Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 08:16 Á síðustu áratugum hafa flokkar setið að völdum á Íslandi sem hafa haft það pólitíska markmið að gera íbúðir að fjárfestingavöru í stað þess að vera heimili fyrir fólk. Það var gert með því að leggja niður félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót. Það var gert með því að innleiða skattaglufur sem ýttu fjárfestum frekar í að setja peninganna sína í íbúðir en í verðbréf eða fjárfestingu í atvinnulífinu. Það var gert með aðgerðarleysi þegar ljóst var að fjársterkir einstaklingar og fjárfestingarfélög hófu stórfelld uppkaup á íbúðum. Ekki til að búa í þeim, heldur til að leigja út til ferðamanna eða til að braska með og selja þegar verð hafði hækkað nægilega mikið. Þetta bál var svo vökvað með grillolíu samsettri úr margháttuðum aðgerðum til að auka eftirspurn og samhliða hækka húsnæðisverð meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-landi á síðasta rúma áratug. Samhliða urðu hlutfallslega færri og færri íbúðir heimili fólks og fleiri fasteignir fyrst og síðast tölur í excel-skjali spákaupmanna. Á meðan staða viðkvæmra hópa versnaði dag frá degi og fólk þurfti að borga sífellt stærra hlutfall af því sem sat eftir í veskinu um mánaðarmótin í húsnæðiskostnað, þá sátu síðustu ríkisstjórnir kyrrar. Grafkyrrar. Nú er landinu blessunarlega stjórnað af ríkisstjórn sem nálgast hlutina á allt annan hátt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir horfist í augu við vandann, býr til plan og framkvæmir svo. Hún hefur nú kynnt húsnæðispakka sem er sá stærsti sem hefur verið ráðist í í áratugi með aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Aðgerðir sem undirstrika að íbúðir eigi fyrst og síðast að vera heimili fólks, sem munu stórauka framboð á húsnæði til að mæta eftirspurn og beina stuðning til þeirra sem þurfa raunverulega á stuðning að halda. Ríkisstjórnin er ekki hætt, heldur ætlar þvert á móti að koma með næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Þannig vinnur nefnilega ríkisstjórn sem er til fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hafa flokkar setið að völdum á Íslandi sem hafa haft það pólitíska markmið að gera íbúðir að fjárfestingavöru í stað þess að vera heimili fyrir fólk. Það var gert með því að leggja niður félagslega íbúðakerfið um síðustu aldarmót. Það var gert með því að innleiða skattaglufur sem ýttu fjárfestum frekar í að setja peninganna sína í íbúðir en í verðbréf eða fjárfestingu í atvinnulífinu. Það var gert með aðgerðarleysi þegar ljóst var að fjársterkir einstaklingar og fjárfestingarfélög hófu stórfelld uppkaup á íbúðum. Ekki til að búa í þeim, heldur til að leigja út til ferðamanna eða til að braska með og selja þegar verð hafði hækkað nægilega mikið. Þetta bál var svo vökvað með grillolíu samsettri úr margháttuðum aðgerðum til að auka eftirspurn og samhliða hækka húsnæðisverð meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-landi á síðasta rúma áratug. Samhliða urðu hlutfallslega færri og færri íbúðir heimili fólks og fleiri fasteignir fyrst og síðast tölur í excel-skjali spákaupmanna. Á meðan staða viðkvæmra hópa versnaði dag frá degi og fólk þurfti að borga sífellt stærra hlutfall af því sem sat eftir í veskinu um mánaðarmótin í húsnæðiskostnað, þá sátu síðustu ríkisstjórnir kyrrar. Grafkyrrar. Nú er landinu blessunarlega stjórnað af ríkisstjórn sem nálgast hlutina á allt annan hátt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir horfist í augu við vandann, býr til plan og framkvæmir svo. Hún hefur nú kynnt húsnæðispakka sem er sá stærsti sem hefur verið ráðist í í áratugi með aðgerðum sem hafa raunveruleg áhrif. Aðgerðir sem undirstrika að íbúðir eigi fyrst og síðast að vera heimili fólks, sem munu stórauka framboð á húsnæði til að mæta eftirspurn og beina stuðning til þeirra sem þurfa raunverulega á stuðning að halda. Ríkisstjórnin er ekki hætt, heldur ætlar þvert á móti að koma með næsta húsnæðispakka strax eftir áramót. Þannig vinnur nefnilega ríkisstjórn sem er til fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar