Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 15. janúar 2026 08:00 Í dag mæli ég fyrir frumvarpi sem gerir ráð fyrir því að jafnlaunavottun verði lögð niður í núverandi mynd án þess þó að hvikað verði frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun á grundvelli kyns. Það kerfi sem kemur í staðinn verður reglubundin skýrslugjöf um kynbundinn launamun. Fyrir kosningar sögðum við í Viðreisn að nauðsynlegt væri að endurskoða þetta kerfi. Að tryggja jafnrétti án þess að leggja of íþyngjandi regluverk á atvinnulífið. Og það erum við að gera núna. Jafnrétti tryggt og kerfið einfaldað Þó horfið sé frá staðlakerfinu verður áram skylda fyrir fyrirtæki og stofnanir af tiltekinni stærð að skila inn gögnum um starfaflokkun ásamt launagreiningu til að sýna fram á að launasetning þeirra byggist á málefnalegum sjónarmiðum og að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar feli ekki í sér kynbundna mismunun. Áfram þurfa atvinnurekendur að skila gögnum til Jafnréttisstofu sem sýni fram á að launakerfi þeirra mismuni ekki á grundvelli kyns. Þeim verður gert skylt að skila gögnum um starfaflokkun og launagreiningu ásamt tímasettri úrbótaáætlun, ef kynbundinn launamunur mælist, þar sem fram kemur hvernig brugðist skuli við og hvernig hann verði leiðréttur. Eftirlitshlutverk Jafnréttisstofu verður áfram til staðar. Þróaðar verða stafrænar lausnir fyrir Jafnréttisstofu vegna gagnaskila fyrirtækja og stofnana með það að markmiði að einfalda yfirferð gagna, úrvinnslu þeirra og eftirlit með framkvæmd laganna. Stærðarmörk verða rýmkuð þannig að öll fyrirtæki og stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri (í stað 25 eða fleiri líkt og gildandi lög gera ráð fyrir) verði gert að skila inn gögnum til Jafnréttisstofu og staðfesta með því að ekki sé um kynjamismunun að ræða þegar kemur að launaákvörðun innan fyrirtækis eða stofnunar. Sú regla mun gilda fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, að undanskildum ráðuneytunum sem þurfi að skila inn gögnunum óháð starfsmannafjölda. Ekki verður lengur gerð krafa um árlega úttekt (viðhaldsvottun) á jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana heldur fer skýrslugjöfin fram á þriggja ára fresti. Ráðherra mun meta framgang og árangur af skýrslugjöf um kynbundinn launamun á þriggja ára fresti með gerð rannsóknar á launamun kynjanna. Þá mun ráðuneyti jafnréttismála framkvæma reglubundnar viðhorfskannanir um framkvæmd skýrslugjafar um kynbundinn launamun, líkt og gert var í tengslum við jafnlaunavottun á árunum 2020–2024. Breytingar í þágu atvinnulífsins Við gerð frumvarpsins var tekið mið af athugasemdum sem komið hafa fram um framkvæmd jafnlaunavottunar auk þess sem tekið var tillit til tillagna starfshóps forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri sem gefnar voru út 4. mars 2025 þar sem lagt var til að létt yrði á jafnlaunavottun og stærðarmörk rýmkuð. Mikilvægur þáttur í því að koma á og viðhalda raunverulegu launajafnrétti milli kynjanna er að atvinnurekendur sýni reglulega og með áreiðanlegum hætti fram á að launakerfi þeirra mismuni ekki á grundvelli kyns. Reynslan af núverandi kerfi hefur sýnt að kerfið sé óþarflega flókið og íþyngjandi fyrir atvinnurekendur og ég vil gera úrbætur þar á. Breytingarnar eru til þess fallnar að gera atvinnurekendum kleift að sinna þessari mikilvægu skyldu á skilvirkari, hagkvæmari og gagnsærri hátt en áður. Það er mikilvægt að við séum öll saman í liði þegar kemur að því að tryggja jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Sjá meira
Í dag mæli ég fyrir frumvarpi sem gerir ráð fyrir því að jafnlaunavottun verði lögð niður í núverandi mynd án þess þó að hvikað verði frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun á grundvelli kyns. Það kerfi sem kemur í staðinn verður reglubundin skýrslugjöf um kynbundinn launamun. Fyrir kosningar sögðum við í Viðreisn að nauðsynlegt væri að endurskoða þetta kerfi. Að tryggja jafnrétti án þess að leggja of íþyngjandi regluverk á atvinnulífið. Og það erum við að gera núna. Jafnrétti tryggt og kerfið einfaldað Þó horfið sé frá staðlakerfinu verður áram skylda fyrir fyrirtæki og stofnanir af tiltekinni stærð að skila inn gögnum um starfaflokkun ásamt launagreiningu til að sýna fram á að launasetning þeirra byggist á málefnalegum sjónarmiðum og að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar feli ekki í sér kynbundna mismunun. Áfram þurfa atvinnurekendur að skila gögnum til Jafnréttisstofu sem sýni fram á að launakerfi þeirra mismuni ekki á grundvelli kyns. Þeim verður gert skylt að skila gögnum um starfaflokkun og launagreiningu ásamt tímasettri úrbótaáætlun, ef kynbundinn launamunur mælist, þar sem fram kemur hvernig brugðist skuli við og hvernig hann verði leiðréttur. Eftirlitshlutverk Jafnréttisstofu verður áfram til staðar. Þróaðar verða stafrænar lausnir fyrir Jafnréttisstofu vegna gagnaskila fyrirtækja og stofnana með það að markmiði að einfalda yfirferð gagna, úrvinnslu þeirra og eftirlit með framkvæmd laganna. Stærðarmörk verða rýmkuð þannig að öll fyrirtæki og stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri (í stað 25 eða fleiri líkt og gildandi lög gera ráð fyrir) verði gert að skila inn gögnum til Jafnréttisstofu og staðfesta með því að ekki sé um kynjamismunun að ræða þegar kemur að launaákvörðun innan fyrirtækis eða stofnunar. Sú regla mun gilda fyrir öll fyrirtæki og stofnanir, að undanskildum ráðuneytunum sem þurfi að skila inn gögnunum óháð starfsmannafjölda. Ekki verður lengur gerð krafa um árlega úttekt (viðhaldsvottun) á jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana heldur fer skýrslugjöfin fram á þriggja ára fresti. Ráðherra mun meta framgang og árangur af skýrslugjöf um kynbundinn launamun á þriggja ára fresti með gerð rannsóknar á launamun kynjanna. Þá mun ráðuneyti jafnréttismála framkvæma reglubundnar viðhorfskannanir um framkvæmd skýrslugjafar um kynbundinn launamun, líkt og gert var í tengslum við jafnlaunavottun á árunum 2020–2024. Breytingar í þágu atvinnulífsins Við gerð frumvarpsins var tekið mið af athugasemdum sem komið hafa fram um framkvæmd jafnlaunavottunar auk þess sem tekið var tillit til tillagna starfshóps forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri sem gefnar voru út 4. mars 2025 þar sem lagt var til að létt yrði á jafnlaunavottun og stærðarmörk rýmkuð. Mikilvægur þáttur í því að koma á og viðhalda raunverulegu launajafnrétti milli kynjanna er að atvinnurekendur sýni reglulega og með áreiðanlegum hætti fram á að launakerfi þeirra mismuni ekki á grundvelli kyns. Reynslan af núverandi kerfi hefur sýnt að kerfið sé óþarflega flókið og íþyngjandi fyrir atvinnurekendur og ég vil gera úrbætur þar á. Breytingarnar eru til þess fallnar að gera atvinnurekendum kleift að sinna þessari mikilvægu skyldu á skilvirkari, hagkvæmari og gagnsærri hátt en áður. Það er mikilvægt að við séum öll saman í liði þegar kemur að því að tryggja jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun