Handbolti

Serbarnir unnu með tólf mörkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Serbinn Dragana Cvijic sækir á tvo leikmenn Úrúgvæ í kvöld, þær Sabrinu Grieco Vigna og Rosinu Gonzalez Majo.
Serbinn Dragana Cvijic sækir á tvo leikmenn Úrúgvæ í kvöld, þær Sabrinu Grieco Vigna og Rosinu Gonzalez Majo. Getty/Tom Weller

Serbía vann tólf marka sigur á Úrúgvæ í hinum leiknum í riðli Íslands á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta.

Serbneska liðið átti ekki í miklum vandræðum með Suður-Ameríkuliðið sem fyrir fram er álitið vera slakasta liðið í riðlinum.

Serbía vann leikinn 31-19 eftir að hafa unnið seinni hálfleikinn 16-9.

Íslenska liðið tapaði fyrr í kvöld með sjö marka mun á móti heimakonum í þýska landsliðinu.

Ísland mætir næst Serbíu sem margir líta á sem úrslitaleikinn um annað sætið í riðlinum.

Serbarnir voru mun sterkari og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10.

Sara Garović skoraði sex mörk fyrir Serbíu og Jovana Jovović var með fimm mörk.

Leikur Íslands og Serbíu fer fram á föstudaginn.

Færeysku stelpurnar spiluðu sinn fyrsta leik á mótinu í kvöld og töpuðu með fimm marka mun á móti Svartfjallalandi, 32-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×