Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 10:47 Í grein sem bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir skrifaði í Morgunblaðið 11. nóvember s.l. hreykir hún sér af því að hafa lækkað fasteignaskatta um 3,7 milljarða frá upphafi kjörtímabilsins árið 2022. Hún segir markmið meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarflokka vera að auka lífsgæði íbúa með öflugri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Eru þjónusta og lífsgæði góð? Eins og flestir sjá þá fara þessi markmið illa saman. Félagsþjónustan í Kópavogi hefur verið fjársvelt lengi. Sem dæmi þá er Kópavogur ekki að framfylgja lögbundnum skyldum sínum gagnvart fötluðum og öðrum sem þurfa stuðnings- og stoðþjónustu. Á þriðja hundrað börn og aðrir einstaklingar eru á biðlista eftir þjónustu en ekki er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni á næsta ári nema fyrir helmings þess hóps. Hinir verða bara að bíða áfram burtséð frá þjónustuþörf. Ekki er hægt að líta á það sem öfluga þjónustu. Sama má segja um félagslegt húsnæði. Lítil fjölgun íbúða hefur átt sér stað í kerfinu síðustu ár þrátt fyrir stöðuga fjölgun bæjarbúa og alltaf eru um hundrað manns á biðlista eftir úrræði. Eftir breytingar á leikskólakerfinu standa 70% foreldra leikskólabarna undir sama hlutfalli rekstrar leikskóla og 100% foreldra gerðu áður. Þessi ráðstöfun er að sliga mörg heimili og það má spyrja hvort þetta sé yfir höfuð löglegt. Leikskólagjöld eru langhæst í Kópavogi svo um munar. Þessir foreldrar eru örugglega ekki sammála því að lífsgæði þeirra hafi aukist. Svo er það ábyrgi reksturinn Í grein sinni segir Ásdís „Á sama tíma hefur Samfylkingin í Kópavogi margsinnis lagt til hærri skatta allt þetta kjörtímabil og látið lítinn vafa leika á að flokkurinn líti á lægri skatta á heimilin sem vannýttar tekjur“. Þetta er að sumu leiti rétt hjá bæjarstjóranum en ég hef ítrekað bent á að bærinn eigi að nýta útsvarstekjustofninn til fulls. Í dag er útsvarsprósenta í Kópavogi 14,93% en hámarksprósenta er 14,97%. 12 af 71 sveitarfélögum nota ekki hámarks útsvarsprósentu, flest lítil með aðra tekjustofna en þetta gera einnig fimm sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Þessi sömu sveitarfélög hafa skilað ársreikningum síðustu ár undir eða við núllið. Kópavogur er þar á meðal. Árið 2022 var rekstrarniðurstaða Kópavogs neikvæð um rúma 2 milljarða, árið 2023 neikvæð um 754 milljónir og árið 2024 jákvæð um 4,2 milljarða. Þess ber að geta að það ár komu 3,7 milljarðar inn sem einskiptistekjur vegna lóðaúthlutanna, gatnagerðargjalda og söluhagnaðar. Á sama tíma telur bæjarstjórinn það sjálfsagt mál að vannýta lögbundna tekjustofna sveitarfélagsins. Og ekki nóg með það þá hafa langtímaskuldir bæjarins sjaldan verið hærri. Einskiptistekjur á aldrei að nýta til rekstrar. Reksturinn þarf að vera sjálfbær og þess vegna er stöðugt samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um að stilla af tekjustofna sveitarfélaga eftir því sem þjónustuþörf þeirra eykst. Full nýting útsvars allra sveitarfélaga er forsenda þess að jöfnunarsjóður virki sem jöfnunartæki á milli sveitarfélaga. Hvað fasteignaskatta varðar þá hef ég ekki lagst gegn lækkun þeirra vegna þess að það módel sem notað er í dag til álagningar er að mörgu leiti ósanngjarnt að mínu mati. En að hreykja sér af því að vera með lægstu fasteignaskatta á landinu finnst mér skjóta skökku við þegar tekjustofnar standa ekki undir rekstrinum. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir skrifaði í Morgunblaðið 11. nóvember s.l. hreykir hún sér af því að hafa lækkað fasteignaskatta um 3,7 milljarða frá upphafi kjörtímabilsins árið 2022. Hún segir markmið meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarflokka vera að auka lífsgæði íbúa með öflugri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Eru þjónusta og lífsgæði góð? Eins og flestir sjá þá fara þessi markmið illa saman. Félagsþjónustan í Kópavogi hefur verið fjársvelt lengi. Sem dæmi þá er Kópavogur ekki að framfylgja lögbundnum skyldum sínum gagnvart fötluðum og öðrum sem þurfa stuðnings- og stoðþjónustu. Á þriðja hundrað börn og aðrir einstaklingar eru á biðlista eftir þjónustu en ekki er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni á næsta ári nema fyrir helmings þess hóps. Hinir verða bara að bíða áfram burtséð frá þjónustuþörf. Ekki er hægt að líta á það sem öfluga þjónustu. Sama má segja um félagslegt húsnæði. Lítil fjölgun íbúða hefur átt sér stað í kerfinu síðustu ár þrátt fyrir stöðuga fjölgun bæjarbúa og alltaf eru um hundrað manns á biðlista eftir úrræði. Eftir breytingar á leikskólakerfinu standa 70% foreldra leikskólabarna undir sama hlutfalli rekstrar leikskóla og 100% foreldra gerðu áður. Þessi ráðstöfun er að sliga mörg heimili og það má spyrja hvort þetta sé yfir höfuð löglegt. Leikskólagjöld eru langhæst í Kópavogi svo um munar. Þessir foreldrar eru örugglega ekki sammála því að lífsgæði þeirra hafi aukist. Svo er það ábyrgi reksturinn Í grein sinni segir Ásdís „Á sama tíma hefur Samfylkingin í Kópavogi margsinnis lagt til hærri skatta allt þetta kjörtímabil og látið lítinn vafa leika á að flokkurinn líti á lægri skatta á heimilin sem vannýttar tekjur“. Þetta er að sumu leiti rétt hjá bæjarstjóranum en ég hef ítrekað bent á að bærinn eigi að nýta útsvarstekjustofninn til fulls. Í dag er útsvarsprósenta í Kópavogi 14,93% en hámarksprósenta er 14,97%. 12 af 71 sveitarfélögum nota ekki hámarks útsvarsprósentu, flest lítil með aðra tekjustofna en þetta gera einnig fimm sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Þessi sömu sveitarfélög hafa skilað ársreikningum síðustu ár undir eða við núllið. Kópavogur er þar á meðal. Árið 2022 var rekstrarniðurstaða Kópavogs neikvæð um rúma 2 milljarða, árið 2023 neikvæð um 754 milljónir og árið 2024 jákvæð um 4,2 milljarða. Þess ber að geta að það ár komu 3,7 milljarðar inn sem einskiptistekjur vegna lóðaúthlutanna, gatnagerðargjalda og söluhagnaðar. Á sama tíma telur bæjarstjórinn það sjálfsagt mál að vannýta lögbundna tekjustofna sveitarfélagsins. Og ekki nóg með það þá hafa langtímaskuldir bæjarins sjaldan verið hærri. Einskiptistekjur á aldrei að nýta til rekstrar. Reksturinn þarf að vera sjálfbær og þess vegna er stöðugt samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um að stilla af tekjustofna sveitarfélaga eftir því sem þjónustuþörf þeirra eykst. Full nýting útsvars allra sveitarfélaga er forsenda þess að jöfnunarsjóður virki sem jöfnunartæki á milli sveitarfélaga. Hvað fasteignaskatta varðar þá hef ég ekki lagst gegn lækkun þeirra vegna þess að það módel sem notað er í dag til álagningar er að mörgu leiti ósanngjarnt að mínu mati. En að hreykja sér af því að vera með lægstu fasteignaskatta á landinu finnst mér skjóta skökku við þegar tekjustofnar standa ekki undir rekstrinum. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun