Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar 12. nóvember 2025 18:01 Ímyndum okkur heimili þar sem launin duga ekki fyrir öllum útgjöldum og afborgunum lána. Sem betur fer á heimilið eignir sem hægt er að selja og hefur fengið reglulegan arð af verðbréfum. Það bjargar málunum um sinn, en smám saman færist fókusinn frá því sem mestu skiptir fyrir fjölskylduna yfir á það að selja eignir. Þetta er ekki ákjósanleg staða til að taka góða ákvarðanir, en er því miður staðan í rekstri borgarsjóðs Reykjavíkurborgar í dag. Reglulegar tekjur, þ.e. útsvar, fasteignaskattar og þjónustugjöld, duga ekki fyrir rekstri og afborgunum lána.Borgin áætlar að ná rekstrarafgangi árið 2026 vegna óreglulegra tekna af sölu byggingaréttar og arðgreiðslna frá dótturfélögum. Tekjur sem óvíst er að skili sér að fullu. Þegar rekstur er háður ótraustum byggingarréttartekjum hefur það áhrif á ákvarðanir. Þá er hvati til að selja og mögulega skapa skort til að hækka verð, frekar en að byggja upp það sem þarf.Þá er hvatinn ekki lengur að taka bestu ákvörðun fyrir borgarbúa, heldur að ná inn tekjum til að halda rekstrinum á floti og geta borgað af lánum. Sú staða hefur áhrif á ákvarðanir um hvar og hvernig íbúðahverfi eru byggð, og þess hversu hratt leikskólar og aðrir innviðir rísa.Þegar reksturinn er háður því að hámarka tekjur af byggingarétti, hækkar verð á íbúðum og minni hvati verður til að byggja upp ný hverfi. Hverfi með íbúðum á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og með fullbúnum innviðum.Við sjáum það í nýjum hverfum eins og Vogahverfinu, þar sem innviðir og þjónsuta fylgja ekki nægilega hratt eftir. Sjálfbær rekstur er ekki bara spurning um að setja fram ársreikning með grænum tölum og viðmiðum, hann er forsenda þess að borgarfulltrúar hafi frelsi til að taka góðar ákvarðanir til framtíðar. Það er ekki ósvipað og í heimilisrekstrinum. Þegar grunnurinn er traustur, ertu frjáls til að velja vel fyrir þig og þína. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur heimili þar sem launin duga ekki fyrir öllum útgjöldum og afborgunum lána. Sem betur fer á heimilið eignir sem hægt er að selja og hefur fengið reglulegan arð af verðbréfum. Það bjargar málunum um sinn, en smám saman færist fókusinn frá því sem mestu skiptir fyrir fjölskylduna yfir á það að selja eignir. Þetta er ekki ákjósanleg staða til að taka góða ákvarðanir, en er því miður staðan í rekstri borgarsjóðs Reykjavíkurborgar í dag. Reglulegar tekjur, þ.e. útsvar, fasteignaskattar og þjónustugjöld, duga ekki fyrir rekstri og afborgunum lána.Borgin áætlar að ná rekstrarafgangi árið 2026 vegna óreglulegra tekna af sölu byggingaréttar og arðgreiðslna frá dótturfélögum. Tekjur sem óvíst er að skili sér að fullu. Þegar rekstur er háður ótraustum byggingarréttartekjum hefur það áhrif á ákvarðanir. Þá er hvati til að selja og mögulega skapa skort til að hækka verð, frekar en að byggja upp það sem þarf.Þá er hvatinn ekki lengur að taka bestu ákvörðun fyrir borgarbúa, heldur að ná inn tekjum til að halda rekstrinum á floti og geta borgað af lánum. Sú staða hefur áhrif á ákvarðanir um hvar og hvernig íbúðahverfi eru byggð, og þess hversu hratt leikskólar og aðrir innviðir rísa.Þegar reksturinn er háður því að hámarka tekjur af byggingarétti, hækkar verð á íbúðum og minni hvati verður til að byggja upp ný hverfi. Hverfi með íbúðum á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og með fullbúnum innviðum.Við sjáum það í nýjum hverfum eins og Vogahverfinu, þar sem innviðir og þjónsuta fylgja ekki nægilega hratt eftir. Sjálfbær rekstur er ekki bara spurning um að setja fram ársreikning með grænum tölum og viðmiðum, hann er forsenda þess að borgarfulltrúar hafi frelsi til að taka góðar ákvarðanir til framtíðar. Það er ekki ósvipað og í heimilisrekstrinum. Þegar grunnurinn er traustur, ertu frjáls til að velja vel fyrir þig og þína. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun