Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Hjörvar Ólafsson skrifar 19. desember 2025 20:44 Ármann breytti stöðunni umtalsvert í baráttunni við botn Bónus-deildar karla í körfubolta með sannfærandi sigri sínum gegn ÍA í 11. umferð deildarinnar í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur í leik þar sem Ármann var í bílstjórasætinu frá upphafi til enda urðu 102-83 fyrir heimamenn. Um síðustu helgi voru Iceguys með flugeldasýningu í Laugardalshöllinni og leikurinn í kvöld var enginn eftirbátur þeirrar sýningar. Breytingar voru gerðar á leikmananhópi Ármanns í aðdraganda þessa leiks. Lagio Grantsaan, sem leikið hefur með Ármanni í vetur, varð fyrir meiðslum nýverið, og nú er ljóst að liðband í hné er skaddað. Til þess að bregðast við þeim skakkaföllum hefur Ármann tryggt sér þjónustu Zarko Jukic sem var í herbúðum ÍR. Félagaskiptin gengu í gegn í hádeginu í dag og Jukic var mættur í þennan mikilvæga slag. Gojko Zudzum er enn á meiðslalistanum hjá Skagamönnum en þar er um stórt skarð að ræða sem Skagaliðið þarf að fylla þessa dagana. Voandi nær Zudzum að jafna sig á þeim meiðslum sem hafa verið að plaga hann um jólahátíðina. Ármann hóf leikinn af miklum krafti og heimamenn voru komnir í 17-1 um miðbik fyrsta leikhluta. Þá vöknuðu gestirnir til lífsins af værum blundi sínum og minnkuðu muninn undir lok leikhlutans. Styrmir Jónasson skoraði fjögur stig í röð þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum og staðan var þá 19-11 Ármanni í vil. Þá spýttu Ármenningar aftur aðeins í lófana og heimamenn leiddu 27-15 þegar fyrsta leikhluta var lokið. Ármann hélt áfram þægilegu forskoti og liðið var 41-25 yfir þegar annar leikhluti var hálfnaður. Þegar liðin röltu til búningsklefa í hálfleik var útlitið bjart fyrir Ármanni en liðið átti 18 stig á ÍA en staðan var 55-37. Leikurinn náði aldrei að verða spennandi Ingvi Þór Guðmundsson var að finna fjölina sína fyrir utan þriggja stiga línuna framan af leik en fyrstu fjögur þriggja stiga skotin hans rötuðu rétta leið. Leikmenn Ármanns tóku fótinn ekkert af bensíngjöfinni framan af þriðja leikhluta og hugguleg troðsla nýjasta leikmanns liðsins, Zarko Jukic, kom liðinu 20 stigum yfir, 62-42. Í kjölfarið kom góð rispa hjá gestunum af Akranesi með minnkuðu muninn niður í 10 stig. Ármann herti þá tökin á nýjan leik og Bragi Guðmundsson sá til þess að heimaliðið var 17 stigum yfir, 80-63, þegar leikmenn komu inn í fjórða og síðasta leikhlutann. Hafi stuðningsmenn Skagaliðsins haft von í brjósti sínu um endurkomu eftir leikhlutaskiptin þá hvarf sú vonarglæta eins og dögg fyrir sólu á þessum dimma en samt kærleiksríka hluta ársins á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Ármann skoraði fyrstu 10 stig leikhlutans og breytti stöðunni í 90-63 og ljóst að 27 stiga munur yrði fjall sem illmögulegt væri að klífa fyrir gestina. Niðurstaðan 19 stiga sanngjarn sigur Ármanns. Eftir þennan sigur er hagur Ármanns mun vænni í fallbaráttunni nú þegar liðin fara inn í jólafrí í deildinni. Ármann vermir þó enn botnsæti deildarinnar en er komið með fjögur stig og eru einum sigri á eftir ÍA og Þór Þorlákshöfn sem eru í sætunum fyrir ofan þá. Útlit er fyrir spennandi baráttu um að forðast fall úr deildinni á nýju ári. Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, fer sáttur inn í jólafríið. Vísir/Hulda Margrét Steinar Kaldal: Við ætlum að berjast fyrir sæti okkar allt til enda „Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur og ég er ofboðslega ánægður með hvernig við mættum til leiks og spiluðum heilt yfir fyrir utan stuttan slakan kafla í þriðja leikhluta,“ sagði Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, að leik loknum. „Þeir spiluðu fast á okkur og mér fannst við ekki bregðast alveg nógu vel við því. Við náðum hins vegar áttum, hertum á klónni aftur í vörninni og náðum ró og skynsemi í sóknarleikinn á nýjan leik. Þetta var flott og heilsteypt frammistaða og við hleyptum þeim aldrei almennilega inn í leikinn sem er jákvætt,“ sagði Steinar enn fremur. „Þetta var fjögurra stiga leikur og það skipti sköpum að næla í sigur. Við fengum flott framlag frá Ingva Þór og margir leikmenn í okkar liði sem eru að þroskast og þróast í rétta átt. Mig vantar ennþá aðeins meira framlag frá Woolbright en ég er viss um það mun koma,“ sagði hann. „Mig langar síðan að gefa shotout á Sævar Sævarsson sem skaut á lýkkið mitt á hárgreiðsluna mína í desember. Ég fór til rakarans í dag og hann ferskti aðeins upp á mig og ég vona að ég líti betur út. Nú mun svo jólastekin bragðast betur í ljósa þessa sigurs en í kjölfarið munum æfa vel og mæta klárir til leiks á nýju ári. Við ætlum að sjálfsögðu að berjast fyrir sæti okkar allt til enda,“ sagði þjálfarinn borubrattur. Óskar Þór: Þurfum að fara yfir varnarleikinn í jólafríinu „Við komumst aldrei í takt við þennan leik og náðum engu flugi. Enn og aftur erum við að mæta eins og aumingjar inn í leikina og það er mikið áhyggjuefni hvernig við byrjum leikina. Það er mjög erfitt að vera alltaf búnir að grafa djúpa holu og reyna svo að koma til baka,“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari Skagamanna, vonsvikinn eftir leik. „Við erum augljóslega litlir undir körfum og við söknum Zudzum og hæðarinnar hjá honum tilfinnanlega. Við vorum að reyna að skipta á screenum en það gekk ekki nægilega vel upp að þessu sinni og við þurfum að leggjast yfir varnarleikinn í jólafríinu,“ sagði Óskar Þór þar að auki. „Mér hefur fundist vanta upp á hugarfarið hjá okkar í síðustu leikjum og ég átta mig ekki alveg á því hvort að það skortur á sjálfstrausti, andleg eða líkamleg þreyta. Líklega er það blanda af þessu öllu. Það er fínt að fá smá breik og fá tíma til þess að vinna í okkar málum,“ sagði hann. „Það má hins vegar ekki gleyma því að Ármann spilaði bara vel í þessum leik og komu okkur að vissu leyti á óvart með hvernig þeir notuu Zarko undir körfunni. Ingvi Þór skaut okkur svo í kaf á köflum. Við munum mæta sterkir til leiks eftir áramót,“ sagði Óskar um framhaldið. Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA, þarf að fara yfir ýmislegt í jólafríinu. Vísir/Jón Gautur Atvik leiksins Ármenningar áttu helst til auðvelt með að komast að körfu Skagamanna og hæðarmunurinn varð gestunum að falli. Nokkrar huggulegar troðslur litu dagsins ljós og Zarko Jukic smellt sér inn í hug og hjörtu stuðningsmanna Ármanns með einni slíkri í fyrsta leik sínum í Ármannstreyjunni. Stjörnur og skúrkar Ingvi Þór skoraði úr öllum átta þriggja stiga skotunum sem hann tók í leiknum en það skilaði honum 24 stigum en hann og Daniel Love voru stigahæsti í liði Ármanns. Bragi brótðir hans skilaði 19 stigum á tölfuna og Ingvi Þór viðurkenndi það fúslega eftir leik að það gladdi hann að fara með montréttinn inn í jólaboðin hjá þeim bræðrunum. Ingvi Þór skilaði líka góðri varnarvinnu í þessum leik. Það sama má segja um Marek Dolezaj sem var drjúgur undir körfunni á báðum endum vallarins Dolezaj setti niður 14 stig og hirti auk þess 11 fráköst. Styrmir Jónasson, Ilija Dokovic og Kristófer Már Gíslason voru ljósu puntkarnir í leik Skagamanna en ljós þeirra skein bara því miður ekki nógu skært fyrir gestina af Skaganum. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Daníel Steingrímsson, tóku þennan leik traustum tökum og sáu til þess að leikmenn fengu að vera í sviðsljósinu eins og heillavænlegast er. Vel dæmdur leikur og dómararnri fá átta í einkunn. Stemming og umgjörð Skagamenn voru með sætaferðir í þennan mikilvæga leik og gestirnir flykktu sér að baki sínum leikmönnum. Gulir og glaðir stuðningsmenn Skagaliðsins létu vel í sér heyra. Allt gott um það að segja nema eina athugasemdin sem hægt er að setja á stuðningssveitina er að æfa mætti betur lúðraþytur þeirra sem sjá um það. Annars var allt upp í tíu í umgjörð Ármenninga sem voru boðnir og búnir að aðstoða við það sem þurfti til þess að mögulegt væri að fjalla um leikinn eins vel og nokkur kostur var. Jólaskapið var mætt í Laugardalinn og allir léttir í lundu. Plötusnúðurinn stóð sig óaðfinnanlega við að hleypa jólaanda í húsið. Ármann ÍA Bónus-deild karla
Ármann breytti stöðunni umtalsvert í baráttunni við botn Bónus-deildar karla í körfubolta með sannfærandi sigri sínum gegn ÍA í 11. umferð deildarinnar í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur í leik þar sem Ármann var í bílstjórasætinu frá upphafi til enda urðu 102-83 fyrir heimamenn. Um síðustu helgi voru Iceguys með flugeldasýningu í Laugardalshöllinni og leikurinn í kvöld var enginn eftirbátur þeirrar sýningar. Breytingar voru gerðar á leikmananhópi Ármanns í aðdraganda þessa leiks. Lagio Grantsaan, sem leikið hefur með Ármanni í vetur, varð fyrir meiðslum nýverið, og nú er ljóst að liðband í hné er skaddað. Til þess að bregðast við þeim skakkaföllum hefur Ármann tryggt sér þjónustu Zarko Jukic sem var í herbúðum ÍR. Félagaskiptin gengu í gegn í hádeginu í dag og Jukic var mættur í þennan mikilvæga slag. Gojko Zudzum er enn á meiðslalistanum hjá Skagamönnum en þar er um stórt skarð að ræða sem Skagaliðið þarf að fylla þessa dagana. Voandi nær Zudzum að jafna sig á þeim meiðslum sem hafa verið að plaga hann um jólahátíðina. Ármann hóf leikinn af miklum krafti og heimamenn voru komnir í 17-1 um miðbik fyrsta leikhluta. Þá vöknuðu gestirnir til lífsins af værum blundi sínum og minnkuðu muninn undir lok leikhlutans. Styrmir Jónasson skoraði fjögur stig í röð þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum og staðan var þá 19-11 Ármanni í vil. Þá spýttu Ármenningar aftur aðeins í lófana og heimamenn leiddu 27-15 þegar fyrsta leikhluta var lokið. Ármann hélt áfram þægilegu forskoti og liðið var 41-25 yfir þegar annar leikhluti var hálfnaður. Þegar liðin röltu til búningsklefa í hálfleik var útlitið bjart fyrir Ármanni en liðið átti 18 stig á ÍA en staðan var 55-37. Leikurinn náði aldrei að verða spennandi Ingvi Þór Guðmundsson var að finna fjölina sína fyrir utan þriggja stiga línuna framan af leik en fyrstu fjögur þriggja stiga skotin hans rötuðu rétta leið. Leikmenn Ármanns tóku fótinn ekkert af bensíngjöfinni framan af þriðja leikhluta og hugguleg troðsla nýjasta leikmanns liðsins, Zarko Jukic, kom liðinu 20 stigum yfir, 62-42. Í kjölfarið kom góð rispa hjá gestunum af Akranesi með minnkuðu muninn niður í 10 stig. Ármann herti þá tökin á nýjan leik og Bragi Guðmundsson sá til þess að heimaliðið var 17 stigum yfir, 80-63, þegar leikmenn komu inn í fjórða og síðasta leikhlutann. Hafi stuðningsmenn Skagaliðsins haft von í brjósti sínu um endurkomu eftir leikhlutaskiptin þá hvarf sú vonarglæta eins og dögg fyrir sólu á þessum dimma en samt kærleiksríka hluta ársins á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Ármann skoraði fyrstu 10 stig leikhlutans og breytti stöðunni í 90-63 og ljóst að 27 stiga munur yrði fjall sem illmögulegt væri að klífa fyrir gestina. Niðurstaðan 19 stiga sanngjarn sigur Ármanns. Eftir þennan sigur er hagur Ármanns mun vænni í fallbaráttunni nú þegar liðin fara inn í jólafrí í deildinni. Ármann vermir þó enn botnsæti deildarinnar en er komið með fjögur stig og eru einum sigri á eftir ÍA og Þór Þorlákshöfn sem eru í sætunum fyrir ofan þá. Útlit er fyrir spennandi baráttu um að forðast fall úr deildinni á nýju ári. Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, fer sáttur inn í jólafríið. Vísir/Hulda Margrét Steinar Kaldal: Við ætlum að berjast fyrir sæti okkar allt til enda „Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur og ég er ofboðslega ánægður með hvernig við mættum til leiks og spiluðum heilt yfir fyrir utan stuttan slakan kafla í þriðja leikhluta,“ sagði Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, að leik loknum. „Þeir spiluðu fast á okkur og mér fannst við ekki bregðast alveg nógu vel við því. Við náðum hins vegar áttum, hertum á klónni aftur í vörninni og náðum ró og skynsemi í sóknarleikinn á nýjan leik. Þetta var flott og heilsteypt frammistaða og við hleyptum þeim aldrei almennilega inn í leikinn sem er jákvætt,“ sagði Steinar enn fremur. „Þetta var fjögurra stiga leikur og það skipti sköpum að næla í sigur. Við fengum flott framlag frá Ingva Þór og margir leikmenn í okkar liði sem eru að þroskast og þróast í rétta átt. Mig vantar ennþá aðeins meira framlag frá Woolbright en ég er viss um það mun koma,“ sagði hann. „Mig langar síðan að gefa shotout á Sævar Sævarsson sem skaut á lýkkið mitt á hárgreiðsluna mína í desember. Ég fór til rakarans í dag og hann ferskti aðeins upp á mig og ég vona að ég líti betur út. Nú mun svo jólastekin bragðast betur í ljósa þessa sigurs en í kjölfarið munum æfa vel og mæta klárir til leiks á nýju ári. Við ætlum að sjálfsögðu að berjast fyrir sæti okkar allt til enda,“ sagði þjálfarinn borubrattur. Óskar Þór: Þurfum að fara yfir varnarleikinn í jólafríinu „Við komumst aldrei í takt við þennan leik og náðum engu flugi. Enn og aftur erum við að mæta eins og aumingjar inn í leikina og það er mikið áhyggjuefni hvernig við byrjum leikina. Það er mjög erfitt að vera alltaf búnir að grafa djúpa holu og reyna svo að koma til baka,“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari Skagamanna, vonsvikinn eftir leik. „Við erum augljóslega litlir undir körfum og við söknum Zudzum og hæðarinnar hjá honum tilfinnanlega. Við vorum að reyna að skipta á screenum en það gekk ekki nægilega vel upp að þessu sinni og við þurfum að leggjast yfir varnarleikinn í jólafríinu,“ sagði Óskar Þór þar að auki. „Mér hefur fundist vanta upp á hugarfarið hjá okkar í síðustu leikjum og ég átta mig ekki alveg á því hvort að það skortur á sjálfstrausti, andleg eða líkamleg þreyta. Líklega er það blanda af þessu öllu. Það er fínt að fá smá breik og fá tíma til þess að vinna í okkar málum,“ sagði hann. „Það má hins vegar ekki gleyma því að Ármann spilaði bara vel í þessum leik og komu okkur að vissu leyti á óvart með hvernig þeir notuu Zarko undir körfunni. Ingvi Þór skaut okkur svo í kaf á köflum. Við munum mæta sterkir til leiks eftir áramót,“ sagði Óskar um framhaldið. Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari ÍA, þarf að fara yfir ýmislegt í jólafríinu. Vísir/Jón Gautur Atvik leiksins Ármenningar áttu helst til auðvelt með að komast að körfu Skagamanna og hæðarmunurinn varð gestunum að falli. Nokkrar huggulegar troðslur litu dagsins ljós og Zarko Jukic smellt sér inn í hug og hjörtu stuðningsmanna Ármanns með einni slíkri í fyrsta leik sínum í Ármannstreyjunni. Stjörnur og skúrkar Ingvi Þór skoraði úr öllum átta þriggja stiga skotunum sem hann tók í leiknum en það skilaði honum 24 stigum en hann og Daniel Love voru stigahæsti í liði Ármanns. Bragi brótðir hans skilaði 19 stigum á tölfuna og Ingvi Þór viðurkenndi það fúslega eftir leik að það gladdi hann að fara með montréttinn inn í jólaboðin hjá þeim bræðrunum. Ingvi Þór skilaði líka góðri varnarvinnu í þessum leik. Það sama má segja um Marek Dolezaj sem var drjúgur undir körfunni á báðum endum vallarins Dolezaj setti niður 14 stig og hirti auk þess 11 fráköst. Styrmir Jónasson, Ilija Dokovic og Kristófer Már Gíslason voru ljósu puntkarnir í leik Skagamanna en ljós þeirra skein bara því miður ekki nógu skært fyrir gestina af Skaganum. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Daníel Steingrímsson, tóku þennan leik traustum tökum og sáu til þess að leikmenn fengu að vera í sviðsljósinu eins og heillavænlegast er. Vel dæmdur leikur og dómararnri fá átta í einkunn. Stemming og umgjörð Skagamenn voru með sætaferðir í þennan mikilvæga leik og gestirnir flykktu sér að baki sínum leikmönnum. Gulir og glaðir stuðningsmenn Skagaliðsins létu vel í sér heyra. Allt gott um það að segja nema eina athugasemdin sem hægt er að setja á stuðningssveitina er að æfa mætti betur lúðraþytur þeirra sem sjá um það. Annars var allt upp í tíu í umgjörð Ármenninga sem voru boðnir og búnir að aðstoða við það sem þurfti til þess að mögulegt væri að fjalla um leikinn eins vel og nokkur kostur var. Jólaskapið var mætt í Laugardalinn og allir léttir í lundu. Plötusnúðurinn stóð sig óaðfinnanlega við að hleypa jólaanda í húsið.
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti