Sport

Ný­liðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jón Bjarmi Sigurðsson hafði betur gegn nokkrum að reyndustu pílkösturum landsins.
Jón Bjarmi Sigurðsson hafði betur gegn nokkrum að reyndustu pílkösturum landsins. Vísir/Sýn Sport

Nýliðinn Jón Bjarmi Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari á fyrsta kvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti í gær.

Fyrsta kvöld úrvalsdeildarinnar fór fram á Hótel Selfoss á Selfossi í gær. 

Jón Bjarmi, sem er aðeins nýbyrjaður að kasta pílum, kom heldur betur eins og stormsveiður inn í deildina og stóð uppi sem sigurvegari. 

Hann vann Matthías Örn Friðriksson í fyrsta leik, landsliðsþjálfarann Kristján Sigurðsson í öðrum leik og lagði svo Vitor Charrua, sem fyrr um daginn hafði unnið Selfoss Open, í úrslitum.

„Ég sagði að ég vildi spila minn leik og það gekk eftir,“ sagði Jón Bjarmi í stuttu viðtali eftir sigurinn.

„Ég hafði engu að tapa í kvöld, það er bara svoleiðis. Pressan var á hinum.“

Öll útskot Jóns Bjarma og viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Fyrsta kvöld úrvalsdeildarinnar í pílu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×