Lífið

Upp­áhalds­at­riðin að mati höfunda Skaupsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hópurinn á bakvið Skaupið árið 2025.
Hópurinn á bakvið Skaupið árið 2025.

Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Sindri Sindrason við höfunda Skaupsins á síðasta ári en þessi árlegi þáttur hefur að þessu sinni heilt yfir fengið verulega góða umsögn af þjóðinni.

Þau Anna Svava Knútsdóttir, Björn Bragi Arnarson, Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason mættu í viðtal til Sindra og fóru yfir hvernig það gekk að koma þessu Skaupi á laggirnar en þau eru höfundar Skaupsins ásamt þeim Jóni Jónssyni, Ólafi Ásgeirssyni og Karen Björgu Eyfjörð.

„Við erum mjög stolt og fyrst og fremst þakklát fyrir bara þessum frábæru viðtökum og tökum við þeim auðmjúk og þakklát,“ segir Björn Bragi.

En var stress í hópnum fyrir viðbrögðunum?

„Já ég eiginlega horfði meira á fólkið mitt heldur en á Skaupið sjálft,“ segir Allan og heldur áfram.

„Ég var búinn að sjá það mjög oft og stressið, það helltist yfir mig þarna þegar þetta byrjaði. En róaðist þegar Ari Eldjárn sendi mér sms í byrjun þar sem stóð, fyrstu tveir sketsarnir frábærir, þetta er komið, engar áhyggjur, frábært Skaup,“ segir Allan og þá bætir Björn við að Ari hafi einnig sent sömu skilaboð á sig.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem farið er yfir uppáhalds atriði höfundanna og einnig ítarlega yfir hvernig gekk að vinna Skaupið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.