Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 27. nóvember 2025 08:31 Á síðustu sjö vikum hef ég heimsótt alla opinberu framhaldsskólana, 27 um land allt. Í þessum heimsóknum hef ég kynnst og rætt við kennara, nemendur, stjórnendur og starfsfólk sem allt vinnur að því að skapa öflugt og lifandi skólasamfélag. Heimsóknirnar hafa verið bæði lærdómsríkar og hvetjandi og mikils vert að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólasamfélaginu betur. Sóknaráætlun fyrir framhaldsskólana og nemendur Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um að hefja sókn í menntamálum. Sú sókn snýst ekki um hagræðingu eða sameiningu skóla. Hún snýst um að efla skólastarfið, styrkja fagmennsku og bæta stuðning við framhaldsskólana og nemendur þeirra. Við viljum efla samstarf án þess að skerða sérstöðu hvers skóla. Til að ná þeim markmiðum hef ég lagt til breytingar á skólakerfinu sem fela í sér að byggja upp svæðisbundnar stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofur sem geta stutt við þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru innan skólanna og og veitt stuðning við kennara, starfsfólk, stjórnendur og nemendur í daglegu starfi. Þannig aukum við þjónustu og stuðning við skólana, þar á meðal ráðgjöf og sérfræðiaðstoð í flóknum málum, og tryggjum að allir nemendur landsins hafi jafnan aðgang að þjónustu. Að sjálfsögðu munu nemendur fá áfram þá þjónustu sem þeir þurfa í sínum eigin skóla, við ætlum ekki að lengja sporin. Kerfi þróað í nánu samstarfi við skólasamfélagið Markmiðið með heimsóknum mínum til framhaldsskólanna er að eiga raunverulegt samtal um mótun og útfærslur hins nýja kerfis. Almennt ríkir víðtæk samstaða um að þörf sé á auknum stuðningi við starfsemi framhaldsskólanna og ekki síst við nemendur þeirra. Margir hafa þó sagt mér að sporin hræði, að ný verkefni hafi áður verið kynnt með góðum hug en skilað óljósum ávinningi fyrir skólana sjálfa. Ég tek slíkum ábendingum alvarlega enda hef ég alltaf lagt áherslu á að hlusta á raddir skólasamfélagsins í þessu breytingaferli og hafa hag nemenda í forgrunni. Ég hef þegar fengið fjölmargar gagnlegar og uppbyggilegar ábendingar sem lofa góðu um framhaldið. Sem dæmi má nefna að mikil áhersla hefur verið lögð á að skýra ábyrgð og hlutverk skólastjórnenda í nýju skipulagi. Í samtölum hafa góð rök verið færð fyrir því að ekki sé æskilegt að færa daglegar stjórnunarheimildir frá þeim, til dæmis varðandi ráðningar eða fjármál. Þau rök tel ég traust og hef því ákveðið að daglegur rekstur verði áfram innan skólanna þó að ekki sé loku fyrir skotið að einhverjar breytingar verði með tilkomu stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofa. Þá hafa sumir kennarar bent á hugsanlega aukna möguleika á sérhæfingu og starfsþróun í þessu sambandi. Jafnframt telja flestir jákvætt að færa ákveðna þjónustu og ráðgjöf nær skólunum þannig að hún verði ekki bundin við ráðuneytið sjálft. Þannig megi aðgreina betur stefnumótunar-, eftirlits- og úrskurðarhlutverk ráðuneytisins frá daglegri ráðgjöf og þjónustu við rekstur og stjórnsýslu skólanna. Sameiginlegt verkefni allra Við þurfum að tryggja að framhaldsskólarnir hafi aðstöðu, stuðning og svigrúm til að sinna fjölbreyttum hópi nemenda. Ég finn víða mikla eftirvæntingu og þakklæti fyrir að menntamálin séu komin aftur á dagskrá. Í þessum heimsóknum mínum í alla þessa skóla hef ég einnig fengið fjölmargar aðrar ábendingar sem varða skólakerfið sem munu svona sannarlega koma að gagni. Sóknin í menntamálum er verkefni okkar allra: Kennara, starfsfólks, stjórnenda, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Við eigum að hlusta, læra hvert af öðru og byggja áfram á styrkleikum kerfisins. Við ætlum ekki að brjóta niður heldur byggja upp. Þannig gerum við góða skóla enn betri. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Guðmundur Ingi Kristinsson Framhaldsskólar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Á síðustu sjö vikum hef ég heimsótt alla opinberu framhaldsskólana, 27 um land allt. Í þessum heimsóknum hef ég kynnst og rætt við kennara, nemendur, stjórnendur og starfsfólk sem allt vinnur að því að skapa öflugt og lifandi skólasamfélag. Heimsóknirnar hafa verið bæði lærdómsríkar og hvetjandi og mikils vert að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólasamfélaginu betur. Sóknaráætlun fyrir framhaldsskólana og nemendur Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um að hefja sókn í menntamálum. Sú sókn snýst ekki um hagræðingu eða sameiningu skóla. Hún snýst um að efla skólastarfið, styrkja fagmennsku og bæta stuðning við framhaldsskólana og nemendur þeirra. Við viljum efla samstarf án þess að skerða sérstöðu hvers skóla. Til að ná þeim markmiðum hef ég lagt til breytingar á skólakerfinu sem fela í sér að byggja upp svæðisbundnar stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofur sem geta stutt við þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru innan skólanna og og veitt stuðning við kennara, starfsfólk, stjórnendur og nemendur í daglegu starfi. Þannig aukum við þjónustu og stuðning við skólana, þar á meðal ráðgjöf og sérfræðiaðstoð í flóknum málum, og tryggjum að allir nemendur landsins hafi jafnan aðgang að þjónustu. Að sjálfsögðu munu nemendur fá áfram þá þjónustu sem þeir þurfa í sínum eigin skóla, við ætlum ekki að lengja sporin. Kerfi þróað í nánu samstarfi við skólasamfélagið Markmiðið með heimsóknum mínum til framhaldsskólanna er að eiga raunverulegt samtal um mótun og útfærslur hins nýja kerfis. Almennt ríkir víðtæk samstaða um að þörf sé á auknum stuðningi við starfsemi framhaldsskólanna og ekki síst við nemendur þeirra. Margir hafa þó sagt mér að sporin hræði, að ný verkefni hafi áður verið kynnt með góðum hug en skilað óljósum ávinningi fyrir skólana sjálfa. Ég tek slíkum ábendingum alvarlega enda hef ég alltaf lagt áherslu á að hlusta á raddir skólasamfélagsins í þessu breytingaferli og hafa hag nemenda í forgrunni. Ég hef þegar fengið fjölmargar gagnlegar og uppbyggilegar ábendingar sem lofa góðu um framhaldið. Sem dæmi má nefna að mikil áhersla hefur verið lögð á að skýra ábyrgð og hlutverk skólastjórnenda í nýju skipulagi. Í samtölum hafa góð rök verið færð fyrir því að ekki sé æskilegt að færa daglegar stjórnunarheimildir frá þeim, til dæmis varðandi ráðningar eða fjármál. Þau rök tel ég traust og hef því ákveðið að daglegur rekstur verði áfram innan skólanna þó að ekki sé loku fyrir skotið að einhverjar breytingar verði með tilkomu stjórnsýslu- og þjónustuskrifstofa. Þá hafa sumir kennarar bent á hugsanlega aukna möguleika á sérhæfingu og starfsþróun í þessu sambandi. Jafnframt telja flestir jákvætt að færa ákveðna þjónustu og ráðgjöf nær skólunum þannig að hún verði ekki bundin við ráðuneytið sjálft. Þannig megi aðgreina betur stefnumótunar-, eftirlits- og úrskurðarhlutverk ráðuneytisins frá daglegri ráðgjöf og þjónustu við rekstur og stjórnsýslu skólanna. Sameiginlegt verkefni allra Við þurfum að tryggja að framhaldsskólarnir hafi aðstöðu, stuðning og svigrúm til að sinna fjölbreyttum hópi nemenda. Ég finn víða mikla eftirvæntingu og þakklæti fyrir að menntamálin séu komin aftur á dagskrá. Í þessum heimsóknum mínum í alla þessa skóla hef ég einnig fengið fjölmargar aðrar ábendingar sem varða skólakerfið sem munu svona sannarlega koma að gagni. Sóknin í menntamálum er verkefni okkar allra: Kennara, starfsfólks, stjórnenda, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Við eigum að hlusta, læra hvert af öðru og byggja áfram á styrkleikum kerfisins. Við ætlum ekki að brjóta niður heldur byggja upp. Þannig gerum við góða skóla enn betri. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar