Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 23. janúar 2026 16:00 Í hverjum mánuði bætast meira en 200 bílar við á götur Reykjavíkur. Það er engin furða að umferð hægist og bílastæðum fækki. Öflugar almenningssamgöngur, góðir hjóla- og göngustígar minnka álag á gatnakerfið og flýta fyrir bílaumferð. Fjölgun góðra valkosta í samgöngumálum eykur þannig skilvirkni fyrir alla. Fjölgun rafhjóla og öruggir geymslustaðir fyrir þau á vinnustöðum stækkar ennfrekar þann hóp sem vill byrja og enda daginn á léttri hreyfingu í fersku lofti í veðri dagsins. Aðgengi að rafskútum frá hagkvæmum bílastæðakostum eða stofnleiðum almenningssamgangna getur létt mikið umferðarþungan á þéttum atvinnusvæðum. Þetta eru raunhæfir kostir stóran hluta ársins í Reykjavík og mikilvægt að við séum með augun á boltanum svo hægt sé að hagnýta tæknibreytingar til að létta á flæði íbúa á álagstímum. Ég er sannfærð um að borgarlínan muni með tíð og tíma þróast úr strætisvögnum í sporvagnakerfi. Löngu áður en það gerist mun hún stytta ferðatíma, auka skilvirkni og létta á öllum samgöngum á stór höfuðborgarsvæðinu. Það má líka sjá fyrir sér að þróun rafmagnsmótora í flugvélar fyrir styttri vegalengdir innanlands muni hafa jákvæð áhrif á sambúð flugvallarins og höfuðborgarinnar. Minni hávaði og mögulega styttri flugbrautir munu gera okkur kleyft að tímasetja flutning flugvallarins svo henti í senn þörfum höfuðborgar og landsbyggðar, fyrirtækja og hins opinbera. Það er mikilvægt að þessi mikla breyting á samgöngukerfi landsins alls sé unnin í sátt og samtali við landsmenn alla. Öruggt sjúkraflug þarf að hafa forgang í þeirri skipulagningu. Flugkennsla, útsýnisflug úr þyrlum og einkaþotur víkur fyrst úr Vatnsmýrinni; en sá flutningur er nú kominn í farveg. Samhliða skilvirkari samgöngum erum við að byggja upp stafrænt þjónustuviðmót höfuðborgarinnar. Þar styttum við boðleiðir og gerum þjónustuna liprari. Aðgengi að upplýsingum, leyfisveitingar, þjónustubeiðnir, íbúalýðræði; það eru gríðarleg sóknarfæri til stafrænna landvinninga í þessum málum. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera það sem við gerum með hagkvæmari hætti. Sú aðferð sem nú er beitt til að finna aðila til að byggja upp nýtt hverfi í Höllunum í Úlfarsárdal er sama aðferðafræði og verið er að nota í undirbúningi Þjóðarhallar. Með því að auglýsa eftir aðilum og halda svokallaðar samkeppnisviðræður við innviðafélag sjáum við fyrir okkur að geta byggt upp innviði hverfisins á sama tíma og hýbýli íbúanna rísa. Þannig flýtum við uppbyggingu borgarinnar en tryggjum að það sé á grundvelli vel útfærðra markmiða og í samræmi við skipulagið sem við höfum ákveðið. Það skiptir miklu máli að þróun höfuðborgarinnar á öllum sviðum sé ákveðin og stýrt af okkur sem búum hér. Uppbygging á einum stað hefur áhrif á aðra staði. Við erum í þessu saman. Það skiptir líka máli að ákvarðanirnar okkar sé teknar í breiðri sátt. Í samtali og á grunni vandaðra upplýsinga. Ef væntingar og vonir okkar eru samstilltar búum við til samfélag þar sem er minni spenna og betra líf. Þess vegna verðum við að geta rætt saman um umferðartafir, sorphirðu, vetrarþjónustu og allt það sem stundum fer hrikalega í taugarnar á okkur, þannig að við séum að tala út frá staðreyndum, tölfræði og sannreyndum upplýsingum. Þannig tökum við vandaðar ákvarðanir. Þannig byggjum við borg framtíðarinnar. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Í hverjum mánuði bætast meira en 200 bílar við á götur Reykjavíkur. Það er engin furða að umferð hægist og bílastæðum fækki. Öflugar almenningssamgöngur, góðir hjóla- og göngustígar minnka álag á gatnakerfið og flýta fyrir bílaumferð. Fjölgun góðra valkosta í samgöngumálum eykur þannig skilvirkni fyrir alla. Fjölgun rafhjóla og öruggir geymslustaðir fyrir þau á vinnustöðum stækkar ennfrekar þann hóp sem vill byrja og enda daginn á léttri hreyfingu í fersku lofti í veðri dagsins. Aðgengi að rafskútum frá hagkvæmum bílastæðakostum eða stofnleiðum almenningssamgangna getur létt mikið umferðarþungan á þéttum atvinnusvæðum. Þetta eru raunhæfir kostir stóran hluta ársins í Reykjavík og mikilvægt að við séum með augun á boltanum svo hægt sé að hagnýta tæknibreytingar til að létta á flæði íbúa á álagstímum. Ég er sannfærð um að borgarlínan muni með tíð og tíma þróast úr strætisvögnum í sporvagnakerfi. Löngu áður en það gerist mun hún stytta ferðatíma, auka skilvirkni og létta á öllum samgöngum á stór höfuðborgarsvæðinu. Það má líka sjá fyrir sér að þróun rafmagnsmótora í flugvélar fyrir styttri vegalengdir innanlands muni hafa jákvæð áhrif á sambúð flugvallarins og höfuðborgarinnar. Minni hávaði og mögulega styttri flugbrautir munu gera okkur kleyft að tímasetja flutning flugvallarins svo henti í senn þörfum höfuðborgar og landsbyggðar, fyrirtækja og hins opinbera. Það er mikilvægt að þessi mikla breyting á samgöngukerfi landsins alls sé unnin í sátt og samtali við landsmenn alla. Öruggt sjúkraflug þarf að hafa forgang í þeirri skipulagningu. Flugkennsla, útsýnisflug úr þyrlum og einkaþotur víkur fyrst úr Vatnsmýrinni; en sá flutningur er nú kominn í farveg. Samhliða skilvirkari samgöngum erum við að byggja upp stafrænt þjónustuviðmót höfuðborgarinnar. Þar styttum við boðleiðir og gerum þjónustuna liprari. Aðgengi að upplýsingum, leyfisveitingar, þjónustubeiðnir, íbúalýðræði; það eru gríðarleg sóknarfæri til stafrænna landvinninga í þessum málum. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera það sem við gerum með hagkvæmari hætti. Sú aðferð sem nú er beitt til að finna aðila til að byggja upp nýtt hverfi í Höllunum í Úlfarsárdal er sama aðferðafræði og verið er að nota í undirbúningi Þjóðarhallar. Með því að auglýsa eftir aðilum og halda svokallaðar samkeppnisviðræður við innviðafélag sjáum við fyrir okkur að geta byggt upp innviði hverfisins á sama tíma og hýbýli íbúanna rísa. Þannig flýtum við uppbyggingu borgarinnar en tryggjum að það sé á grundvelli vel útfærðra markmiða og í samræmi við skipulagið sem við höfum ákveðið. Það skiptir miklu máli að þróun höfuðborgarinnar á öllum sviðum sé ákveðin og stýrt af okkur sem búum hér. Uppbygging á einum stað hefur áhrif á aðra staði. Við erum í þessu saman. Það skiptir líka máli að ákvarðanirnar okkar sé teknar í breiðri sátt. Í samtali og á grunni vandaðra upplýsinga. Ef væntingar og vonir okkar eru samstilltar búum við til samfélag þar sem er minni spenna og betra líf. Þess vegna verðum við að geta rætt saman um umferðartafir, sorphirðu, vetrarþjónustu og allt það sem stundum fer hrikalega í taugarnar á okkur, þannig að við séum að tala út frá staðreyndum, tölfræði og sannreyndum upplýsingum. Þannig tökum við vandaðar ákvarðanir. Þannig byggjum við borg framtíðarinnar. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun