Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar 12. nóvember 2025 18:01 Ímyndum okkur heimili þar sem launin duga ekki fyrir öllum útgjöldum og afborgunum lána. Sem betur fer á heimilið eignir sem hægt er að selja og hefur fengið reglulegan arð af verðbréfum. Það bjargar málunum um sinn, en smám saman færist fókusinn frá því sem mestu skiptir fyrir fjölskylduna yfir á það að selja eignir. Þetta er ekki ákjósanleg staða til að taka góða ákvarðanir, en er því miður staðan í rekstri borgarsjóðs Reykjavíkurborgar í dag. Reglulegar tekjur, þ.e. útsvar, fasteignaskattar og þjónustugjöld, duga ekki fyrir rekstri og afborgunum lána.Borgin áætlar að ná rekstrarafgangi árið 2026 vegna óreglulegra tekna af sölu byggingaréttar og arðgreiðslna frá dótturfélögum. Tekjur sem óvíst er að skili sér að fullu. Þegar rekstur er háður ótraustum byggingarréttartekjum hefur það áhrif á ákvarðanir. Þá er hvati til að selja og mögulega skapa skort til að hækka verð, frekar en að byggja upp það sem þarf.Þá er hvatinn ekki lengur að taka bestu ákvörðun fyrir borgarbúa, heldur að ná inn tekjum til að halda rekstrinum á floti og geta borgað af lánum. Sú staða hefur áhrif á ákvarðanir um hvar og hvernig íbúðahverfi eru byggð, og þess hversu hratt leikskólar og aðrir innviðir rísa.Þegar reksturinn er háður því að hámarka tekjur af byggingarétti, hækkar verð á íbúðum og minni hvati verður til að byggja upp ný hverfi. Hverfi með íbúðum á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og með fullbúnum innviðum.Við sjáum það í nýjum hverfum eins og Vogahverfinu, þar sem innviðir og þjónsuta fylgja ekki nægilega hratt eftir. Sjálfbær rekstur er ekki bara spurning um að setja fram ársreikning með grænum tölum og viðmiðum, hann er forsenda þess að borgarfulltrúar hafi frelsi til að taka góðar ákvarðanir til framtíðar. Það er ekki ósvipað og í heimilisrekstrinum. Þegar grunnurinn er traustur, ertu frjáls til að velja vel fyrir þig og þína. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Róbert Ragnarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur heimili þar sem launin duga ekki fyrir öllum útgjöldum og afborgunum lána. Sem betur fer á heimilið eignir sem hægt er að selja og hefur fengið reglulegan arð af verðbréfum. Það bjargar málunum um sinn, en smám saman færist fókusinn frá því sem mestu skiptir fyrir fjölskylduna yfir á það að selja eignir. Þetta er ekki ákjósanleg staða til að taka góða ákvarðanir, en er því miður staðan í rekstri borgarsjóðs Reykjavíkurborgar í dag. Reglulegar tekjur, þ.e. útsvar, fasteignaskattar og þjónustugjöld, duga ekki fyrir rekstri og afborgunum lána.Borgin áætlar að ná rekstrarafgangi árið 2026 vegna óreglulegra tekna af sölu byggingaréttar og arðgreiðslna frá dótturfélögum. Tekjur sem óvíst er að skili sér að fullu. Þegar rekstur er háður ótraustum byggingarréttartekjum hefur það áhrif á ákvarðanir. Þá er hvati til að selja og mögulega skapa skort til að hækka verð, frekar en að byggja upp það sem þarf.Þá er hvatinn ekki lengur að taka bestu ákvörðun fyrir borgarbúa, heldur að ná inn tekjum til að halda rekstrinum á floti og geta borgað af lánum. Sú staða hefur áhrif á ákvarðanir um hvar og hvernig íbúðahverfi eru byggð, og þess hversu hratt leikskólar og aðrir innviðir rísa.Þegar reksturinn er háður því að hámarka tekjur af byggingarétti, hækkar verð á íbúðum og minni hvati verður til að byggja upp ný hverfi. Hverfi með íbúðum á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og með fullbúnum innviðum.Við sjáum það í nýjum hverfum eins og Vogahverfinu, þar sem innviðir og þjónsuta fylgja ekki nægilega hratt eftir. Sjálfbær rekstur er ekki bara spurning um að setja fram ársreikning með grænum tölum og viðmiðum, hann er forsenda þess að borgarfulltrúar hafi frelsi til að taka góðar ákvarðanir til framtíðar. Það er ekki ósvipað og í heimilisrekstrinum. Þegar grunnurinn er traustur, ertu frjáls til að velja vel fyrir þig og þína. Höfundur er með meistarapróf í stjórnmálafræði, með sérhæfingu í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar