Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar 20. október 2025 08:15 Virðulegi ráðherra, Ég og samstarfsfólk mitt höfum fylgst með áformum stjórnvalda um að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og færa verkefni þess frá sveitafélögum yfir til ríkisins (Matvælastofnunar og Umhverfis- og Orkustofnunar). Þetta eru viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif víða og því gríðarlega mikilvægt að ráðherra málaflokksins og ráðuneyti hans kynni sér vel starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Við vitum að áformin hafa verið unnin án fullnægjandi samráðs við sveitarfélög og fagfólk sem sinnir eftirlitinu. Engin heildstæð greining á kostnaði, áhrifum á þjónustu, starfsöryggi né lýðheilsu, liggur fyrir. Slíkt verklag er ófaglegt, það veldur okkur áhyggjum og er óásættanlegt þegar fjallað er um öryggi og grunnþarfir þjóðarinnar. Það er umhugsunarefni að Matvælastofnun og Umhverfis- og Orkustofnun, sem hafa í áratugi haft það hlutverk að samræma starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og ekki sinnt því sem skyldi, eigi nú að taka við þeim verkefnum sem falla undir heilbrigðiseftirlitin. Komið hefur fram að síðustu ár hafi fjármagn frá ríkinu og raunhæfur stuðningur verið skorinn niður. Umhverfisstofnun var til að mynda lengi með einn starfsmann í hlutastarfi til að sinna samræmingu fyrir eftirlit með hollustuháttum. Þetta fyrirkomulag vakti óhjákvæmilega spurningar um forgangsröðun og ábyrgð ríkisins á þessu mikilvæga málaflokki. Nú kæri ráðherra er lausnin að kollvarpa kerfinu sem hefur verið vanfjármagnað og vansinnt í lengri tíma. Spyr ég þig, hvað mun þessi kollvörpun kosta samfélagið og hvernig mun það koma niður á öryggi íbúa? Virðulegi ráðherra mig langar að upplýsa þig um að eitt af megin hlutverkum Heilbrigðiseftirlits sveitafélaganna er að vernda almenning gegn hættum í umhverfinu. Heilbrigðiseftirlit er heildstætt eftirlit þar sem eftirlitið er út frá mörgum þáttum m.a. rannsaka kvartanir frá íbúum svo sem vegna hávaða, ólykt, taka neysluvatnssýni, bregðast við umhverfisvá, samstarf við Lögreglu, Vinnueftirlit, Eldvarnareftirlit, Byggingafulltrúa og öðrum stofnunum þegar þess gerist þörf. Dæmið um ólöglega matvælageymslu í Sóltúni sýnir hversu brýnt það er að viðhalda staðbundinni nærveru og skjótum viðbrögðum. Heilbrigðiseftirlitið brást við ábendingum almennings og fann tengingu við rekstraraðilann og stöðvaði starfsemi hans en hún var ógn við heilsu almennings. Þetta sýnir að virkt eftirlit í nærumhverfinu er ómetanlegt, eitthvað sem stórar, miðlægar ríkisstofnanir munu ekki geta tryggt með sama hætti. Það er hægt að halda áfram því snertifletir heilbrigðiseftirlitsins ná víða og liggja til margra málaflokka. Það er sérkennilegt að ætla að knýja fram slíkar kerfisbreytingar á svo skömmum tíma án heildstæðrar greiningar á áhrifum og afleiðingum þeirra. Óljóst er hvað verður um umhverfissamþykktir sveitarfélaganna og hver muni hafa vald til að framfylgja þeim, þar sem slíkar samþykktir krefjast skýrra lagaheimilda og stjórnsýsluábyrgðar. Annað dæmi sem kemur í hugann er endurskoðun laga um tóbaksvarnir og eftirlit með nikótínvörum. Hefur verið metið hvernig þessi breyting á skipulagi eftirlits mun hafa áhrif á framkvæmd þess eftirlits? Listinn heldur áfram og því hvet ég þig, virðulegi ráðherra og ráðuneyti þitt til að stíga skref til baka, endurmeta áformin og leggja fram faglega úttekt sem tekur til verkefna, mannauðs, tækjabúnaðar og samfélagslegra áhrifa áður en lengra er haldið. Hvað er það sem þarf að bæta? Þá þarf að tryggja raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlitin, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að lokum vil ég og samstarfsfólk mitt bjóða þig velkominn í heimsókn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að kynnast starfseminni og sjá af eigin raun hversu víðtæk og samfélagslega mikilvæg þessi þjónusta er sem við sinnum. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Sjá meira
Virðulegi ráðherra, Ég og samstarfsfólk mitt höfum fylgst með áformum stjórnvalda um að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og færa verkefni þess frá sveitafélögum yfir til ríkisins (Matvælastofnunar og Umhverfis- og Orkustofnunar). Þetta eru viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif víða og því gríðarlega mikilvægt að ráðherra málaflokksins og ráðuneyti hans kynni sér vel starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Við vitum að áformin hafa verið unnin án fullnægjandi samráðs við sveitarfélög og fagfólk sem sinnir eftirlitinu. Engin heildstæð greining á kostnaði, áhrifum á þjónustu, starfsöryggi né lýðheilsu, liggur fyrir. Slíkt verklag er ófaglegt, það veldur okkur áhyggjum og er óásættanlegt þegar fjallað er um öryggi og grunnþarfir þjóðarinnar. Það er umhugsunarefni að Matvælastofnun og Umhverfis- og Orkustofnun, sem hafa í áratugi haft það hlutverk að samræma starfsemi Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna og ekki sinnt því sem skyldi, eigi nú að taka við þeim verkefnum sem falla undir heilbrigðiseftirlitin. Komið hefur fram að síðustu ár hafi fjármagn frá ríkinu og raunhæfur stuðningur verið skorinn niður. Umhverfisstofnun var til að mynda lengi með einn starfsmann í hlutastarfi til að sinna samræmingu fyrir eftirlit með hollustuháttum. Þetta fyrirkomulag vakti óhjákvæmilega spurningar um forgangsröðun og ábyrgð ríkisins á þessu mikilvæga málaflokki. Nú kæri ráðherra er lausnin að kollvarpa kerfinu sem hefur verið vanfjármagnað og vansinnt í lengri tíma. Spyr ég þig, hvað mun þessi kollvörpun kosta samfélagið og hvernig mun það koma niður á öryggi íbúa? Virðulegi ráðherra mig langar að upplýsa þig um að eitt af megin hlutverkum Heilbrigðiseftirlits sveitafélaganna er að vernda almenning gegn hættum í umhverfinu. Heilbrigðiseftirlit er heildstætt eftirlit þar sem eftirlitið er út frá mörgum þáttum m.a. rannsaka kvartanir frá íbúum svo sem vegna hávaða, ólykt, taka neysluvatnssýni, bregðast við umhverfisvá, samstarf við Lögreglu, Vinnueftirlit, Eldvarnareftirlit, Byggingafulltrúa og öðrum stofnunum þegar þess gerist þörf. Dæmið um ólöglega matvælageymslu í Sóltúni sýnir hversu brýnt það er að viðhalda staðbundinni nærveru og skjótum viðbrögðum. Heilbrigðiseftirlitið brást við ábendingum almennings og fann tengingu við rekstraraðilann og stöðvaði starfsemi hans en hún var ógn við heilsu almennings. Þetta sýnir að virkt eftirlit í nærumhverfinu er ómetanlegt, eitthvað sem stórar, miðlægar ríkisstofnanir munu ekki geta tryggt með sama hætti. Það er hægt að halda áfram því snertifletir heilbrigðiseftirlitsins ná víða og liggja til margra málaflokka. Það er sérkennilegt að ætla að knýja fram slíkar kerfisbreytingar á svo skömmum tíma án heildstæðrar greiningar á áhrifum og afleiðingum þeirra. Óljóst er hvað verður um umhverfissamþykktir sveitarfélaganna og hver muni hafa vald til að framfylgja þeim, þar sem slíkar samþykktir krefjast skýrra lagaheimilda og stjórnsýsluábyrgðar. Annað dæmi sem kemur í hugann er endurskoðun laga um tóbaksvarnir og eftirlit með nikótínvörum. Hefur verið metið hvernig þessi breyting á skipulagi eftirlits mun hafa áhrif á framkvæmd þess eftirlits? Listinn heldur áfram og því hvet ég þig, virðulegi ráðherra og ráðuneyti þitt til að stíga skref til baka, endurmeta áformin og leggja fram faglega úttekt sem tekur til verkefna, mannauðs, tækjabúnaðar og samfélagslegra áhrifa áður en lengra er haldið. Hvað er það sem þarf að bæta? Þá þarf að tryggja raunverulegt samráð við heilbrigðiseftirlitin, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að lokum vil ég og samstarfsfólk mitt bjóða þig velkominn í heimsókn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að kynnast starfseminni og sjá af eigin raun hversu víðtæk og samfélagslega mikilvæg þessi þjónusta er sem við sinnum. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun