérsveitarmenn til Bagdad, en Bandaríkjamenn hafa beðið um liðsauka þar. Fram til þessa hafa breskar sveitir einungis verið að störfum í suðurhluta Íraks, í kringum Basra. Talið er víst að þingmenn Verkamannaflokksins verði æfir, enda vitað að stór hluti þeirra er með öllu andsnúinn frekari afskiptum af gangi mála í Írak.

Fjórir féllu í árás byssumanna

Fjórir féllu í árás byssumanna á rútu sem flutti starfsmenn til alþjóðaflugvallarins í Bagdad í morgun. Fjöldi særðist, en 25 farþegar voru í rútunni þegar árásin var gerð. Sjónarvottar segja að rútan hafi verið eins og gatasigti eftir kúlnahríðina.

Nefbrotin lögga þorir ekki að kæra

Lögreglumaður þorði ekki að kæra Jón Trausta Lúthersson sem barði hann í Leifsstöð í desember. Ástæðan var að annar vítisengill hafði hótað börnum lögreglumannsins. Yfirmaður lögreglumannsins segist hafa lagt hart að honum að kæra. Jón Trausti er sá sem réðst á fréttastjóra DV í gær.

Brákaður en ekki bugaður

Fidel Kastró, forseti Kúbu féll niður stiga þegar hann var á leið niður af sviði eftir klukkustundarlanga ræðu og brákaði sig bæði á hné og á hendi. Margir í salnum brustu í grát en Castro, sem orðinn er 78 ára bað strax um að fá hljóðnemann og sagði áheyrendum að allt væri í lagi með sig. "Ég get talað, jafnvel þó ég sé í gifsi," sagði Kastró.

Harry barði ljósmyndara

Harry Bretaprins lenti í útistöðum við ljósmyndara fyrir utan næturklúbb í Lundúnum í nótt. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að Harry hafi verið laminn í andlitið með myndavél og hafi þá ýtt henni frá sér í sjálfsvörn með þeim afleiðingum að myndavélin lenti á vörinni á ljósmyndaranum svo hún sprakk.

Sjómenn langþreyttir á þófinu

Sjómenn segjast fara að verða langþreyttir á samningaþófi sínu við LÍÚ, en fertugasti samningafundurinn hófst hjá Ríkissáttasemjara í morgun og deilendur voru ekki bjartsýnir fyrir hann. Samningar sjómanna, annarra en vélstjóra, hafa verið lausir frá áramótum og var viðræðum vísað til Ríkissáttasemjara strax í febrúar.

Ekki sátt um aukinn herafla

Það er talið fullvíst að breska ríkisstjórnin ákveði í dag að senda breska hermenn til að að aðstoða Bandaríkjaher við að koma böndum á uppreisnarhópa í Bagdad og nágrenni. Málið er líklegt til að valda uppþoti innan Verkamannaflokksins.

Fundurinn stendur enn

Samningafundur í kennaradeilunni stóð hjá ríkissáttasemjara til klukkan 11 í gærkvöldi. Boðað var til nýs fundar í morgun og hófst hann klukkan níu og stendur enn yfir. Samningamenn hafa ekkert tjáð sig eftir fundinn í gærkvöldi.

Skatttekjur hækkuðu mest á Íslandi

Skattekjur, sem hlutfall af þjóðartekjum, hækkuðu langmest á Íslandi í fyrra af OECD ríkjunum þrjátíu, sem eru ríkustu lönd heims. Samkvæmt samantekt OECD hækkaði skatturinn hér á landi úr rétt rúmum 38 prósentum í upp í rúm 40% og næst mest í Tyrklandi, eða úr 31% upp í tæp 33%.

Ætla að gefa lögreglu skýrslu

Mennirnir þrír, sem frömdu húsbrot á ritstjórn DV í gær, hafa allir heitið því að gefa lögreglunni skýrslu um málið, eftir að lögreglan náði í þá símleiðis í gærkvöldi. Þeir réðust á fréttastjóra DV inni á ritstjórn blaðsins í gær og tóku hann meðal annars kverkataki þannig að á honum sá, og höfðu í hótunum við starfsfólk.

Gott að búa við eigin nöldur

Þingmenn lýstu á Alþingi í dag þungum áhyggjum af því að stóreignamenn væru að kaupa upp jarðir og kenndu nýjum jarðalögum um. Landbúnaðarráðherra segir nýja tíma í uppsiglingu. Hann var gagnrýndur fyrir að svara ekki spurningum um málið, en ráðherra sagði gott að búa við nöldrið sitt.

SUS á móti kaupum Símans

Samband ungra Sjálfstæðismann hefur sent frá sér ályktun í ljósi kaupa Símans á ráðandi hlut í Skjá Einum, þar sem hvatt er til einkavæingar Símans og að ríkið dragi sig úr rekstri fjölmiðla.

Moska á Íslandi fyrir 700 múslima

Múslimar á Íslandi hafa enn ekki fengið úthlutað lóð undir mosku þótt tæp fjögur ár séu liðin frá umsókninni. Salmann Tamini, forstöðumaður Félags múslima á Íslandi, segir ekkert liggja á en vonast þó til að framkvæmdir hefjist innan árs. Múslimar hérlendis voru um 300 árið 2000. Salman segir þá vera að minnsta kosti 700 í dag. Nánar í DV í dag.

Veldur keisaraskurður ofnæmi?

Börn sem tekin eru með keisaraskurði gætu verið líklegri til að þróa með sér matarofnæmi en önnur börn. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við Háskólann í Munchen, þar sem 865 ungabörn voru rannsökuð.

Fá ekki Evruna í bráð

Ríkin 10 sem gengu í Evrópusambandið síðastliðið vor fá ekki að taka upp Evruna næsta áratuginn, verði efnahagsmál landann enn í sama ólestri og nú er. Þetta er mat yfirmanna seðlabanka Evrópu.

Gleypti Evrur

Lögreglan í Kólombíu hefur handtekið mann sem hafði gleypt hylki með 157 þúsund Evrum. Lögregla grunaði manninn um að hafa átt í viðskiptum með kókaín, en þegar hún hafði hendur í hári mannsins hafði hann hvorki efni né peninga meðferðis. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn hafði gleypt hagnaðinn af viðskiptum sínum.

Dagbók úr útrýmingarbúðum fannst

Dagbók 18 ára gamallar stúlku sem dvaldi í útrýmingarbúðum nasista hefur fundist í Hollandi. Í bókinni lýsir stúlkan þriggja mánaða tímabili sínu í útrýmingarbúðunum og þar kemur meðal annars fram sú mikla angist sem ríkti í búðunum, ekki síst meðal ungra barna, sem send voru út í opinn dauðann líkt og hverjir aðrir.

Frederick í 8 ára fangelsi

Ivan Frederick liðþjálfi í Bandaríkjaher var í dag dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að misþyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad. Þá var hann lækkaður í tign og gerður að óbreyttum hermanni, dæmdur til launamissis og leystur undan herskyldu með skömm.

Dómsmálaráðuneytið fór ei að lögum

Dómsmálaráðuneytið fór ekki að lögum þegar það bannaði unnustu fanga á Litla hrauni að heimsækja unnusta sinn, að mati Umboðsmanns Alþingis. Fanginn kvartaði undan úrskurði ráðuneytisins, sem staðfesti úrskurð Fangelsismálastofnunar um að banna unnunstunni heimsóknir.

Heiladauður?

Joe Biden, þingmaður Demókrata sagði á kosningafundi í fyrradag að George Bush væri „heiladauður". Ummæli Biden, sem uppskáru mikið lófatak meðal viðstaddra, hafa vakið mikla athygli, enda ekki á hverjum degi sem þingmenn láta svo stór orð falla.

Búnir að gefa skýrslu

Mennirnir þrír sem réðust á fréttastjóra DV í gær og gengu berserksgang á ritstjórn blaðsins fóru til lögreglu í dag og gáfu skýrslu um atburði gærdagsins. Fréttastjórinn lagði fram kæru gegn mönnunum í morgun.

Arafat biður griða

Jasser Arafat forseti Palestínu ætlar að biðja bresk-írakska gíslinum Margaret Hassan griða. Hassan sem starfar við neyðarstoð var rænt á þriðjudag. Utanríkisráðherra Palestínu greindi frá þessu í Dublin í dag, þar sem hann er í heimsókn. Arafat reyndi einnig að biðja Ken Bigley griða, en hann var myrtur af mannræningjum.

Minnst 66 létust

66 hið minnsta, týndu lífi í mannskæðasta fellibyl sem gengið hefur yfir Japan í meira en tvo áratugi. Aurskriður og flóðbylgjur færðu allt á kaf og nokkurra er enn saknað. Fellibylurinn missti fljótlega afl þegar yfir land kom og var ekki ýkja öflugur þegar hann gekk yfir Tókýóborg. Alls hafa tíu fellibyljir skollið á Japan það sem af er árinu, sem er met.

Hafnaði kröfum um þjóðlendumörk

Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu íslenska ríkisins um að mörk þjóðlendu næði inn fyrir landsvæði sem eigendur tiltekinna jarða í Árnessýslu kröfðust viðurkenningar á. Hæstiréttur staðfesti úrskurð óbyggðanefndar að svokallaður Framafréttur eins og hann er afmarkaður í úrskurði nefndarinnar, teljist til þjóðlendu.

Ekki lagaheimild fyrir takmörkunum

Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði ekki haft lagaheimild til að setja takmarkandi skilyrði fyrir sjóflutningum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Atlantsskip höfðaði mál gegn ríkinu, þar sem deilt var um skilyrði sem forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins setti fyrir þátttöku í útboði fyrir varnarliðið.

Sjá næstu 50 fréttir