Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 08:31 Mathias Gidsel í kröppum dansi gegn Íslandi á EM 2022. Hann sleit krossband í hné síðar á mótinu en sneri aftur með sannkallað hugarfar atvinnumanns. EPA/Tibor Illyes Mathias Gidsel, að flestra mati besti handboltamaður heims síðustu ár, spilaði í tvo mánuði með brotið bringubein áður en það kom í ljós í skyldubundinni skoðun fyrir Ólympíuleikana í París í fyrrasumar. Hann segir það hafa hert sig og gert að alvöru atvinnumanni að slíta krossband í hné á EM 2022. Hinn 26 ára Gidsel hefur þegar átt glæstan feril og unnið meistaratitla í Danmörku og Þýskalandi, sem og heimsmeistaratitla og Ólympíugull með danska landsliðinu. Hann leggur jafnan allt í sölurnar og fær litla hvíld, enda segist hann ekki geta hugsað sér að spila bara 20 mínútur í leik eða af 80% krafti. Þetta kemur fram í nýrri bók sem heitir Gidsel og Pytlick – bestu makkerar í heimi, og fjallar um þá Gidsel og Simon Pytlick liðsfélaga hans í danska landsliðinu og áður hjá GOG í Danmörku. TV 2 hefur birt kafla úr bókinni þar sem Gidsel ræðir um það þegar hann sleit krossband í hné í bronsleiknum á EM 2022 og sneri sterkari til baka – raunar svo sterkur að hann lét brotið bringubein ekki stöðva sig í að spila með Füchse Berlín síðustu tvo mánuði tímabilsins í fyrravor. „Þessi meiðsli [krossbandsslitin] gerðu mig að atvinnuíþróttamanni. Úr því að vera atvinnumaður í handbolta en áhugamaður í því að vera íþróttamaður með öllu sem því fylgir, varð ég þarna að íþróttamanni sem skildi hvað það þýðir að hugsa um og þroska líkama sinn,“ sagði Gidsel sem virðist hafa orðið að miklu hörkutóli: „Ég spilaði í tvo mánuði á síðasta tímabili með brotið bringubein fyrir Füchse Berlin, sem ég uppgötvaði ekki fyrr en seinna. Ég fann ekki fyrir því. Við uppgötvuðum það ekki fyrr en í skylduskoðun fyrir Ólympíuleikana í júlí. Læknirinn fór með ómskoðunartækið yfir brjóstkassann á mér og þá var þar allt í einu bara gat. Læknirinn spurði hvort ég hefði brotið bringubeinið. Ég sagði nei. En þá sagði hann að ég hefði gert það, hann gæti séð það greinilega. En sem betur fer var það byrjað að gróa, svo það þurfti ekkert að gera í því. Það segir sitthvað um að maður fer inn á völlinn með marga kvilla, oft eitthvað sem maður veit ekki af. Og já, ég hef verið meiddur eftir Ólympíuleikana, en ekki nógu mikið til að það hafi haldið mér frá vellinum,“ sagði Gidsel í bókinni. Handbolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Hinn 26 ára Gidsel hefur þegar átt glæstan feril og unnið meistaratitla í Danmörku og Þýskalandi, sem og heimsmeistaratitla og Ólympíugull með danska landsliðinu. Hann leggur jafnan allt í sölurnar og fær litla hvíld, enda segist hann ekki geta hugsað sér að spila bara 20 mínútur í leik eða af 80% krafti. Þetta kemur fram í nýrri bók sem heitir Gidsel og Pytlick – bestu makkerar í heimi, og fjallar um þá Gidsel og Simon Pytlick liðsfélaga hans í danska landsliðinu og áður hjá GOG í Danmörku. TV 2 hefur birt kafla úr bókinni þar sem Gidsel ræðir um það þegar hann sleit krossband í hné í bronsleiknum á EM 2022 og sneri sterkari til baka – raunar svo sterkur að hann lét brotið bringubein ekki stöðva sig í að spila með Füchse Berlín síðustu tvo mánuði tímabilsins í fyrravor. „Þessi meiðsli [krossbandsslitin] gerðu mig að atvinnuíþróttamanni. Úr því að vera atvinnumaður í handbolta en áhugamaður í því að vera íþróttamaður með öllu sem því fylgir, varð ég þarna að íþróttamanni sem skildi hvað það þýðir að hugsa um og þroska líkama sinn,“ sagði Gidsel sem virðist hafa orðið að miklu hörkutóli: „Ég spilaði í tvo mánuði á síðasta tímabili með brotið bringubein fyrir Füchse Berlin, sem ég uppgötvaði ekki fyrr en seinna. Ég fann ekki fyrir því. Við uppgötvuðum það ekki fyrr en í skylduskoðun fyrir Ólympíuleikana í júlí. Læknirinn fór með ómskoðunartækið yfir brjóstkassann á mér og þá var þar allt í einu bara gat. Læknirinn spurði hvort ég hefði brotið bringubeinið. Ég sagði nei. En þá sagði hann að ég hefði gert það, hann gæti séð það greinilega. En sem betur fer var það byrjað að gróa, svo það þurfti ekkert að gera í því. Það segir sitthvað um að maður fer inn á völlinn með marga kvilla, oft eitthvað sem maður veit ekki af. Og já, ég hef verið meiddur eftir Ólympíuleikana, en ekki nógu mikið til að það hafi haldið mér frá vellinum,“ sagði Gidsel í bókinni.
Handbolti Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira