Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2025 09:03 Stjarnan, Arnar Pétursson, Davíð Tómas Tómasson, Kristinn Gunnar Kristinsson og danskar fótboltabullur komu við sögu í mest lesnu innlendu íþróttafréttum ársins 2025 á Vísi. vísir/samsett Lesendur innlendra íþróttafrétta á Vísi höfðu að venju mikinn áhuga á Bakgarðshlaupinu á árinu sem senn er á enda undir lok. Þá voru margra augu á oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta og ólæti stuðningsmanna Bröndby vöktu athygli. Tvær mest lesnu íþróttafréttirnar á Vísi á árinu 2025 voru beinar útsendingar frá Bakgarðshlaupinu, annars vegar í maí og hins vegar í september. Úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla réðust í oddaleik á Sauðárkróki í vor. Þar hafði Stjarnan betur gegn Tindastóli, 77-82, og fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Stuðningsmenn Bröndby létu ófriðlega í tengslum við leikinn gegn Víkingi. Danska liðið tapaði leiknum í Víkinni, 3-0, og stuðningsmenn þess réðust á stuðningsmenn Víkings á Ölveri eftir leikinn. Mikil athygli var á leikjum Íslands og Frakklands í undankeppni HM 2026. Frakkar unnu leik liðanna í París, 2-1, en jafntefli varð í leiknum á Laugardalsvelli, 2-2. Íslenska liðið endaði í 3. sæti síns riðils í undankeppninni og komst þar af leiðandi ekki í umspil um sæti á HM. Lesendur Vísis höfðu einnig mikinn áhuga á ummælum Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðs Aþenu, og ekki síst viðbrögðunum við þeim. José Sousa hrósaði sigri í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson var ekki sáttur við herbragð hans. „Hlaupið endaði sem einvígi á milli míns og Portúgala sem vann hlaupið í fyrra, en hann hljóp meter fyrir aftan mig alla okkar samleið og fékk þar gott skjól gegn vindinum. Það hefur aldrei verið minn stíll að gera slíkt enda er horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum, í staðinn fyrir að vinna saman og deila álaginu,“ skrifaði Hlynur á Instagram. Arnar Pétursson var dæmdur úr leik á Íslandsmótinu í tíu kílómetra hlaupi í sumar og gagnrýndi þá ákvörðun og framkvæmd hlaupsins harðlega. Lesendur Vísis fylgdust einnig spenntir með beinum lýsingum frá leik Íslands og Króatíu á HM í handbolta karla og bardaga Gunnars Nelson og Kevins Holland. Því miður fóru báðar viðureignirnar illa fyrir Íslendinga. Deila Davíðs Tómasar Tómassonar við dómaranefnd KKÍ var mikið milli tannanna á fólki. Davíð lýsti upplifun sinni af samskiptunum við dómaranefnd og þeirri ákvörðun sinni að hætta að dæma í samtali við Vísi. Fréttir ársins 2025 Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira
Tvær mest lesnu íþróttafréttirnar á Vísi á árinu 2025 voru beinar útsendingar frá Bakgarðshlaupinu, annars vegar í maí og hins vegar í september. Úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla réðust í oddaleik á Sauðárkróki í vor. Þar hafði Stjarnan betur gegn Tindastóli, 77-82, og fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Stuðningsmenn Bröndby létu ófriðlega í tengslum við leikinn gegn Víkingi. Danska liðið tapaði leiknum í Víkinni, 3-0, og stuðningsmenn þess réðust á stuðningsmenn Víkings á Ölveri eftir leikinn. Mikil athygli var á leikjum Íslands og Frakklands í undankeppni HM 2026. Frakkar unnu leik liðanna í París, 2-1, en jafntefli varð í leiknum á Laugardalsvelli, 2-2. Íslenska liðið endaði í 3. sæti síns riðils í undankeppninni og komst þar af leiðandi ekki í umspil um sæti á HM. Lesendur Vísis höfðu einnig mikinn áhuga á ummælum Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðs Aþenu, og ekki síst viðbrögðunum við þeim. José Sousa hrósaði sigri í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson var ekki sáttur við herbragð hans. „Hlaupið endaði sem einvígi á milli míns og Portúgala sem vann hlaupið í fyrra, en hann hljóp meter fyrir aftan mig alla okkar samleið og fékk þar gott skjól gegn vindinum. Það hefur aldrei verið minn stíll að gera slíkt enda er horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum, í staðinn fyrir að vinna saman og deila álaginu,“ skrifaði Hlynur á Instagram. Arnar Pétursson var dæmdur úr leik á Íslandsmótinu í tíu kílómetra hlaupi í sumar og gagnrýndi þá ákvörðun og framkvæmd hlaupsins harðlega. Lesendur Vísis fylgdust einnig spenntir með beinum lýsingum frá leik Íslands og Króatíu á HM í handbolta karla og bardaga Gunnars Nelson og Kevins Holland. Því miður fóru báðar viðureignirnar illa fyrir Íslendinga. Deila Davíðs Tómasar Tómassonar við dómaranefnd KKÍ var mikið milli tannanna á fólki. Davíð lýsti upplifun sinni af samskiptunum við dómaranefnd og þeirri ákvörðun sinni að hætta að dæma í samtali við Vísi.
Fréttir ársins 2025 Mest lesið Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri KR - Valur | Stórleikur í Vesturbæ Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Sjá meira