Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar 19. janúar 2026 10:02 Síðastliðinn þriðjudag birti RÚV frétt um að þáverandi félagsmálaráðherra hefði veitt Samtökum um Karlaathvarf styrk, þvert á ráðleggingar sérstakrar matsnefndar um styrkumsóknir. Vísir fetaði svo í fótsporin og sló því upp að ráðherrann hefði kosið að "styðja karlasamtök í stað lögreglu", á þeirri forsendu að matsnefndin hefði lagt til styrk til lögreglunnar. Í báðum tilfellum er um að ræða skammarlega lélega og hlutdræga blaðamennsku, og ómálefnalegar persónuárásir. Það virðist ljóst að bæði RÚV og Vísir hafi haft þetta skjal undir höndum, enda vitna bæði orðrétt í það. Ég skrifaði fréttafólkinu (og fréttastjórum) og spurði af hverju þau birtu ekki skjalið, og hvort þau hefðu ekki spurt hvaða fólk samdi matið, og hvaða reglur giltu um það. Enda er útilokað fyrir lesendur að meta hvort óeðlilegt hafi verið að ráðherra tæki aðra ákvörðun en þar var lagt til án þess að vita þetta. Ég fékk svar frá Vísi, sem var bara tvær úrklippur úr fréttinni, og sagt að nöfn nefndarfólks hefðu ekki komið fram "í gögnum ráðuneytisins", en hvorki útskýrt hvaða gögn það væru né heldur hvort spurt hafi verið um nefndarfólkið. Eftir ítrekun til fréttastofu RÚV fékk ég þetta "svar": "Sæll Einar og takk fyrir að hafa samband - erindið er tekið til skoðunar". Það er eðlilegt að efast um réttmæti órökstuddrar ákvörðunar ráðherra sem fer í bága við niðurstöðu nefndar sem á að undirbúa mál. En til að hægt sé að draga ályktanir þarf mat slíkrar nefndar auðvitað að vera rökstutt. Í umræddu mati á átta umsóknum er eftirfarandi allt sem sagt er í skjalinu um þrjár umsóknanna: "Gott verkefni og vel unnin umsókn. Að okkar mati þó ekki forgangsverkefni m.t.t. annarra umsókna og úthlutunarfés." "FRN hefur frá stofnun Bjarkarhlíðar veitt styrk til starfseminnar." "Leggjum til að styrknum verði varið sérstaklega til lögfræðiráðgjafar í þolendamiðstöðvunum." Ofangreint er sem sagt ALLT sem nefndin hafði að segja um þessar þrjár umsóknir. Hinar umsagnirnar fimm eru frá 24 upp í 58 orð að lengd, fyrir utan þá þar sem lagst er gegn því að veita Karlaathvarfinu styrk; hún er 120 orð. Ófagleg fréttamennska Gefið var í skyn, bæði í Vísi og RÚV, að styrkur til Karlaathvarfsins hafi verið á kostnað styrks til lögreglunnar á Suðurlandi. Nú veit ég ekki hverju hún hefur úr að spila, en lögreglan í landinu, sem er öll undir einni yfirstjórn, fer með marga milljarða á ári í starf sitt. Af hverju ætti að styrkja lögregluna úr svona sjóði, til verkefnis sem hún telur vera í sínum verkahring, er vandséð. Bæði RÚV og Vísir rifja svo upp fréttir um tvo af talsmönnum Karlaathvarfins, sem erfitt er að sjá að komi þessum málum nokkuð við. Annars vegar um mann sem höfðaði mörg meiðyrðamál, þar sem RÚV nefnir að hann hafi tapað EINU þeirra, en nefnir EKKI öll þau sem hann vann, sem bendir jú til að góð ástæða hafi verið fyrir málshöfðun, auk þess sem þetta kemur fréttaefninu auðvitað ekkert við. Í hinu tilfellinu er um að ræða mann sem var rekinn úr vinnu fyrir ummæli í lokuðum Facebook-hóp, ummæli sem voru ansi miklu mildari en þær svívirðingar sem femínistar þessa lands komast upp með að viðhafa um karla án þess nokkrar athugasemdir séu gerðar, hvað þá að viðkomandi séu svipt vinnu sinni. Í þessu ljósi er það mjög sláandi að hvorki RÚV né Vísir nefna að meðal þeirra sem tóku við styrkjum úr þessum sjóði er manneskja sem hefur fengið áminningu af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum í starfi sínu. Öfugt við gömlu fréttirnar um karlana tvo þarf eitthvað verulega ámælisvert til að lögmenn fái slíkar áminningar. En, þessi manneskja er auðvitað kona, og í forsvari fyrir samtök sem eru þóknanleg femínistum ... Auk þess hefðu RÚV og Vísir væntanlega getað fundið út, hefði markmiðið verið vönduð fréttamennska, að meðal matsnefndarmeðlima var starfsmaður ráðuneytisins, sem er í forsvari fyrir ein af þeim samtökum sem lagt var til að fengju styrk, og fengu hann. Vandaðir fjölmiðlar hefðu auðvitað upplýst um svo hróplegan hagsmunaárekstur. Og, í matsnefndinni skilst mér að hafi setið þrjár konur, engir karlar. Hefði eitthvað heyrst ef þrír karlar hefðu lagt til styrk til karlaathvarfs, á kostnað kvennaathvarfs? Hættið þessu áróðursstarfi Bæði RÚV og Vísir hafa hér gert sig sek um hrikalega hlutdræga fréttamennsku. Það er augljóst, af því hvernig þetta er kynnt, í ljósi þeirra gagna sem báðir miðlar höfðu, og kynntu EKKI fyrir lesendum sínum, að hér var verið að matreiða fréttaefni til að þjóna ákveðnum pólitískum tilgangi, nefnilega trúarbrögðum íslenska stofnanafemínismans, sem grundvallast á hugmyndinni "konur góðar, karlar vondir". Það er kominn tími til að íslenskir fjölmiðlar hætti þeim gegndarlausa öfgafemíníska áróðri sem fréttastofur margra þeirra stunda, þar sem einstaklingum og hreyfingum sem reka slíkan áróður er hampað án nokkurrar gagnrýninnar umfjöllunar. Samtímis er einlægt fjallað á niðrandi hátt um allt sem tengist karlmönnum sem voga sér að anda á femíníska áróðurinn og vilja reyna að rétta hlut karla, eins og til dæmis með því að koma upp Karlaathvarfi, þegar kvennaathvörf hafa, sem betur fer, verið rekin áratugum saman fyrir opinbert fé. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Steingrímsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag birti RÚV frétt um að þáverandi félagsmálaráðherra hefði veitt Samtökum um Karlaathvarf styrk, þvert á ráðleggingar sérstakrar matsnefndar um styrkumsóknir. Vísir fetaði svo í fótsporin og sló því upp að ráðherrann hefði kosið að "styðja karlasamtök í stað lögreglu", á þeirri forsendu að matsnefndin hefði lagt til styrk til lögreglunnar. Í báðum tilfellum er um að ræða skammarlega lélega og hlutdræga blaðamennsku, og ómálefnalegar persónuárásir. Það virðist ljóst að bæði RÚV og Vísir hafi haft þetta skjal undir höndum, enda vitna bæði orðrétt í það. Ég skrifaði fréttafólkinu (og fréttastjórum) og spurði af hverju þau birtu ekki skjalið, og hvort þau hefðu ekki spurt hvaða fólk samdi matið, og hvaða reglur giltu um það. Enda er útilokað fyrir lesendur að meta hvort óeðlilegt hafi verið að ráðherra tæki aðra ákvörðun en þar var lagt til án þess að vita þetta. Ég fékk svar frá Vísi, sem var bara tvær úrklippur úr fréttinni, og sagt að nöfn nefndarfólks hefðu ekki komið fram "í gögnum ráðuneytisins", en hvorki útskýrt hvaða gögn það væru né heldur hvort spurt hafi verið um nefndarfólkið. Eftir ítrekun til fréttastofu RÚV fékk ég þetta "svar": "Sæll Einar og takk fyrir að hafa samband - erindið er tekið til skoðunar". Það er eðlilegt að efast um réttmæti órökstuddrar ákvörðunar ráðherra sem fer í bága við niðurstöðu nefndar sem á að undirbúa mál. En til að hægt sé að draga ályktanir þarf mat slíkrar nefndar auðvitað að vera rökstutt. Í umræddu mati á átta umsóknum er eftirfarandi allt sem sagt er í skjalinu um þrjár umsóknanna: "Gott verkefni og vel unnin umsókn. Að okkar mati þó ekki forgangsverkefni m.t.t. annarra umsókna og úthlutunarfés." "FRN hefur frá stofnun Bjarkarhlíðar veitt styrk til starfseminnar." "Leggjum til að styrknum verði varið sérstaklega til lögfræðiráðgjafar í þolendamiðstöðvunum." Ofangreint er sem sagt ALLT sem nefndin hafði að segja um þessar þrjár umsóknir. Hinar umsagnirnar fimm eru frá 24 upp í 58 orð að lengd, fyrir utan þá þar sem lagst er gegn því að veita Karlaathvarfinu styrk; hún er 120 orð. Ófagleg fréttamennska Gefið var í skyn, bæði í Vísi og RÚV, að styrkur til Karlaathvarfsins hafi verið á kostnað styrks til lögreglunnar á Suðurlandi. Nú veit ég ekki hverju hún hefur úr að spila, en lögreglan í landinu, sem er öll undir einni yfirstjórn, fer með marga milljarða á ári í starf sitt. Af hverju ætti að styrkja lögregluna úr svona sjóði, til verkefnis sem hún telur vera í sínum verkahring, er vandséð. Bæði RÚV og Vísir rifja svo upp fréttir um tvo af talsmönnum Karlaathvarfins, sem erfitt er að sjá að komi þessum málum nokkuð við. Annars vegar um mann sem höfðaði mörg meiðyrðamál, þar sem RÚV nefnir að hann hafi tapað EINU þeirra, en nefnir EKKI öll þau sem hann vann, sem bendir jú til að góð ástæða hafi verið fyrir málshöfðun, auk þess sem þetta kemur fréttaefninu auðvitað ekkert við. Í hinu tilfellinu er um að ræða mann sem var rekinn úr vinnu fyrir ummæli í lokuðum Facebook-hóp, ummæli sem voru ansi miklu mildari en þær svívirðingar sem femínistar þessa lands komast upp með að viðhafa um karla án þess nokkrar athugasemdir séu gerðar, hvað þá að viðkomandi séu svipt vinnu sinni. Í þessu ljósi er það mjög sláandi að hvorki RÚV né Vísir nefna að meðal þeirra sem tóku við styrkjum úr þessum sjóði er manneskja sem hefur fengið áminningu af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum í starfi sínu. Öfugt við gömlu fréttirnar um karlana tvo þarf eitthvað verulega ámælisvert til að lögmenn fái slíkar áminningar. En, þessi manneskja er auðvitað kona, og í forsvari fyrir samtök sem eru þóknanleg femínistum ... Auk þess hefðu RÚV og Vísir væntanlega getað fundið út, hefði markmiðið verið vönduð fréttamennska, að meðal matsnefndarmeðlima var starfsmaður ráðuneytisins, sem er í forsvari fyrir ein af þeim samtökum sem lagt var til að fengju styrk, og fengu hann. Vandaðir fjölmiðlar hefðu auðvitað upplýst um svo hróplegan hagsmunaárekstur. Og, í matsnefndinni skilst mér að hafi setið þrjár konur, engir karlar. Hefði eitthvað heyrst ef þrír karlar hefðu lagt til styrk til karlaathvarfs, á kostnað kvennaathvarfs? Hættið þessu áróðursstarfi Bæði RÚV og Vísir hafa hér gert sig sek um hrikalega hlutdræga fréttamennsku. Það er augljóst, af því hvernig þetta er kynnt, í ljósi þeirra gagna sem báðir miðlar höfðu, og kynntu EKKI fyrir lesendum sínum, að hér var verið að matreiða fréttaefni til að þjóna ákveðnum pólitískum tilgangi, nefnilega trúarbrögðum íslenska stofnanafemínismans, sem grundvallast á hugmyndinni "konur góðar, karlar vondir". Það er kominn tími til að íslenskir fjölmiðlar hætti þeim gegndarlausa öfgafemíníska áróðri sem fréttastofur margra þeirra stunda, þar sem einstaklingum og hreyfingum sem reka slíkan áróður er hampað án nokkurrar gagnrýninnar umfjöllunar. Samtímis er einlægt fjallað á niðrandi hátt um allt sem tengist karlmönnum sem voga sér að anda á femíníska áróðurinn og vilja reyna að rétta hlut karla, eins og til dæmis með því að koma upp Karlaathvarfi, þegar kvennaathvörf hafa, sem betur fer, verið rekin áratugum saman fyrir opinbert fé. Höfundur er stærðfræðingur.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun