„Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. nóvember 2025 10:31 Guðrún Edda glímir enn við andlega erfiðleika eftir hálsbrotið. @gudruneddasig Guðrún Edda Sigurðardóttir átti eina ótrúlegustu endurkomu ársins þegar hún fagnaði silfurverðlaunum með liði Stjörnunnar á Norðurlandamótinu í fimleikum, aðeins fáeinum mánuðum eftir að hafa hálsbrotnað. Guðrún byrjaði að æfa fimleika aðeins sex ára gömul, þegar hún elti eldri bróður sinn í íþróttina, og hefur æft nánast alla tíð síðan. Hún hafði fagnað frábærum árangri og meðal annars orðið Evrópumeistari, en þurfti svo að taka sér frí frá fimleikum eftir hrikaleg meiðsli. „Ég braut á mér hálsinn 22. desember 2024, sem var mjög erfitt og ég fattaði ekki alveg strax að ég hefði brotið á mér hálsinn. Ég hélt að ég hefði brotið olnbogann af því ég fann svo mikinn verk í olnboganum, en svo fer ég upp á spítala og læknir segir mér að ég sé hálsbrotinn. Ég hugsaði með mér, okei, hálsbrot er alveg alvarlegt“ sagði Guðrún Edda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún gekkst undir aðgerð daginn eftir, á Þorláksmessu, og sama dag, eða raunar bara korteri fyrir aðgerðina, fékk hún staðfesta inngöngu í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Aðgerðin gekk vel og hún var komin heim til sín á aðfangadag, en óttaðist að fimleikaferillinn væri búinn. „Ég var bara millimetrum frá því að lamast, það munaði mjög litlu, ég sá það bara á myndunum.“ Guðrún Edda #6 á Norðurlandamótinu um síðustu helgi, aðeins tíu mánuðum eftir hálsbrot. Agnes Suto Heyrði brakið í hálsinum Guðrún hálsbrotnaði þegar hún var að reyna þrefalt heljarstökk með nokkrum skrúfum, sem hún hafði gert áður en ekki á því áhaldi sem hún var á þegar slysið gerðist. „Ég týnist bara alveg í loftinu í fyrsta heljarstökki, en fer samt í annað heljarstökkið og hugsa úff, ég vissi að ég væri að fara að lenda á hausnum. En ég lendi ofan í púðagryfju, sem maður myndi halda að væri nokkuð öruggt, en svo var ekki. Ég man eftir öllu ofan í púðagryfjunni, ég heyrði brakið og byrja bara strax að öskra.“ Ekki búin að jafna sig alveg Þrátt fyrir þetta ótrúlega áfall, aðgerð og endurhæfingarferli, er Guðrún mætt aftur á fimleikagólfið og byrjuð að keppa. Hún vann silfurverðlaun með Stjörnunni á Norðurlandamótinu í Finnlandi um síðustu helgi, en er ekki enn búin að jafna sig að fullu. „Ég er að díla við mjög mikið af andlegum erfiðleikum á æfingum. Ég fer til dæmis ekki á trampólínið, ekkert í kringum það. Ég hef reynt að finna litlu hlutina, ég gat gert heila skrúfu og fannst það ekki hræðilegt, þá reyndi ég að byggja ofan á það. Ég hef ekki komið mér upp í að gera tvöföld heljarstökk aftur, af því að alltaf þegar ég hugsa út í það, þá er ég bara á hausnum.“ Andlegi þátturinn er ekki það eina sem hrjáir hana því hún er enn að glíma við eftirköst líkamlega. „Ég fæ hausverki á hverjum degi, er í sjúkraþjálfun í hverri viku og ef ég sleppi sjúkraþjálfun þá er ég bara stíf og ómöguleg í öxlunum og hálsinum. Þannig að nei ég er ekki orðin góð endilega líkamlega séð, en þetta er meira andlega hliðin sem hrjáir mig.“ Fimleikar Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Sjá meira
Guðrún byrjaði að æfa fimleika aðeins sex ára gömul, þegar hún elti eldri bróður sinn í íþróttina, og hefur æft nánast alla tíð síðan. Hún hafði fagnað frábærum árangri og meðal annars orðið Evrópumeistari, en þurfti svo að taka sér frí frá fimleikum eftir hrikaleg meiðsli. „Ég braut á mér hálsinn 22. desember 2024, sem var mjög erfitt og ég fattaði ekki alveg strax að ég hefði brotið á mér hálsinn. Ég hélt að ég hefði brotið olnbogann af því ég fann svo mikinn verk í olnboganum, en svo fer ég upp á spítala og læknir segir mér að ég sé hálsbrotinn. Ég hugsaði með mér, okei, hálsbrot er alveg alvarlegt“ sagði Guðrún Edda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún gekkst undir aðgerð daginn eftir, á Þorláksmessu, og sama dag, eða raunar bara korteri fyrir aðgerðina, fékk hún staðfesta inngöngu í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Aðgerðin gekk vel og hún var komin heim til sín á aðfangadag, en óttaðist að fimleikaferillinn væri búinn. „Ég var bara millimetrum frá því að lamast, það munaði mjög litlu, ég sá það bara á myndunum.“ Guðrún Edda #6 á Norðurlandamótinu um síðustu helgi, aðeins tíu mánuðum eftir hálsbrot. Agnes Suto Heyrði brakið í hálsinum Guðrún hálsbrotnaði þegar hún var að reyna þrefalt heljarstökk með nokkrum skrúfum, sem hún hafði gert áður en ekki á því áhaldi sem hún var á þegar slysið gerðist. „Ég týnist bara alveg í loftinu í fyrsta heljarstökki, en fer samt í annað heljarstökkið og hugsa úff, ég vissi að ég væri að fara að lenda á hausnum. En ég lendi ofan í púðagryfju, sem maður myndi halda að væri nokkuð öruggt, en svo var ekki. Ég man eftir öllu ofan í púðagryfjunni, ég heyrði brakið og byrja bara strax að öskra.“ Ekki búin að jafna sig alveg Þrátt fyrir þetta ótrúlega áfall, aðgerð og endurhæfingarferli, er Guðrún mætt aftur á fimleikagólfið og byrjuð að keppa. Hún vann silfurverðlaun með Stjörnunni á Norðurlandamótinu í Finnlandi um síðustu helgi, en er ekki enn búin að jafna sig að fullu. „Ég er að díla við mjög mikið af andlegum erfiðleikum á æfingum. Ég fer til dæmis ekki á trampólínið, ekkert í kringum það. Ég hef reynt að finna litlu hlutina, ég gat gert heila skrúfu og fannst það ekki hræðilegt, þá reyndi ég að byggja ofan á það. Ég hef ekki komið mér upp í að gera tvöföld heljarstökk aftur, af því að alltaf þegar ég hugsa út í það, þá er ég bara á hausnum.“ Andlegi þátturinn er ekki það eina sem hrjáir hana því hún er enn að glíma við eftirköst líkamlega. „Ég fæ hausverki á hverjum degi, er í sjúkraþjálfun í hverri viku og ef ég sleppi sjúkraþjálfun þá er ég bara stíf og ómöguleg í öxlunum og hálsinum. Þannig að nei ég er ekki orðin góð endilega líkamlega séð, en þetta er meira andlega hliðin sem hrjáir mig.“
Fimleikar Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Sjá meira