Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 3. desember 2025 16:46 Innilegar hamingjuóskir til samfélagsins alls á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Mörg stór skref eru að baki í réttindabaráttu fatlaðs fólks og mikill árangur hefur náðst frá því við fögnuðum deginum síðast. Hins vegar er enn mikið verk að vinna. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er nefnilega ekki bara til þess gerður að fagna og skála. Hann spratt upp úr baráttu fatlaðs fólks sjálfs fyrir valdeflingu, þátttöku og mannréttindum. Dagurinn á að minna okkur á að hindranir hverfa ekki af sjálfu sér og að jafnrétti krefst raunverulegra aðgerða. Lögfesting... og hvað svo? Í ár höldum við upp á daginn í nýju samhengi. Þann 12. nóvember lögfesti Alþingi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, SRFF. Þetta var gríðarstór áfangi sem ÖBÍ réttindasamtök hafa barist fyrir í hartnær tvo áratugi. Með lögfestingunni viðurkennir Alþingi að réttindi fatlaðs fólks séu mannréttindi sem íslensk stjórnvöld bera skýrar og lögbundnar skyldur til að virða. En þótt lögfesting sé stórt skref er hún ekki nema einnmitt það, eitt skref. Lögfestingin ein og sér kemur ekki á fullu aðgengi, útrýmir biðlistum, tryggir þjónustu, menntun eða stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Til þess þurfa bæði ríki og sveitarfélög að taka skuldbindingar samningsins alvarlega, setja skýr markmið, fjármagna aðgerðir og innleiða breytingar í samráði við fatlað fólk. Ýmislegt annað hefur áunnist á árinu. Ber þar að nefna gildistöku nýrra laga um almannatryggingakerfið og stofnun Mannréttindastofnunnar Íslands. Stuttu eftir lögfestinguna voru svo tilnefndir talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi. Það er jákvætt skref og getur orðið mikilvægur vettvangur. Upplýst samfélag og Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtök fagna alþjóðadegi fatlaðs fólks á ýmsan hátt. Við stöndum fyrir átaki sem nefnist Upplýst samfélag og gengur út á að baða mannvirki í fjólubláu ljósi. Mikill fjöldi fyrirtækja, stofnanna og annarra tekur þátt í dag og kunnum við þeim þakkir fyrir. Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka hafa verið veitt á þessum degi allt frá árinu 2007. Þau minna okkur á að víða er unnið frábært starf, bæði af einstaklingum og stofnunum, til að brjóta niður fordóma og skapa eitt samfélag fyrir öll. Handhafi verðlaunanna í ár er Magnús Orri Arnarson, kvikmyndaframleiðandi og þáttagerðarmaður með meiru. Einnig voru tilnefnd Listvinnzlan, Sigurður Hólmar Jóhannesson og Hákon Arnar Bjarkason. ÖBÍ veitir í fyrsta sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem tengjast fötlunarfræði á masters- eða doktorsstigi í dag. Rannsóknir á högum fatlaðs fólks skipta enda lykilmáli í réttindabaráttunni. Við bindum vonir við að samfélagið allt fagni deginum með okkur og standi með réttindabaráttu fatlaðs fólks. Við hjá ÖBÍ hvetjum jafnframt Alþingi og ráðherra til að taka höndum saman og gera eitthvað úr deginum í framtíðinni svo úr verði sameiginlegt átak samfélagsins alls, ekki einungis hagsmunasamtaka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Innilegar hamingjuóskir til samfélagsins alls á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Mörg stór skref eru að baki í réttindabaráttu fatlaðs fólks og mikill árangur hefur náðst frá því við fögnuðum deginum síðast. Hins vegar er enn mikið verk að vinna. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er nefnilega ekki bara til þess gerður að fagna og skála. Hann spratt upp úr baráttu fatlaðs fólks sjálfs fyrir valdeflingu, þátttöku og mannréttindum. Dagurinn á að minna okkur á að hindranir hverfa ekki af sjálfu sér og að jafnrétti krefst raunverulegra aðgerða. Lögfesting... og hvað svo? Í ár höldum við upp á daginn í nýju samhengi. Þann 12. nóvember lögfesti Alþingi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, SRFF. Þetta var gríðarstór áfangi sem ÖBÍ réttindasamtök hafa barist fyrir í hartnær tvo áratugi. Með lögfestingunni viðurkennir Alþingi að réttindi fatlaðs fólks séu mannréttindi sem íslensk stjórnvöld bera skýrar og lögbundnar skyldur til að virða. En þótt lögfesting sé stórt skref er hún ekki nema einnmitt það, eitt skref. Lögfestingin ein og sér kemur ekki á fullu aðgengi, útrýmir biðlistum, tryggir þjónustu, menntun eða stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Til þess þurfa bæði ríki og sveitarfélög að taka skuldbindingar samningsins alvarlega, setja skýr markmið, fjármagna aðgerðir og innleiða breytingar í samráði við fatlað fólk. Ýmislegt annað hefur áunnist á árinu. Ber þar að nefna gildistöku nýrra laga um almannatryggingakerfið og stofnun Mannréttindastofnunnar Íslands. Stuttu eftir lögfestinguna voru svo tilnefndir talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi. Það er jákvætt skref og getur orðið mikilvægur vettvangur. Upplýst samfélag og Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtök fagna alþjóðadegi fatlaðs fólks á ýmsan hátt. Við stöndum fyrir átaki sem nefnist Upplýst samfélag og gengur út á að baða mannvirki í fjólubláu ljósi. Mikill fjöldi fyrirtækja, stofnanna og annarra tekur þátt í dag og kunnum við þeim þakkir fyrir. Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka hafa verið veitt á þessum degi allt frá árinu 2007. Þau minna okkur á að víða er unnið frábært starf, bæði af einstaklingum og stofnunum, til að brjóta niður fordóma og skapa eitt samfélag fyrir öll. Handhafi verðlaunanna í ár er Magnús Orri Arnarson, kvikmyndaframleiðandi og þáttagerðarmaður með meiru. Einnig voru tilnefnd Listvinnzlan, Sigurður Hólmar Jóhannesson og Hákon Arnar Bjarkason. ÖBÍ veitir í fyrsta sinn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem tengjast fötlunarfræði á masters- eða doktorsstigi í dag. Rannsóknir á högum fatlaðs fólks skipta enda lykilmáli í réttindabaráttunni. Við bindum vonir við að samfélagið allt fagni deginum með okkur og standi með réttindabaráttu fatlaðs fólks. Við hjá ÖBÍ hvetjum jafnframt Alþingi og ráðherra til að taka höndum saman og gera eitthvað úr deginum í framtíðinni svo úr verði sameiginlegt átak samfélagsins alls, ekki einungis hagsmunasamtaka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun