Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 08:16 Á síðustu áratugum hafa flokkar setið að völdum á Íslandi sem hafa haft það pólitíska markmið að gera íbúðir að fjárfestingavöru í stað þess að vera heimili fyrir fólk. Það var gert með því að leggja niður félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót. Það var gert með því að innleiða skattaglufur sem ýttu fjárfestum frekar í að setja peninganna sína í íbúðir en í verðbréf eða fjárfestingu í atvinnulífinu. Það var gert með aðgerðarleysi þegar ljóst var að fjársterkir einstaklingar og fjárfestingarfélög hófu stórfelld uppkaup á íbúðum. Ekki til að búa í þeim, heldur til að leigja út til ferðamanna eða til að braska með og selja þegar verð hafði hækkað nægilega mikið. Þetta bál var svo vökvað með grillolíu samsettri úr margháttuðum aðgerðum til að auka eftirspurn og samhliða hækka húsnæðisverð meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-landi á síðasta rúma áratug. Samhliða urðu hlutfallslega færri og færri íbúðir heimili fólks og fleiri fasteignir fyrst og síðast tölur í excel-skjali spákaupmanna. Á meðan staða viðkvæmra hópa versnaði dag frá degi og fólk þurfti að borga sífellt stærra hlutfall af því sem sat eftir í veskinu um mánaðarmótin í húsnæðiskostnað, þá sátu síðustu ríkisstjórnir kyrrar. Grafkyrrar. Nú er landinu blessunarlega stjórnað af ríkisstjórn sem nálgast hlutina á allt annan hátt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir horfist í augu við vandann, býr til plan og framkvæmir svo. Hún hefur nú kynnt húsnæðispakka sem er sá stærsti sem hefur verið ráðist í í áratugi með aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Aðgerðir sem undirstrika að íbúðir eigi fyrst og síðast að vera heimili fólks, sem munu stórauka framboð á húsnæði til að mæta eftirspurn og beina stuðning til þeirra sem þurfa raunverulega á stuðning að halda. Ríkisstjórnin er ekki hætt, heldur ætlar þvert á móti að koma með næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Þannig vinnur nefnilega ríkisstjórn sem er til fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hafa flokkar setið að völdum á Íslandi sem hafa haft það pólitíska markmið að gera íbúðir að fjárfestingavöru í stað þess að vera heimili fyrir fólk. Það var gert með því að leggja niður félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót. Það var gert með því að innleiða skattaglufur sem ýttu fjárfestum frekar í að setja peninganna sína í íbúðir en í verðbréf eða fjárfestingu í atvinnulífinu. Það var gert með aðgerðarleysi þegar ljóst var að fjársterkir einstaklingar og fjárfestingarfélög hófu stórfelld uppkaup á íbúðum. Ekki til að búa í þeim, heldur til að leigja út til ferðamanna eða til að braska með og selja þegar verð hafði hækkað nægilega mikið. Þetta bál var svo vökvað með grillolíu samsettri úr margháttuðum aðgerðum til að auka eftirspurn og samhliða hækka húsnæðisverð meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-landi á síðasta rúma áratug. Samhliða urðu hlutfallslega færri og færri íbúðir heimili fólks og fleiri fasteignir fyrst og síðast tölur í excel-skjali spákaupmanna. Á meðan staða viðkvæmra hópa versnaði dag frá degi og fólk þurfti að borga sífellt stærra hlutfall af því sem sat eftir í veskinu um mánaðarmótin í húsnæðiskostnað, þá sátu síðustu ríkisstjórnir kyrrar. Grafkyrrar. Nú er landinu blessunarlega stjórnað af ríkisstjórn sem nálgast hlutina á allt annan hátt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir horfist í augu við vandann, býr til plan og framkvæmir svo. Hún hefur nú kynnt húsnæðispakka sem er sá stærsti sem hefur verið ráðist í í áratugi með aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Aðgerðir sem undirstrika að íbúðir eigi fyrst og síðast að vera heimili fólks, sem munu stórauka framboð á húsnæði til að mæta eftirspurn og beina stuðning til þeirra sem þurfa raunverulega á stuðning að halda. Ríkisstjórnin er ekki hætt, heldur ætlar þvert á móti að koma með næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Þannig vinnur nefnilega ríkisstjórn sem er til fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar