„Ég elska peninga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. desember 2025 17:01 Clowney er skemmtilegur karakter en þó enginn trúður. Hann hefur verið öflugur í vörn Dallas í ár. Kara Durrette/Getty Images Jadeveon Clowney, varnarmaður Dallas Cowboys, segist ekki skorta hvatningu til starfsins þrátt fyrir að kúrekarnir komist ekki í úrslitakeppnina þetta árið í NFL-deildinni. Cowboys mæta Washington Commanders í fyrsta jólaleik dagsins í NFL-deildinni klukkan 18:00 og Clowney var í aðdraganda hans spurður hvort leikirnir skiptu einhverju máli og hvort leikmenn skorti hvatningu til að spila þá. „Hvað meinarðu mótiveraður?“ spurði Clowney á móti sem virtist móðgaður yfir spurningunni. „Þeir eru að borga mér. Það er næg hvatning fyrir mig. Ég elska peninga,“ sagði Clowney. „Það er ekki bara það. Ég stend fyrir meira en bara liðip. Ég er að spila fyrir meira en sjálfan mig - fjölskylduna sem stendur við bakið á mér. Ég er að spila fyrir alla og það hefur verið þannig frá upphafi,“ „Og ég hef aldrei gefist upp á neinu. Það verður ekki erfitt fyrir mig að stíga upp og spila einhvern leik. Ég sinni starfinu mínu,“ sagði Clowney enn fremur. Þrír leikir eru á dagskrá í NFL-deildinni í dag milli sterkra liða á pappír en spennan er lítil hjá þeim eftir skrautlegt tímabil. Af miklu var búist af bæði Dallas Cowyboys og Washington Commanders sem eigast við fyrst en bæði eru úr leik hvað úrslitakeppnina varðar. Klukkan 21:20 eigast við Minnesota Vikings og Detroit Lions. Víkingarnir eiga ekki séns á úrslitakeppninni og Ljónin eygja veika von, talið er að þeir eigi um 9 prósent líkur með sigri í kvöld. Þá er þriðji leikurinn í nótt milli Kansas City Chiefs og Denver Broncos. Höfðingjarnir eru án Patrick Mahomes sem sleit krossband og jafnframt úr leik hvað úrslitakeppnina varðar í fyrsta sinn í ellefu ár. Að sama skapi eru Stóðhestarnir öruggir í úrslitakeppnina og fastlega búist við sigri þeirra í nótt. Fyrri tveir leikirnir eru í opinni dagskrá fyrir þá sem hafa aðgang að Netflix en sá síðari á Amazon Prime. Öllu meira spennandi leikir eru á dagskrá í NFL-deildinni um helgina sem má fylgjast með öllum samtímis í NFL Red Zone á Sýn Sport 3 klukkan 17:55 þann 28. desember. NFL Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira
Cowboys mæta Washington Commanders í fyrsta jólaleik dagsins í NFL-deildinni klukkan 18:00 og Clowney var í aðdraganda hans spurður hvort leikirnir skiptu einhverju máli og hvort leikmenn skorti hvatningu til að spila þá. „Hvað meinarðu mótiveraður?“ spurði Clowney á móti sem virtist móðgaður yfir spurningunni. „Þeir eru að borga mér. Það er næg hvatning fyrir mig. Ég elska peninga,“ sagði Clowney. „Það er ekki bara það. Ég stend fyrir meira en bara liðip. Ég er að spila fyrir meira en sjálfan mig - fjölskylduna sem stendur við bakið á mér. Ég er að spila fyrir alla og það hefur verið þannig frá upphafi,“ „Og ég hef aldrei gefist upp á neinu. Það verður ekki erfitt fyrir mig að stíga upp og spila einhvern leik. Ég sinni starfinu mínu,“ sagði Clowney enn fremur. Þrír leikir eru á dagskrá í NFL-deildinni í dag milli sterkra liða á pappír en spennan er lítil hjá þeim eftir skrautlegt tímabil. Af miklu var búist af bæði Dallas Cowyboys og Washington Commanders sem eigast við fyrst en bæði eru úr leik hvað úrslitakeppnina varðar. Klukkan 21:20 eigast við Minnesota Vikings og Detroit Lions. Víkingarnir eiga ekki séns á úrslitakeppninni og Ljónin eygja veika von, talið er að þeir eigi um 9 prósent líkur með sigri í kvöld. Þá er þriðji leikurinn í nótt milli Kansas City Chiefs og Denver Broncos. Höfðingjarnir eru án Patrick Mahomes sem sleit krossband og jafnframt úr leik hvað úrslitakeppnina varðar í fyrsta sinn í ellefu ár. Að sama skapi eru Stóðhestarnir öruggir í úrslitakeppnina og fastlega búist við sigri þeirra í nótt. Fyrri tveir leikirnir eru í opinni dagskrá fyrir þá sem hafa aðgang að Netflix en sá síðari á Amazon Prime. Öllu meira spennandi leikir eru á dagskrá í NFL-deildinni um helgina sem má fylgjast með öllum samtímis í NFL Red Zone á Sýn Sport 3 klukkan 17:55 þann 28. desember.
NFL Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Sjá meira