Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar 12. nóvember 2025 18:01 Ímyndum okkur heimili þar sem launin duga ekki fyrir öllum útgjöldum og afborgunum lána. Sem betur fer á heimilið eignir sem hægt er að selja og hefur fengið reglulegan arð af verðbréfum. Það bjargar málunum um sinn, en smám saman færist fókusinn frá því sem mestu skiptir fyrir fjölskylduna yfir á það að selja eignir. Þetta er ekki ákjósanleg staða til að taka góða ákvarðanir, en er því miður staðan í rekstri borgarsjóðs Reykjavíkurborgar í dag. Reglulegar tekjur, þ.e. útsvar, fasteignaskattar og þjónustugjöld, duga ekki fyrir rekstri og afborgunum lána.Borgin áætlar að ná rekstrarafgangi árið 2026 vegna óreglulegra tekna af sölu byggingaréttar og arðgreiðslna frá dótturfélögum. Tekjur sem óvíst er að skili sér að fullu. Þegar rekstur er háður ótraustum byggingarréttartekjum hefur það áhrif á ákvarðanir. Þá er hvati til að selja og mögulega skapa skort til að hækka verð, frekar en að byggja upp það sem þarf.Þá er hvatinn ekki lengur að taka bestu ákvörðun fyrir borgarbúa, heldur að ná inn tekjum til að halda rekstrinum á floti og geta borgað af lánum. Sú staða hefur áhrif á ákvarðanir um hvar og hvernig íbúðahverfi eru byggð, og þess hversu hratt leikskólar og aðrir innviðir rísa.Þegar reksturinn er háður því að hámarka tekjur af byggingarétti, hækkar verð á íbúðum og minni hvati verður til að byggja upp ný hverfi. Hverfi með íbúðum á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og með fullbúnum innviðum.Við sjáum það í nýjum hverfum eins og Vogahverfinu, þar sem innviðir og þjónsuta fylgja ekki nægilega hratt eftir. Sjálfbær rekstur er ekki bara spurning um að setja fram ársreikning með grænum tölum og viðmiðum, hann er forsenda þess að borgarfulltrúar hafi frelsi til að taka góðar ákvarðanir til framtíðar. Það er ekki ósvipað og í heimilisrekstrinum. Þegar grunnurinn er traustur, ertu frjáls til að velja vel fyrir þig og þína. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Róbert Ragnarsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur heimili þar sem launin duga ekki fyrir öllum útgjöldum og afborgunum lána. Sem betur fer á heimilið eignir sem hægt er að selja og hefur fengið reglulegan arð af verðbréfum. Það bjargar málunum um sinn, en smám saman færist fókusinn frá því sem mestu skiptir fyrir fjölskylduna yfir á það að selja eignir. Þetta er ekki ákjósanleg staða til að taka góða ákvarðanir, en er því miður staðan í rekstri borgarsjóðs Reykjavíkurborgar í dag. Reglulegar tekjur, þ.e. útsvar, fasteignaskattar og þjónustugjöld, duga ekki fyrir rekstri og afborgunum lána.Borgin áætlar að ná rekstrarafgangi árið 2026 vegna óreglulegra tekna af sölu byggingaréttar og arðgreiðslna frá dótturfélögum. Tekjur sem óvíst er að skili sér að fullu. Þegar rekstur er háður ótraustum byggingarréttartekjum hefur það áhrif á ákvarðanir. Þá er hvati til að selja og mögulega skapa skort til að hækka verð, frekar en að byggja upp það sem þarf.Þá er hvatinn ekki lengur að taka bestu ákvörðun fyrir borgarbúa, heldur að ná inn tekjum til að halda rekstrinum á floti og geta borgað af lánum. Sú staða hefur áhrif á ákvarðanir um hvar og hvernig íbúðahverfi eru byggð, og þess hversu hratt leikskólar og aðrir innviðir rísa.Þegar reksturinn er háður því að hámarka tekjur af byggingarétti, hækkar verð á íbúðum og minni hvati verður til að byggja upp ný hverfi. Hverfi með íbúðum á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og með fullbúnum innviðum.Við sjáum það í nýjum hverfum eins og Vogahverfinu, þar sem innviðir og þjónsuta fylgja ekki nægilega hratt eftir. Sjálfbær rekstur er ekki bara spurning um að setja fram ársreikning með grænum tölum og viðmiðum, hann er forsenda þess að borgarfulltrúar hafi frelsi til að taka góðar ákvarðanir til framtíðar. Það er ekki ósvipað og í heimilisrekstrinum. Þegar grunnurinn er traustur, ertu frjáls til að velja vel fyrir þig og þína. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun