Serbía - Ís­land 27-26 | Hárs­breidd frá stigi eftir frá­bæra endur­komu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fimm mörk gegn Serbum og spilaði vel í seinni hálfleik.
Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fimm mörk gegn Serbum og spilaði vel í seinni hálfleik. getty/Marijan Murat

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Serbíu, 27-26, í öðrum leik sínum í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld.

Ísland er án stiga og þarf að fá stig gegn Úrúgvæ á sunnudaginn til að komast áfram í milliriðil.

Ísland var sex mörkum undir í hálfleik, 19-13, og lenti mest sjö mörkum undir. En íslenska liðið kom eftirminnilega til baka með Hafdísi Renötudóttur í miklum ham í markinu.

Ísland fékk þrjú tækifæri til að jafna metin og það síðasta í lokasókninni. Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór inn úr hægra horninu en Jovana Risovic varði og tryggði Serbíu sigurinn.

Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira