Líta eigi á eignir landsbyggðarfólks í Reykjavík sem sumarbústaði Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 11:06 Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að líta þurfi á eignir landsbyggðafólks á höfuðborgarsvæðinu eins og sumarbústaði. Þá sé verið að útiloka ákveðinn hóp íbúðaeigenda með því að nýting séreignasparnaðar inn á höfuðstól lána sé bundin til tíu ára. Ríkisstjórnin kynnti fyrstu aðgerðir sínar í húsnæðismálum í vikunni. Þar er greint frá áformum um uppbyggingu í Úlfarsárdal, einföldun á byggingareglugerð og heimild um ráðstöfun séreignasparnaðar inn á höfuðstól íbúðalána. Minnka á hvata til að safna íbúðum og draga úr vægi verðtryggingar. Þingmaður Sjáflstæðisflokksins segir aðgerðirnar ágætar og fagnar að áfram megi nýta séreignasparnað til að greiða inn á höfuðstól lána. Með því að festa úrræðið til tíu ára sé þó verið að afnema þá leið fyrir ákveðinn hóp. „Það er klárlega verið að gera það, þeir sem brugðust snemma við og fóru snemma inn þá er það vandamálið sem er að skapast núna, þá rennur það út um áramótin. Ég hefði gjarnað vilja lengja í, það er ljóst að þeir sem eru komnir með 10 árin þá dettur það upp fyrir,“ sagði Njáll Trausti í kvöldfréttum Sýnar. Njáll Trausti segir úrræðið eitt það besta sem komið hafi fram á síðasta áratug sem snýr að því að byggja upp eigið fé í íbúðum, minnka greiðslubyrði og hraða eignamyndun. „Við erum með sömu krónutölu og þegar farið var af stað fyrir tíu árum, 750 þúsund af séreignasparnaði inn á íbúðalán fyrir hjón og 500 þús fyrir einstakling. Þetta hefur aldrei verið hækkað og mér finnst eðlilegt að hækka þetta hlutfall og byggja upp eignina í íbúðunum.“ Nóg af landsbyggðasköttum Samkvæmt tillögum ríkisstjórnar á að minnka hvata til að safna íbúðum með því að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar þeirra sem eiga margar íbúðir. Njáll segir útfæra þurfi þennan þátt betur og setja í samhengi við eigu sumarbústaða en söluhagnaður þeirra er skattfrjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Þá var ég að tala fyrir því að við ættum að líta á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík með sambærilegum hætti að þetta eru sumbarbústaðir landsbyggðafólk, aðgangur að þjónustu og börnin í háskóla og allt þetta“ Hann segir nóg komið af landsbyggðasköttum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þetta er enn eitt málið sem mér finnst óeðlilegt hvernig það er fram sett. Það þarf að finna góða lausn að það sé meira réttlæti varðandi þennan þátt.“ Þurfi að meta hvort aðgerðirnar séu letjandi Hann segir að vel geti verið að skoða þurfi þá staðreynd að einstaklingar eigi margar eignir. Eðlilegt sé að fólk eigi eina til tvær eignir umfram þá sem það býr í. „Það er svo margt eftir ef taka á heildstætt á húsnæðismálunum sem eru algjörlega komin í öngstræti. Ég er hræddur um að þetta leiði til þess að þessar íbúðir fari af markaðnum. Stór hluti af leigumarkaði er eldra fólk sem á kjallara- eða risíbúð. Við þurfum að gæta að þessu að það skemmi ekki of mikið út frá sér heldur bæti stöðuna. „Við þurfum að fá betra mat á hvort þetta hafi letjandi áhrif á leigumarkaðinn eða fyrir fyrstu kaupendur, hvort inngripið sé neikvætt,“ bætir Njáll við. Hann segir stærsta vandamálið hins vegar vera krísa vegna málefna Reykjavíkurborgar á undanförnum árum. „Þetta er algjör grundvallarmarkaður sem snýr að heimilum fólks. Innviðagjöld og lóðaskortur á Reykjavíkursvæðinu hefur gert að verkum að þetta er komið upp í tuttugu milljónir áður en byrjað er að byggja íbúðir. Þetta er ekki Hong Kong.“ Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lánamál Reykjavík Alþingi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti fyrstu aðgerðir sínar í húsnæðismálum í vikunni. Þar er greint frá áformum um uppbyggingu í Úlfarsárdal, einföldun á byggingareglugerð og heimild um ráðstöfun séreignasparnaðar inn á höfuðstól íbúðalána. Minnka á hvata til að safna íbúðum og draga úr vægi verðtryggingar. Þingmaður Sjáflstæðisflokksins segir aðgerðirnar ágætar og fagnar að áfram megi nýta séreignasparnað til að greiða inn á höfuðstól lána. Með því að festa úrræðið til tíu ára sé þó verið að afnema þá leið fyrir ákveðinn hóp. „Það er klárlega verið að gera það, þeir sem brugðust snemma við og fóru snemma inn þá er það vandamálið sem er að skapast núna, þá rennur það út um áramótin. Ég hefði gjarnað vilja lengja í, það er ljóst að þeir sem eru komnir með 10 árin þá dettur það upp fyrir,“ sagði Njáll Trausti í kvöldfréttum Sýnar. Njáll Trausti segir úrræðið eitt það besta sem komið hafi fram á síðasta áratug sem snýr að því að byggja upp eigið fé í íbúðum, minnka greiðslubyrði og hraða eignamyndun. „Við erum með sömu krónutölu og þegar farið var af stað fyrir tíu árum, 750 þúsund af séreignasparnaði inn á íbúðalán fyrir hjón og 500 þús fyrir einstakling. Þetta hefur aldrei verið hækkað og mér finnst eðlilegt að hækka þetta hlutfall og byggja upp eignina í íbúðunum.“ Nóg af landsbyggðasköttum Samkvæmt tillögum ríkisstjórnar á að minnka hvata til að safna íbúðum með því að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar þeirra sem eiga margar íbúðir. Njáll segir útfæra þurfi þennan þátt betur og setja í samhengi við eigu sumarbústaða en söluhagnaður þeirra er skattfrjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Þá var ég að tala fyrir því að við ættum að líta á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík með sambærilegum hætti að þetta eru sumbarbústaðir landsbyggðafólk, aðgangur að þjónustu og börnin í háskóla og allt þetta“ Hann segir nóg komið af landsbyggðasköttum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þetta er enn eitt málið sem mér finnst óeðlilegt hvernig það er fram sett. Það þarf að finna góða lausn að það sé meira réttlæti varðandi þennan þátt.“ Þurfi að meta hvort aðgerðirnar séu letjandi Hann segir að vel geti verið að skoða þurfi þá staðreynd að einstaklingar eigi margar eignir. Eðlilegt sé að fólk eigi eina til tvær eignir umfram þá sem það býr í. „Það er svo margt eftir ef taka á heildstætt á húsnæðismálunum sem eru algjörlega komin í öngstræti. Ég er hræddur um að þetta leiði til þess að þessar íbúðir fari af markaðnum. Stór hluti af leigumarkaði er eldra fólk sem á kjallara- eða risíbúð. Við þurfum að gæta að þessu að það skemmi ekki of mikið út frá sér heldur bæti stöðuna. „Við þurfum að fá betra mat á hvort þetta hafi letjandi áhrif á leigumarkaðinn eða fyrir fyrstu kaupendur, hvort inngripið sé neikvætt,“ bætir Njáll við. Hann segir stærsta vandamálið hins vegar vera krísa vegna málefna Reykjavíkurborgar á undanförnum árum. „Þetta er algjör grundvallarmarkaður sem snýr að heimilum fólks. Innviðagjöld og lóðaskortur á Reykjavíkursvæðinu hefur gert að verkum að þetta er komið upp í tuttugu milljónir áður en byrjað er að byggja íbúðir. Þetta er ekki Hong Kong.“
Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lánamál Reykjavík Alþingi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira