Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar 11. desember 2025 09:32 Undanfarnar vikur hef ég tjáð mig opinberlega um samfélags- og bæjarmál. Viðbrögðin hafa verið fjölbreytt; flest uppbyggileg, en einnig hafa komið fram raddir sem efast um að ungur einstaklingur eins og ég geti skrifað greinar eða tekið þátt í pólitískri umræðu af fullri alvöru. Margir virðast telja að ungur einstaklingur án háskólamenntunar geti einfaldlega ekki sett fram rökstudd sjónarmið nema einhver eldri og reyndari standi í raun á bakvið þau. Þessi viðhorf eru ekki aðeins úr takt við tímann,— heldur sýna þau hversu brýnt það er að við, sem erum yngri, fáum raunverulega rödd í þeim ákvörðunum sem móta framtíð okkar. Framtíðin tilheyrir þeim sem þurfa að lifa með henni Ungt fólk mun taka við samfélaginu. Það er okkar kynslóð sem mun lifa með þeim pólitísku ákvörðunum sem teknar eru í dag; ákvörðunum um húsnæðismál, atvinnuþróun, fjárfestingar í innviðum, menntakerfi og fjölskyldustefnu. Því er óvarlegt, jafnvel skaðlegt, að gera lítið úr röddum ungs fólks á þeirri forsendu að við séum ekki komin með gráður, starfsreynslu sem millistjórnandi í banka eða á ákveðinn aldur. Þvert á móti þurfum við að hvetja til miklu meiri þátttöku yngri hópa í stjórnmálum,— ekki síður á vettvangi sveitarfélaga, þar sem ákvarðanir snerta samfélagið beint og daglegt líf fólks strax. Ungt fólk utanborðs Aldur á ekki að ráða því hverjir stjórna, en fjölbreytni skiptir máli. Í dag er bæjarstjóri á sextugsaldri, forseti bæjarstjórnar á áttræðisaldri, oddviti Sjálfstæðisflokksins á sjötugsaldri og formaður bæjarráðs á fimmtugsaldri. Yngstur þessara er formaður bæjarráðs, og hann er sá eini sem hefur ákveðið að hætta. Meðalaldur núverandi bæjarfulltrúa eru rúmlega 50 ár. Þetta er ekki árás á þessa einstaklinga; þetta er allt gott fólk, fullt af reynslu. En staðreyndin er sú að þeir sem eldri eru lifa ekki daglegu lífi ungra fjölskyldna. Þeir eru ekki persónulega að glíma við leikskólamál, heimgreiðslur, samræmingu vinnu og uppeldis eða þau tugþúsund smáverkefni sem fylgja því að vera yngri. Þess vegna verðum við að tryggja að sjónarhorn ungs fólks sé raunverulega til staðar við stjórn samfélagsins. Ekki sem skraut á lista heldur að viðhorf þeirra fái rými í ákvörðunartöku. Rými sem ég tel hafa vantað seinustu ár. Samfélag sem hlustar á ungt fólk byggir á framtíðarsýn Ef við ætlum að byggja samfélag sem stendur sterkt næstu áratugi verðum við að skapa rými fyrir nýjar hugmyndir og ferska sýn. Ungar kynslóðir eru að kljást við raunveruleg vandamál: húsnæðisskort, erfiða stöðu til að koma sér fyrir, verðbólgu sem étur upp kjörin og atvinnu sem þarf að þróast með nýjum kynslóðum. Ungt fólk eins og ég finnur fyrir þessum vandamálum og vill taka þátt í að skapa lausnir við þeim. Við vitum hvað skiptir okkur máli. Við vitum hvað ungar fjölskyldur þurfa. Við vitum hvaða breytingar gera Vestmannaeyjar að stað þar sem ungt fólk sér framtíð. Það er ekki skynsamlegt að byggja framtíð samfélags á skoðunum þeirra sem eru komnir langt frá þessari reynslu,— heldur í samstarfi við þá sem standa í henni hér og nú. Lýðræðið styrkist þegar fleirum er boðið með Við þurfum að efla pólitíska þátttöku ungs fólks, ekki með rísandi ræðu um mikilvægi lýðræðis, heldur með raunverulegum tækifærum. Ungir einstaklingar eiga að vera hvattir til að bjóða sig fram, taka þátt í nefndarstörfum, móta stefnu og hafa áhrif,— án þess að þurfa að sanna sig meira en aðrir. Því sú staðreynd er óumdeilanleg: Einstaklingur með hamar við hönd skiptir samfélaginu alveg jafn miklu máli og einstaklingur með háskólamenntun. Mismunandi reynsla bætir samfélagið,— hún útilokar ekki. Næstu kosningar:– okkar tækifæri til að byggja nýtt upp Þess vegna skiptir máli að við, sem samfélag, förum inn í næstu sveitarstjórnakosningar með opnum huga. Við eigum ekki að kjósa eingöngu eftir flokksmerkingum heldur einstaklingum sem við teljum að hafi heiðarleika, áhuga og metnað til að byggja upp samfélagið til framtíðar. Ef við viljum nýja orku, nýjar hugmyndir og raunverulegan vilja til að hlusta,– þá þurfum við að treysta fólki úr öllum aldurshópum, líka þeim yngri. Lengi lifi tjáningarfrelsið,— og framtíð Vestmannaeyja Vestmannaeyjar eru einstakt samfélag. Hér þekkjumst við, styðjum hvort annað og stöndum saman þegar mest á reynir. Sama hvort við erum sjómenn eða smiðir, heilbrigðisstarfsfólk eða kennarar, fyrirtækjaeigendur eða ungt fólk að stíga sín fyrstu skref,— þá deilum við allir sömu rótum og sömu von um sterka framtíð Eyjanna. Nú er rétti tíminn til að nýta saman kraftinn og dugnaðinn sem býr í okkur öllum. Að fagna ólíkum röddum, leyfa nýrri sýn að vaxa og taka höndum saman um að byggja samfélag sem verður enn betra fyrir næstu kynslóðir. Framtíð Vestmannaeyja er björt,— en hún fæst ekki gefins. Björt framtíð Vestmanneyja og íbúa eyjunnar fögru byggist á því að við tökum höndum saman, hlustum hvert á annað og leyfum öllum röddum að heyrast. Við eigum ekki bara að tala um sterkt samfélag,— við eigum að skapa það saman. Höfundur er smiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hef ég tjáð mig opinberlega um samfélags- og bæjarmál. Viðbrögðin hafa verið fjölbreytt; flest uppbyggileg, en einnig hafa komið fram raddir sem efast um að ungur einstaklingur eins og ég geti skrifað greinar eða tekið þátt í pólitískri umræðu af fullri alvöru. Margir virðast telja að ungur einstaklingur án háskólamenntunar geti einfaldlega ekki sett fram rökstudd sjónarmið nema einhver eldri og reyndari standi í raun á bakvið þau. Þessi viðhorf eru ekki aðeins úr takt við tímann,— heldur sýna þau hversu brýnt það er að við, sem erum yngri, fáum raunverulega rödd í þeim ákvörðunum sem móta framtíð okkar. Framtíðin tilheyrir þeim sem þurfa að lifa með henni Ungt fólk mun taka við samfélaginu. Það er okkar kynslóð sem mun lifa með þeim pólitísku ákvörðunum sem teknar eru í dag; ákvörðunum um húsnæðismál, atvinnuþróun, fjárfestingar í innviðum, menntakerfi og fjölskyldustefnu. Því er óvarlegt, jafnvel skaðlegt, að gera lítið úr röddum ungs fólks á þeirri forsendu að við séum ekki komin með gráður, starfsreynslu sem millistjórnandi í banka eða á ákveðinn aldur. Þvert á móti þurfum við að hvetja til miklu meiri þátttöku yngri hópa í stjórnmálum,— ekki síður á vettvangi sveitarfélaga, þar sem ákvarðanir snerta samfélagið beint og daglegt líf fólks strax. Ungt fólk utanborðs Aldur á ekki að ráða því hverjir stjórna, en fjölbreytni skiptir máli. Í dag er bæjarstjóri á sextugsaldri, forseti bæjarstjórnar á áttræðisaldri, oddviti Sjálfstæðisflokksins á sjötugsaldri og formaður bæjarráðs á fimmtugsaldri. Yngstur þessara er formaður bæjarráðs, og hann er sá eini sem hefur ákveðið að hætta. Meðalaldur núverandi bæjarfulltrúa eru rúmlega 50 ár. Þetta er ekki árás á þessa einstaklinga; þetta er allt gott fólk, fullt af reynslu. En staðreyndin er sú að þeir sem eldri eru lifa ekki daglegu lífi ungra fjölskyldna. Þeir eru ekki persónulega að glíma við leikskólamál, heimgreiðslur, samræmingu vinnu og uppeldis eða þau tugþúsund smáverkefni sem fylgja því að vera yngri. Þess vegna verðum við að tryggja að sjónarhorn ungs fólks sé raunverulega til staðar við stjórn samfélagsins. Ekki sem skraut á lista heldur að viðhorf þeirra fái rými í ákvörðunartöku. Rými sem ég tel hafa vantað seinustu ár. Samfélag sem hlustar á ungt fólk byggir á framtíðarsýn Ef við ætlum að byggja samfélag sem stendur sterkt næstu áratugi verðum við að skapa rými fyrir nýjar hugmyndir og ferska sýn. Ungar kynslóðir eru að kljást við raunveruleg vandamál: húsnæðisskort, erfiða stöðu til að koma sér fyrir, verðbólgu sem étur upp kjörin og atvinnu sem þarf að þróast með nýjum kynslóðum. Ungt fólk eins og ég finnur fyrir þessum vandamálum og vill taka þátt í að skapa lausnir við þeim. Við vitum hvað skiptir okkur máli. Við vitum hvað ungar fjölskyldur þurfa. Við vitum hvaða breytingar gera Vestmannaeyjar að stað þar sem ungt fólk sér framtíð. Það er ekki skynsamlegt að byggja framtíð samfélags á skoðunum þeirra sem eru komnir langt frá þessari reynslu,— heldur í samstarfi við þá sem standa í henni hér og nú. Lýðræðið styrkist þegar fleirum er boðið með Við þurfum að efla pólitíska þátttöku ungs fólks, ekki með rísandi ræðu um mikilvægi lýðræðis, heldur með raunverulegum tækifærum. Ungir einstaklingar eiga að vera hvattir til að bjóða sig fram, taka þátt í nefndarstörfum, móta stefnu og hafa áhrif,— án þess að þurfa að sanna sig meira en aðrir. Því sú staðreynd er óumdeilanleg: Einstaklingur með hamar við hönd skiptir samfélaginu alveg jafn miklu máli og einstaklingur með háskólamenntun. Mismunandi reynsla bætir samfélagið,— hún útilokar ekki. Næstu kosningar:– okkar tækifæri til að byggja nýtt upp Þess vegna skiptir máli að við, sem samfélag, förum inn í næstu sveitarstjórnakosningar með opnum huga. Við eigum ekki að kjósa eingöngu eftir flokksmerkingum heldur einstaklingum sem við teljum að hafi heiðarleika, áhuga og metnað til að byggja upp samfélagið til framtíðar. Ef við viljum nýja orku, nýjar hugmyndir og raunverulegan vilja til að hlusta,– þá þurfum við að treysta fólki úr öllum aldurshópum, líka þeim yngri. Lengi lifi tjáningarfrelsið,— og framtíð Vestmannaeyja Vestmannaeyjar eru einstakt samfélag. Hér þekkjumst við, styðjum hvort annað og stöndum saman þegar mest á reynir. Sama hvort við erum sjómenn eða smiðir, heilbrigðisstarfsfólk eða kennarar, fyrirtækjaeigendur eða ungt fólk að stíga sín fyrstu skref,— þá deilum við allir sömu rótum og sömu von um sterka framtíð Eyjanna. Nú er rétti tíminn til að nýta saman kraftinn og dugnaðinn sem býr í okkur öllum. Að fagna ólíkum röddum, leyfa nýrri sýn að vaxa og taka höndum saman um að byggja samfélag sem verður enn betra fyrir næstu kynslóðir. Framtíð Vestmannaeyja er björt,— en hún fæst ekki gefins. Björt framtíð Vestmanneyja og íbúa eyjunnar fögru byggist á því að við tökum höndum saman, hlustum hvert á annað og leyfum öllum röddum að heyrast. Við eigum ekki bara að tala um sterkt samfélag,— við eigum að skapa það saman. Höfundur er smiður.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar