Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar 11. desember 2025 09:32 Undanfarnar vikur hef ég tjáð mig opinberlega um samfélags- og bæjarmál. Viðbrögðin hafa verið fjölbreytt; flest uppbyggileg, en einnig hafa komið fram raddir sem efast um að ungur einstaklingur eins og ég geti skrifað greinar eða tekið þátt í pólitískri umræðu af fullri alvöru. Margir virðast telja að ungur einstaklingur án háskólamenntunar geti einfaldlega ekki sett fram rökstudd sjónarmið nema einhver eldri og reyndari standi í raun á bakvið þau. Þessi viðhorf eru ekki aðeins úr takt við tímann,— heldur sýna þau hversu brýnt það er að við, sem erum yngri, fáum raunverulega rödd í þeim ákvörðunum sem móta framtíð okkar. Framtíðin tilheyrir þeim sem þurfa að lifa með henni Ungt fólk mun taka við samfélaginu. Það er okkar kynslóð sem mun lifa með þeim pólitísku ákvörðunum sem teknar eru í dag; ákvörðunum um húsnæðismál, atvinnuþróun, fjárfestingar í innviðum, menntakerfi og fjölskyldustefnu. Því er óvarlegt, jafnvel skaðlegt, að gera lítið úr röddum ungs fólks á þeirri forsendu að við séum ekki komin með gráður, starfsreynslu sem millistjórnandi í banka eða á ákveðinn aldur. Þvert á móti þurfum við að hvetja til miklu meiri þátttöku yngri hópa í stjórnmálum,— ekki síður á vettvangi sveitarfélaga, þar sem ákvarðanir snerta samfélagið beint og daglegt líf fólks strax. Ungt fólk utanborðs Aldur á ekki að ráða því hverjir stjórna, en fjölbreytni skiptir máli. Í dag er bæjarstjóri á sextugsaldri, forseti bæjarstjórnar á áttræðisaldri, oddviti Sjálfstæðisflokksins á sjötugsaldri og formaður bæjarráðs á fimmtugsaldri. Yngstur þessara er formaður bæjarráðs, og hann er sá eini sem hefur ákveðið að hætta. Meðalaldur núverandi bæjarfulltrúa eru rúmlega 50 ár. Þetta er ekki árás á þessa einstaklinga; þetta er allt gott fólk, fullt af reynslu. En staðreyndin er sú að þeir sem eldri eru lifa ekki daglegu lífi ungra fjölskyldna. Þeir eru ekki persónulega að glíma við leikskólamál, heimgreiðslur, samræmingu vinnu og uppeldis eða þau tugþúsund smáverkefni sem fylgja því að vera yngri. Þess vegna verðum við að tryggja að sjónarhorn ungs fólks sé raunverulega til staðar við stjórn samfélagsins. Ekki sem skraut á lista heldur að viðhorf þeirra fái rými í ákvörðunartöku. Rými sem ég tel hafa vantað seinustu ár. Samfélag sem hlustar á ungt fólk byggir á framtíðarsýn Ef við ætlum að byggja samfélag sem stendur sterkt næstu áratugi verðum við að skapa rými fyrir nýjar hugmyndir og ferska sýn. Ungar kynslóðir eru að kljást við raunveruleg vandamál: húsnæðisskort, erfiða stöðu til að koma sér fyrir, verðbólgu sem étur upp kjörin og atvinnu sem þarf að þróast með nýjum kynslóðum. Ungt fólk eins og ég finnur fyrir þessum vandamálum og vill taka þátt í að skapa lausnir við þeim. Við vitum hvað skiptir okkur máli. Við vitum hvað ungar fjölskyldur þurfa. Við vitum hvaða breytingar gera Vestmannaeyjar að stað þar sem ungt fólk sér framtíð. Það er ekki skynsamlegt að byggja framtíð samfélags á skoðunum þeirra sem eru komnir langt frá þessari reynslu,— heldur í samstarfi við þá sem standa í henni hér og nú. Lýðræðið styrkist þegar fleirum er boðið með Við þurfum að efla pólitíska þátttöku ungs fólks, ekki með rísandi ræðu um mikilvægi lýðræðis, heldur með raunverulegum tækifærum. Ungir einstaklingar eiga að vera hvattir til að bjóða sig fram, taka þátt í nefndarstörfum, móta stefnu og hafa áhrif,— án þess að þurfa að sanna sig meira en aðrir. Því sú staðreynd er óumdeilanleg: Einstaklingur með hamar við hönd skiptir samfélaginu alveg jafn miklu máli og einstaklingur með háskólamenntun. Mismunandi reynsla bætir samfélagið,— hún útilokar ekki. Næstu kosningar:– okkar tækifæri til að byggja nýtt upp Þess vegna skiptir máli að við, sem samfélag, förum inn í næstu sveitarstjórnakosningar með opnum huga. Við eigum ekki að kjósa eingöngu eftir flokksmerkingum heldur einstaklingum sem við teljum að hafi heiðarleika, áhuga og metnað til að byggja upp samfélagið til framtíðar. Ef við viljum nýja orku, nýjar hugmyndir og raunverulegan vilja til að hlusta,– þá þurfum við að treysta fólki úr öllum aldurshópum, líka þeim yngri. Lengi lifi tjáningarfrelsið,— og framtíð Vestmannaeyja Vestmannaeyjar eru einstakt samfélag. Hér þekkjumst við, styðjum hvort annað og stöndum saman þegar mest á reynir. Sama hvort við erum sjómenn eða smiðir, heilbrigðisstarfsfólk eða kennarar, fyrirtækjaeigendur eða ungt fólk að stíga sín fyrstu skref,— þá deilum við allir sömu rótum og sömu von um sterka framtíð Eyjanna. Nú er rétti tíminn til að nýta saman kraftinn og dugnaðinn sem býr í okkur öllum. Að fagna ólíkum röddum, leyfa nýrri sýn að vaxa og taka höndum saman um að byggja samfélag sem verður enn betra fyrir næstu kynslóðir. Framtíð Vestmannaeyja er björt,— en hún fæst ekki gefins. Björt framtíð Vestmanneyja og íbúa eyjunnar fögru byggist á því að við tökum höndum saman, hlustum hvert á annað og leyfum öllum röddum að heyrast. Við eigum ekki bara að tala um sterkt samfélag,— við eigum að skapa það saman. Höfundur er smiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hef ég tjáð mig opinberlega um samfélags- og bæjarmál. Viðbrögðin hafa verið fjölbreytt; flest uppbyggileg, en einnig hafa komið fram raddir sem efast um að ungur einstaklingur eins og ég geti skrifað greinar eða tekið þátt í pólitískri umræðu af fullri alvöru. Margir virðast telja að ungur einstaklingur án háskólamenntunar geti einfaldlega ekki sett fram rökstudd sjónarmið nema einhver eldri og reyndari standi í raun á bakvið þau. Þessi viðhorf eru ekki aðeins úr takt við tímann,— heldur sýna þau hversu brýnt það er að við, sem erum yngri, fáum raunverulega rödd í þeim ákvörðunum sem móta framtíð okkar. Framtíðin tilheyrir þeim sem þurfa að lifa með henni Ungt fólk mun taka við samfélaginu. Það er okkar kynslóð sem mun lifa með þeim pólitísku ákvörðunum sem teknar eru í dag; ákvörðunum um húsnæðismál, atvinnuþróun, fjárfestingar í innviðum, menntakerfi og fjölskyldustefnu. Því er óvarlegt, jafnvel skaðlegt, að gera lítið úr röddum ungs fólks á þeirri forsendu að við séum ekki komin með gráður, starfsreynslu sem millistjórnandi í banka eða á ákveðinn aldur. Þvert á móti þurfum við að hvetja til miklu meiri þátttöku yngri hópa í stjórnmálum,— ekki síður á vettvangi sveitarfélaga, þar sem ákvarðanir snerta samfélagið beint og daglegt líf fólks strax. Ungt fólk utanborðs Aldur á ekki að ráða því hverjir stjórna, en fjölbreytni skiptir máli. Í dag er bæjarstjóri á sextugsaldri, forseti bæjarstjórnar á áttræðisaldri, oddviti Sjálfstæðisflokksins á sjötugsaldri og formaður bæjarráðs á fimmtugsaldri. Yngstur þessara er formaður bæjarráðs, og hann er sá eini sem hefur ákveðið að hætta. Meðalaldur núverandi bæjarfulltrúa eru rúmlega 50 ár. Þetta er ekki árás á þessa einstaklinga; þetta er allt gott fólk, fullt af reynslu. En staðreyndin er sú að þeir sem eldri eru lifa ekki daglegu lífi ungra fjölskyldna. Þeir eru ekki persónulega að glíma við leikskólamál, heimgreiðslur, samræmingu vinnu og uppeldis eða þau tugþúsund smáverkefni sem fylgja því að vera yngri. Þess vegna verðum við að tryggja að sjónarhorn ungs fólks sé raunverulega til staðar við stjórn samfélagsins. Ekki sem skraut á lista heldur að viðhorf þeirra fái rými í ákvörðunartöku. Rými sem ég tel hafa vantað seinustu ár. Samfélag sem hlustar á ungt fólk byggir á framtíðarsýn Ef við ætlum að byggja samfélag sem stendur sterkt næstu áratugi verðum við að skapa rými fyrir nýjar hugmyndir og ferska sýn. Ungar kynslóðir eru að kljást við raunveruleg vandamál: húsnæðisskort, erfiða stöðu til að koma sér fyrir, verðbólgu sem étur upp kjörin og atvinnu sem þarf að þróast með nýjum kynslóðum. Ungt fólk eins og ég finnur fyrir þessum vandamálum og vill taka þátt í að skapa lausnir við þeim. Við vitum hvað skiptir okkur máli. Við vitum hvað ungar fjölskyldur þurfa. Við vitum hvaða breytingar gera Vestmannaeyjar að stað þar sem ungt fólk sér framtíð. Það er ekki skynsamlegt að byggja framtíð samfélags á skoðunum þeirra sem eru komnir langt frá þessari reynslu,— heldur í samstarfi við þá sem standa í henni hér og nú. Lýðræðið styrkist þegar fleirum er boðið með Við þurfum að efla pólitíska þátttöku ungs fólks, ekki með rísandi ræðu um mikilvægi lýðræðis, heldur með raunverulegum tækifærum. Ungir einstaklingar eiga að vera hvattir til að bjóða sig fram, taka þátt í nefndarstörfum, móta stefnu og hafa áhrif,— án þess að þurfa að sanna sig meira en aðrir. Því sú staðreynd er óumdeilanleg: Einstaklingur með hamar við hönd skiptir samfélaginu alveg jafn miklu máli og einstaklingur með háskólamenntun. Mismunandi reynsla bætir samfélagið,— hún útilokar ekki. Næstu kosningar:– okkar tækifæri til að byggja nýtt upp Þess vegna skiptir máli að við, sem samfélag, förum inn í næstu sveitarstjórnakosningar með opnum huga. Við eigum ekki að kjósa eingöngu eftir flokksmerkingum heldur einstaklingum sem við teljum að hafi heiðarleika, áhuga og metnað til að byggja upp samfélagið til framtíðar. Ef við viljum nýja orku, nýjar hugmyndir og raunverulegan vilja til að hlusta,– þá þurfum við að treysta fólki úr öllum aldurshópum, líka þeim yngri. Lengi lifi tjáningarfrelsið,— og framtíð Vestmannaeyja Vestmannaeyjar eru einstakt samfélag. Hér þekkjumst við, styðjum hvort annað og stöndum saman þegar mest á reynir. Sama hvort við erum sjómenn eða smiðir, heilbrigðisstarfsfólk eða kennarar, fyrirtækjaeigendur eða ungt fólk að stíga sín fyrstu skref,— þá deilum við allir sömu rótum og sömu von um sterka framtíð Eyjanna. Nú er rétti tíminn til að nýta saman kraftinn og dugnaðinn sem býr í okkur öllum. Að fagna ólíkum röddum, leyfa nýrri sýn að vaxa og taka höndum saman um að byggja samfélag sem verður enn betra fyrir næstu kynslóðir. Framtíð Vestmannaeyja er björt,— en hún fæst ekki gefins. Björt framtíð Vestmanneyja og íbúa eyjunnar fögru byggist á því að við tökum höndum saman, hlustum hvert á annað og leyfum öllum röddum að heyrast. Við eigum ekki bara að tala um sterkt samfélag,— við eigum að skapa það saman. Höfundur er smiður.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun