Erlent

Mestu flóð í áratug

Meira en tíu milljónir manna í Suður-Asíu hafa orðið fyrir barðinu á mestu rigningum og flóðum í álfunni í áratug. Hundruð hafa látist. Rigningartíminn er hafinn í Suður-Asíu og er hann jafnan mjög erfiður. Í fyrra létust hundruð manna vegna flóða og aurskriðna í kjölfar rigninganna. Nú er ástandið mun alvarlegra enda hefur ekki rignt meira og flætt í áratug. Yfir fimmtíu manns hafa látist af völdum flóðanna í Indlandi á síðustu dögum og milljónir hafa yfirgefið heimili sín á meðan rigningarnar ganga yfir. Ekki er víst að fólkið hafi að neinu að hverfa því nokkur þorp í austurhluta landsins hafa hreinleg þurrkast út. Flætt hefur inn í um þriðjung stórborgarinnar Banglades. Þar eru um þrjár milljónir manna strandaglópar og þúsundir komast ekki heim til sín og leita skjóls hvar sem það er að finna. Í Nepal hafa nokkur skyndileg flóð af völdum rigninganna orðið til þess að a.m.k. 50 manns hafa týnt lífi. Björgunarmenn vinna af veikum mætti við erfiðar aðstæður við að bjarga fólki en veðurspáin lítur ekki vel út. Ýmislegt bendir til að það versta sé ekki yfirstaðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×