„Fólk hló og grét til skiptis“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2025 07:03 Glæsihjónin Jóhann Jökull og Salný Björg giftu sig við æðislega athöfn á dögunum þar sem gleðin var í fyrirrúmi. Aðsend Við höfum sjaldan hlegið jafn mikið og erum við samt hláturmild að eðlisfari, segja hin nýgiftu Jóhann Jökull Sveinsson, skólastjóri skíða- og brettaskólans í Bláfjöllum, og Salný Björg Emilsdóttir, sjúkraliði og förðunarfræðingur. Þau giftu sig með pomp og prakt á dögunum þar sem gleðin var óumdeilanlega í fyrirrúmi. Salný Björg og Jóhann Jökull eru búin að vera saman í rúm tólf ár en sambandsdagurinn þeirra er 15. september. Þau eru mikið stemningsfólk og skein það í gegn á þessum einstaka degi. Nýgift og æðisleg!Aðsend Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst í Kaupmannahöfn 19. september 2023. Jói kom mér heldur betur á óvart. Hann leigði bát og sigldi með okkur um síkin í Kaupmannahöfn. Hann skellt sér á hnén og ég þurfti ekkert að hugsa mig um. Veðrið var reyndar ekki alveg með okkur í liði, bálhvasst sem varð til þess að við klesstum á brú en það gerði daginn bara eftirminnilegri. Falleg fjölskylda í fjöri!Aðsend Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við vissum að við vildum ekki láta líða of langt á milli trúlofunar og brúðkaups svo við fórum strax að velta fyrir okkur hvernig við vildum gera þetta. Við stefndum í byrjun á sveitabrúðkaup sumarið 2025 en færðumst svo nær borgarbrúðkaupi þegar á leið og sjáum ekki eftir þeirri ákvörðun. Við bjuggum til viðburðinn í janúar 2025 og hófumst þá handa við undirbúning. Salný var umkringd bestu vinkonum sínum sem hjálpuðu henni að hafa sig til og skáluðu saman.Aðsend Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Við tókum ákvörðun að gista sitt í hvoru lagi aðfaranótt brúðkaupsdagsins. Ég leigði íbúð í miðbænum fyrir mig og brúðarmeyjarnar mínar þar sem við gátum verið saman kvöldið fyrir og gert okkur til á stóra daginn. Jói var með sínum vinum. Við erum alls ekki trúuð en vildum samt hafa athöfnina í kirkju og forsvarsmenn Fríkirkjunnar í Reykjavík voru svo yndisleg að leyfa okkur að vera þar. Fjör í Fríkirkjunni!Aðsend Bróðir hans Jóa er skipstjóri svo okkur fannst kjörið að fá hann til að gefa okkur saman. Athöfnin var ekki eins og flestar brúðkaupsathafnir. Við stefndum á að hafa stemningu frá upphafi til enda. Við fengum frænda hans Jóa til þess að spila sérstaka rokkútgáfu af brúðkaupsmars. Brúðameyjar og brúðarsveinar gengu inn og gáfu þeim gestum sem vildu léttvínsskot. Athöfnin var brjáluð stemning frá A til Ö.Aðsend Jói gekk síðan inn á eftir þeim með mikla orku og gleði. Í hápunkti lagsins leiddi mamma mig inn kirkjugólfið. Við fengum fimm ára son okkar til að vera hringabera og fjórar frænkur til þess að vera hringaöryggisverðir. Þau gengu inn við James Bond lagið. Athöfnin heppnaðist frábærlega og allir skemmtu sér konunglega. Veislustjórar leiddu gesti í skrúðgöngu með ljúfum tónum yfir í veisluna sem var í Fantasíusalnum hjá Kjarval. Á meðan fórum við brúðhjónin í brúðkaupsbílnum að taka myndir í Alþingisgarðinum. Hringaöryggisverðirnir ofurtöff.Aðsend Veislan fór fram úr öllum okkar væntingum, æðisleg skemmtiatriði og stemmning frá byrjun til enda. Við höfum sjaldan hlegið jafn mikið. Aron Hannes bróðir minn var með gítarstemningu og síðan vorum við með plötusnúð. Við lokuðum kvöldinu með brúðkaupsreivi með öllu tilheyrandi. Það varð allt vitlaust. Salný ofurskvís ásamt vinkonum sínum í brúðkaupsreivinu!Aðsend Voruð þið sammála í skipulaginu? Við vorum að langmestu leyti sammála. Við vissum bæði að við vildum hafa óhefðbundið brúðkaup þar sem gleði og glaumur væri í fyrirrúmi. Hjónin vildu óhefðbundið brúðkaup og gleðin var í fyrsta sæti.Aðsend Hvað fannst ykkur mikilvægast? Við lögðum mikla áherslu á að hafa gaman allan tímann og að alltaf væri eitthvað um að vera. Það tókst svo sannarlega, fólk hló og grét til skiptis. Hvaðan sóttuð þið innblástur? Í rauninni höfðum við hlutina bara nákvæmlega eins og við vildum. Þegar upp kom hugmynd sem okkur leist báðum á þá létum við vaða. Ég fékk mikið af hugmyndum af Pinterest og hjá vinkonum. Sá hluti skreytinganna sem kveikti mesta áhuga voru ljósmyndir af okkur með öllum sem voru í veislunni, það var partur af borðskreytingunni og vakti mikla lukku. Myndirnar slóu í gegn.Aðsend Hvað stendur upp úr? Það er mjög erfitt að velja eitthvað eitt, dagurinn varð einhvern veginn eitt stórt flæði skemmtunar og gleði. Athöfnin sjálf var atriði sem margir aðstoðuðu okkur við og var æfð heila kvöldstund. Hún tókst frábærlega vel. Veislan var ótrúleg og við höfum sjaldan hlegið jafn mikið og erum við samt hláturmild að eðlisfari. Hláturmild hjón! Bróðir Jóhanns stýrði athöfninni.Aðsend Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Þegar við fórum að leiða hugann að því hverjir ættu að vera veislustjórar vorum við mjög sammála. Ákváðum að velja einn frá hvoru og fengum frænda Jóa og eina af mínum bestu vinkonum til að taka það að sér. Þau voru eins og fædd í þetta hlutverk. Það voru nokkur skemmtiatriði sem slógu öll í gegn. Veislustjórarnir slóu í gegn! Aðsend Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Það sem kom mér á óvart var hversu mörgu þarf að hugsa fyrir. Mörg smá og stór atriði sem að manni hefði ekki dottið í hug fyrir fram. Þá kemur sér vel að vera með fólk í kringum sig sem veit hvað það er að gera. Hvað voru margir gestir? Lokatalan var 118 manns. Fjölskyldan var umkringd sínu allra besta fólki.Aðsend Hvernig gekk að velja brúðkaupsfötin og hvaðan sóttirðu innblásturinn fyrir það? Ég fór í kjólamátun með vinkonum mínum og mömmu til þess að upplifa stemningu og fann þá draumakjólinn sem mamma gaf mér. Ég mæli með því að gera þetta svona. Það það setti svolítið tóninn fyrir brúðkaupsdaginn. Jói leigði smóking með hvítum jakka. Salný fann draumakjólinn sem mamma hennar gaf henni.Aðsend Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Það er að svo mörgu að huga þegar maður heldur svona stóra veislu. Aðalatriðið er samt að njóta alls ferilsins. Vera í núinu og meðtaka upplifunina sem brúðkaupið er. Það er með ólíkindum hversu hratt dagurinn og kvöldið líður. Svo gullna ráðið er að njóta. Glæsilegar mæðgur fyrir stóru stundina.Aðsend Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já við ætlum í tvær. Fyrri ferðin er stutt borgarferð til Berlínar. Síðan ætlum við í lengri ferð til Mexíkó næsta sumar. Brúðkaup Ástin og lífið Tíska og hönnun Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
Salný Björg og Jóhann Jökull eru búin að vera saman í rúm tólf ár en sambandsdagurinn þeirra er 15. september. Þau eru mikið stemningsfólk og skein það í gegn á þessum einstaka degi. Nýgift og æðisleg!Aðsend Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst í Kaupmannahöfn 19. september 2023. Jói kom mér heldur betur á óvart. Hann leigði bát og sigldi með okkur um síkin í Kaupmannahöfn. Hann skellt sér á hnén og ég þurfti ekkert að hugsa mig um. Veðrið var reyndar ekki alveg með okkur í liði, bálhvasst sem varð til þess að við klesstum á brú en það gerði daginn bara eftirminnilegri. Falleg fjölskylda í fjöri!Aðsend Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við vissum að við vildum ekki láta líða of langt á milli trúlofunar og brúðkaups svo við fórum strax að velta fyrir okkur hvernig við vildum gera þetta. Við stefndum í byrjun á sveitabrúðkaup sumarið 2025 en færðumst svo nær borgarbrúðkaupi þegar á leið og sjáum ekki eftir þeirri ákvörðun. Við bjuggum til viðburðinn í janúar 2025 og hófumst þá handa við undirbúning. Salný var umkringd bestu vinkonum sínum sem hjálpuðu henni að hafa sig til og skáluðu saman.Aðsend Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Við tókum ákvörðun að gista sitt í hvoru lagi aðfaranótt brúðkaupsdagsins. Ég leigði íbúð í miðbænum fyrir mig og brúðarmeyjarnar mínar þar sem við gátum verið saman kvöldið fyrir og gert okkur til á stóra daginn. Jói var með sínum vinum. Við erum alls ekki trúuð en vildum samt hafa athöfnina í kirkju og forsvarsmenn Fríkirkjunnar í Reykjavík voru svo yndisleg að leyfa okkur að vera þar. Fjör í Fríkirkjunni!Aðsend Bróðir hans Jóa er skipstjóri svo okkur fannst kjörið að fá hann til að gefa okkur saman. Athöfnin var ekki eins og flestar brúðkaupsathafnir. Við stefndum á að hafa stemningu frá upphafi til enda. Við fengum frænda hans Jóa til þess að spila sérstaka rokkútgáfu af brúðkaupsmars. Brúðameyjar og brúðarsveinar gengu inn og gáfu þeim gestum sem vildu léttvínsskot. Athöfnin var brjáluð stemning frá A til Ö.Aðsend Jói gekk síðan inn á eftir þeim með mikla orku og gleði. Í hápunkti lagsins leiddi mamma mig inn kirkjugólfið. Við fengum fimm ára son okkar til að vera hringabera og fjórar frænkur til þess að vera hringaöryggisverðir. Þau gengu inn við James Bond lagið. Athöfnin heppnaðist frábærlega og allir skemmtu sér konunglega. Veislustjórar leiddu gesti í skrúðgöngu með ljúfum tónum yfir í veisluna sem var í Fantasíusalnum hjá Kjarval. Á meðan fórum við brúðhjónin í brúðkaupsbílnum að taka myndir í Alþingisgarðinum. Hringaöryggisverðirnir ofurtöff.Aðsend Veislan fór fram úr öllum okkar væntingum, æðisleg skemmtiatriði og stemmning frá byrjun til enda. Við höfum sjaldan hlegið jafn mikið. Aron Hannes bróðir minn var með gítarstemningu og síðan vorum við með plötusnúð. Við lokuðum kvöldinu með brúðkaupsreivi með öllu tilheyrandi. Það varð allt vitlaust. Salný ofurskvís ásamt vinkonum sínum í brúðkaupsreivinu!Aðsend Voruð þið sammála í skipulaginu? Við vorum að langmestu leyti sammála. Við vissum bæði að við vildum hafa óhefðbundið brúðkaup þar sem gleði og glaumur væri í fyrirrúmi. Hjónin vildu óhefðbundið brúðkaup og gleðin var í fyrsta sæti.Aðsend Hvað fannst ykkur mikilvægast? Við lögðum mikla áherslu á að hafa gaman allan tímann og að alltaf væri eitthvað um að vera. Það tókst svo sannarlega, fólk hló og grét til skiptis. Hvaðan sóttuð þið innblástur? Í rauninni höfðum við hlutina bara nákvæmlega eins og við vildum. Þegar upp kom hugmynd sem okkur leist báðum á þá létum við vaða. Ég fékk mikið af hugmyndum af Pinterest og hjá vinkonum. Sá hluti skreytinganna sem kveikti mesta áhuga voru ljósmyndir af okkur með öllum sem voru í veislunni, það var partur af borðskreytingunni og vakti mikla lukku. Myndirnar slóu í gegn.Aðsend Hvað stendur upp úr? Það er mjög erfitt að velja eitthvað eitt, dagurinn varð einhvern veginn eitt stórt flæði skemmtunar og gleði. Athöfnin sjálf var atriði sem margir aðstoðuðu okkur við og var æfð heila kvöldstund. Hún tókst frábærlega vel. Veislan var ótrúleg og við höfum sjaldan hlegið jafn mikið og erum við samt hláturmild að eðlisfari. Hláturmild hjón! Bróðir Jóhanns stýrði athöfninni.Aðsend Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Þegar við fórum að leiða hugann að því hverjir ættu að vera veislustjórar vorum við mjög sammála. Ákváðum að velja einn frá hvoru og fengum frænda Jóa og eina af mínum bestu vinkonum til að taka það að sér. Þau voru eins og fædd í þetta hlutverk. Það voru nokkur skemmtiatriði sem slógu öll í gegn. Veislustjórarnir slóu í gegn! Aðsend Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Það sem kom mér á óvart var hversu mörgu þarf að hugsa fyrir. Mörg smá og stór atriði sem að manni hefði ekki dottið í hug fyrir fram. Þá kemur sér vel að vera með fólk í kringum sig sem veit hvað það er að gera. Hvað voru margir gestir? Lokatalan var 118 manns. Fjölskyldan var umkringd sínu allra besta fólki.Aðsend Hvernig gekk að velja brúðkaupsfötin og hvaðan sóttirðu innblásturinn fyrir það? Ég fór í kjólamátun með vinkonum mínum og mömmu til þess að upplifa stemningu og fann þá draumakjólinn sem mamma gaf mér. Ég mæli með því að gera þetta svona. Það það setti svolítið tóninn fyrir brúðkaupsdaginn. Jói leigði smóking með hvítum jakka. Salný fann draumakjólinn sem mamma hennar gaf henni.Aðsend Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Það er að svo mörgu að huga þegar maður heldur svona stóra veislu. Aðalatriðið er samt að njóta alls ferilsins. Vera í núinu og meðtaka upplifunina sem brúðkaupið er. Það er með ólíkindum hversu hratt dagurinn og kvöldið líður. Svo gullna ráðið er að njóta. Glæsilegar mæðgur fyrir stóru stundina.Aðsend Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já við ætlum í tvær. Fyrri ferðin er stutt borgarferð til Berlínar. Síðan ætlum við í lengri ferð til Mexíkó næsta sumar.
Brúðkaup Ástin og lífið Tíska og hönnun Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira