Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 27. nóvember 2025 08:31 Á síðustu sjö vikum hef ég heimsótt alla opinberu framhaldsskólana, 27 um land allt. Í þessum heimsóknum hef ég kynnst og rætt við kennara, nemendur, stjórnendur og starfsfólk sem allt vinnur að því að skapa öflugt og lifandi skólasamfélag. Heimsóknirnar hafa verið bæði lærdómsríkar og hvetjandi og mikils vert að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólasamfélaginu betur. Sóknaráætlun fyrir framhaldsskólana og nemendur Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um að hefja sókn í menntamálum. Sú sókn snýst ekki um hagræðingu eða sameiningu skóla. Hún snýst um að efla skólastarfið, styrkja fagmennsku og bæta stuðning við framhaldsskólana og nemendur þeirra. Við viljum efla samstarf án þess að skerða sérstöðu hvers skóla. Til að ná þeim markmiðum hef ég lagt til breytingar á skólakerfinu sem fela í sér að byggja upp svæðisbundnar stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofur sem geta stutt við þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru innan skólanna og og veitt stuðning við kennara, starfsfólk, stjórnendur og nemendur í daglegu starfi. Þannig aukum við þjónustu og stuðning við skólana, þar á meðal ráðgjöf og sérfræðiaðstoð í flóknum málum, og tryggjum að allir nemendur landsins hafi jafnan aðgang að þjónustu. Að sjálfsögðu munu nemendur fá áfram þá þjónustu sem þeir þurfa í sínum eigin skóla, við ætlum ekki að lengja sporin. Kerfi þróað í nánu samstarfi við skólasamfélagið Markmiðið með heimsóknum mínum til framhaldsskólanna er að eiga raunverulegt samtal um mótun og útfærslur hins nýja kerfis. Almennt ríkir víðtæk samstaða um að þörf sé á auknum stuðningi við starfsemi framhaldsskólanna og ekki síst við nemendur þeirra. Margir hafa þó sagt mér að sporin hræði, að ný verkefni hafi áður verið kynnt með góðum hug en skilað óljósum ávinningi fyrir skólana sjálfa. Ég tek slíkum ábendingum alvarlega enda hef ég alltaf lagt áherslu á að hlusta á raddir skólasamfélagsins í þessu breytingaferli og hafa hag nemenda í forgrunni. Ég hef þegar fengið fjölmargar gagnlegar og uppbyggilegar ábendingar sem lofa góðu um framhaldið. Sem dæmi má nefna að mikil áhersla hefur verið lögð á að skýra ábyrgð og hlutverk skólastjórnenda í nýju skipulagi. Í samtölum hafa góð rök verið færð fyrir því að ekki sé æskilegt að færa daglegar stjórnunarheimildir frá þeim, til dæmis varðandi ráðningar eða fjármál. Þau rök tel ég traust og hef því ákveðið að daglegur rekstur verði áfram innan skólanna þó að ekki sé loku fyrir skotið að einhverjar breytingar verði með tilkomu stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofa. Þá hafa sumir kennarar bent á hugsanlega aukna möguleika á sérhæfingu og starfsþróun í þessu sambandi. Jafnframt telja flestir jákvætt að færa ákveðna þjónustu og ráðgjöf nær skólunum þannig að hún verði ekki bundin við ráðuneytið sjálft. Þannig megi aðgreina betur stefnumótunar-, eftirlits- og úrskurðarhlutverk ráðuneytisins frá daglegri ráðgjöf og þjónustu við rekstur og stjórnsýslu skólanna. Sameiginlegt verkefni allra Við þurfum að tryggja að framhaldsskólarnir hafi aðstöðu, stuðning og svigrúm til að sinna fjölbreyttum hópi nemenda. Ég finn víða mikla eftirvæntingu og þakklæti fyrir að menntamálin séu komin aftur á dagskrá. Í þessum heimsóknum mínum í alla þessa skóla hef ég einnig fengið fjölmargar aðrar ábendingar sem varða skólakerfið sem munu svona sannarlega koma að gagni. Sóknin í menntamálum er verkefni okkar allra: Kennara, starfsfólks, stjórnenda, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Við eigum að hlusta, læra hvert af öðru og byggja áfram á styrkleikum kerfisins. Við ætlum ekki að brjóta niður heldur byggja upp. Þannig gerum við góða skóla enn betri. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Guðmundur Ingi Kristinsson Framhaldsskólar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Á síðustu sjö vikum hef ég heimsótt alla opinberu framhaldsskólana, 27 um land allt. Í þessum heimsóknum hef ég kynnst og rætt við kennara, nemendur, stjórnendur og starfsfólk sem allt vinnur að því að skapa öflugt og lifandi skólasamfélag. Heimsóknirnar hafa verið bæði lærdómsríkar og hvetjandi og mikils vert að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólasamfélaginu betur. Sóknaráætlun fyrir framhaldsskólana og nemendur Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um að hefja sókn í menntamálum. Sú sókn snýst ekki um hagræðingu eða sameiningu skóla. Hún snýst um að efla skólastarfið, styrkja fagmennsku og bæta stuðning við framhaldsskólana og nemendur þeirra. Við viljum efla samstarf án þess að skerða sérstöðu hvers skóla. Til að ná þeim markmiðum hef ég lagt til breytingar á skólakerfinu sem fela í sér að byggja upp svæðisbundnar stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofur sem geta stutt við þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru innan skólanna og og veitt stuðning við kennara, starfsfólk, stjórnendur og nemendur í daglegu starfi. Þannig aukum við þjónustu og stuðning við skólana, þar á meðal ráðgjöf og sérfræðiaðstoð í flóknum málum, og tryggjum að allir nemendur landsins hafi jafnan aðgang að þjónustu. Að sjálfsögðu munu nemendur fá áfram þá þjónustu sem þeir þurfa í sínum eigin skóla, við ætlum ekki að lengja sporin. Kerfi þróað í nánu samstarfi við skólasamfélagið Markmiðið með heimsóknum mínum til framhaldsskólanna er að eiga raunverulegt samtal um mótun og útfærslur hins nýja kerfis. Almennt ríkir víðtæk samstaða um að þörf sé á auknum stuðningi við starfsemi framhaldsskólanna og ekki síst við nemendur þeirra. Margir hafa þó sagt mér að sporin hræði, að ný verkefni hafi áður verið kynnt með góðum hug en skilað óljósum ávinningi fyrir skólana sjálfa. Ég tek slíkum ábendingum alvarlega enda hef ég alltaf lagt áherslu á að hlusta á raddir skólasamfélagsins í þessu breytingaferli og hafa hag nemenda í forgrunni. Ég hef þegar fengið fjölmargar gagnlegar og uppbyggilegar ábendingar sem lofa góðu um framhaldið. Sem dæmi má nefna að mikil áhersla hefur verið lögð á að skýra ábyrgð og hlutverk skólastjórnenda í nýju skipulagi. Í samtölum hafa góð rök verið færð fyrir því að ekki sé æskilegt að færa daglegar stjórnunarheimildir frá þeim, til dæmis varðandi ráðningar eða fjármál. Þau rök tel ég traust og hef því ákveðið að daglegur rekstur verði áfram innan skólanna þó að ekki sé loku fyrir skotið að einhverjar breytingar verði með tilkomu stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofa. Þá hafa sumir kennarar bent á hugsanlega aukna möguleika á sérhæfingu og starfsþróun í þessu sambandi. Jafnframt telja flestir jákvætt að færa ákveðna þjónustu og ráðgjöf nær skólunum þannig að hún verði ekki bundin við ráðuneytið sjálft. Þannig megi aðgreina betur stefnumótunar-, eftirlits- og úrskurðarhlutverk ráðuneytisins frá daglegri ráðgjöf og þjónustu við rekstur og stjórnsýslu skólanna. Sameiginlegt verkefni allra Við þurfum að tryggja að framhaldsskólarnir hafi aðstöðu, stuðning og svigrúm til að sinna fjölbreyttum hópi nemenda. Ég finn víða mikla eftirvæntingu og þakklæti fyrir að menntamálin séu komin aftur á dagskrá. Í þessum heimsóknum mínum í alla þessa skóla hef ég einnig fengið fjölmargar aðrar ábendingar sem varða skólakerfið sem munu svona sannarlega koma að gagni. Sóknin í menntamálum er verkefni okkar allra: Kennara, starfsfólks, stjórnenda, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Við eigum að hlusta, læra hvert af öðru og byggja áfram á styrkleikum kerfisins. Við ætlum ekki að brjóta niður heldur byggja upp. Þannig gerum við góða skóla enn betri. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun