Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. október 2025 09:02 Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Við í Viðreisn viljum frekar hvetja fólk áfram í stað þess að refsa því. Því munum við leggja fram tillögu í borgarráði í dag, 16. október, um Reykjavíkurmódel Viðreisnar. Það byggir á því að veita afslætti, breyta skipulagi leikskóladagsins og samræma frídaga í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar. Áskoranir leikskóla eru flóknari en svo að þær verði leystar með einu pennastriki og það er alveg ljóst að ekki er hægt að gera ekki neitt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum stóraukið fjármagn til leik- og grunnskóla borgarinnar. Það kom m.a. til eftir að ég leiddi vinnu við að endurskoða uppbyggingu rekstrarlíkans fyrir skólastigin, sem varð til þess að styrkja reksturinn. Einnig hefur margt verið gert til að bæta starfsaðstæður og umhverfi. Á undanförnum sjö árum hafa: launin verið hækkuð undirbúningstími verið lengdur stytting vinnuvikunar innleidd opnunartími í leikskólum borgarinnar styttur. fjöldi barna á hvern starfsmann og á hvern fermeter leikskólahúsnæðis fækkað. Þrátt fyrir þessar aðgerðir þá er ákall starfsfólks enn mikið og birtingarformið mannekla, há starfsmannavelta og mikill ófyrirsjáanleiki. Fótspor Viðreisnar Nú sést að Viðreisn er ekki lengur í meirihluta í borginni. Engin í núverandi meirihluta Reykjavíkur er að hugsa um vinnandi foreldra, millistéttina sem heldur uppi vinnumarkaðnum, útsvari og þjóðarframleiðslu. Við í Viðreisn voru varla farin úr meirihluta borgarinnar þegar rykið var dustað af gamalgrónum tillögum Samfylkingar og vinstri flokkanna um tekjutengingar í gjaldskrá leikskóla Reykjavíkur. Með stighækkandi tekjutengdum afsláttum er verið að auka jaðarskatta á millistéttina, unga vinnandi foreldra. Tillögurnar ganga einnig út á að foreldrar sem þurfa fulla vistun verður refsað með háum aukagjöldum. Þessar tillögur sem nú liggja fyrir þýða verulega hækkun á gjaldskrá fyrir stóran hóp foreldra. Gott og aðgengilegt leikskólakerfi er mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku kvenna, fyrir öflugt samfélag og fyrir barnafjölskyldur. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður risaskref afturábak. Viðreisn mótmælir öllum breytingum sem snúa að því að krónupína foreldra til að stytta vinnudaginn sinn, umfram raunverulegan vilja þeirra. Svona ákvarðanir hafa áhrif á starfsþróunarmöguleika kvenna og lífeyrisréttindi þeirra, auk þess að vera þjóðhagslega óhagkvæmt. Fyrirsjáanleiki sjálfsagður og mikilvægur Tillagan sem snýr að skráningu barna er að okkar mati sjálfsögð og nauðsynleg fyrir fyrirsjáanleika og rekstur leikskóla. Slíkt mun hafa góð áhrif út í atvinnulífið sem þarf þá einnig að bregðast við með langtíma skipulagi hvað varðar frí og sveigjanleika foreldra. Við höfum oft heyrt hvað nágrannaþjóðir okkar vinna í gegnsæu vikuskipulagi. Vetrarfrí og frídagar koma engum á óvart þar enda er allt slíkt skipulag vel samræmt milli svæða og skólastiga. Hér á landi vöknum við vanalega upp við vondan draum þegar vetrarfrí birtast skyndilega í dagatalinu og landinn ekki viðbúin með viðeigandi frí eða skipulag. Við í Viðreisn styðjum allar góðar hugmyndir um betra skipulag og fyrirsjáanleika sem einnig verður að vera að einhverju leyti sveigjanlegur fyrir fjölbreyttar fjölskyldur. Við leggjum fyrir tillögu í borgarráði í dag 16. október, Reykjavíkurmódel Viðreisnar. Tillögu sem mætir bæði þörfum foreldra og þörfum leikskólanna um bætt starfsumhverfi. Reykjavíkurmódel Viðreisnar byggist á að: Skráning verði tekin upp, í upphafi hverrar annar, um vistunartíma í kringum frídaga s.s. dagana fyrir jól, milli hátíða, í dymbilviku, í vetrarfríum og á styttri föstudögum. Sveigjanleiki verði fyrir foreldra að staðfesta vistunartíma með 4ja vikna fyrirvara (eftir það fellur afsláttur niður sjá lið 2.) Afsláttur verði gefin fyrir ónýtt pláss í kringum frídaga og styttri föstudaga (sjá lið 1.) Ekki verði aukagjald fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Afsláttur verði 4000 kr. fyrir hvern skráningardag. Ef enginn skráningardagur er nýttur fellur námsgjald niður í maí. Engin breyting verði á vistunartíma eða opnunartíma. Að tekið verði upp samræmt skipulag, í öllum hverfum borgarinnar, fyrir vetrarfrí og starfsdaga fyrir grunn- og leikskóla. Að leikskóladeginum verði skipt upp þannig að starfið í eftirmiðdaginn verði þróað í krakkafrístund, hreyfistund, listastund eða annað skapandi starf með börnum. Við leggjum hér til millileið þar sem tekið er á báðum þáttum í fyrirliggjandi tillögu stýrihóps þ.e. skráningu og skipulagi ásamt því að afsláttur er gefin af afskráningu á dvalartíma. Þannig fá þau sem þurfa minni vistun afslátt en foreldrum sem þurfa fulla vistun er ekki refsað. Finnum góðar lausnir til að bæta starfsaðstæður án þess að refsa foreldrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Við í Viðreisn viljum frekar hvetja fólk áfram í stað þess að refsa því. Því munum við leggja fram tillögu í borgarráði í dag, 16. október, um Reykjavíkurmódel Viðreisnar. Það byggir á því að veita afslætti, breyta skipulagi leikskóladagsins og samræma frídaga í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar. Áskoranir leikskóla eru flóknari en svo að þær verði leystar með einu pennastriki og það er alveg ljóst að ekki er hægt að gera ekki neitt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum stóraukið fjármagn til leik- og grunnskóla borgarinnar. Það kom m.a. til eftir að ég leiddi vinnu við að endurskoða uppbyggingu rekstrarlíkans fyrir skólastigin, sem varð til þess að styrkja reksturinn. Einnig hefur margt verið gert til að bæta starfsaðstæður og umhverfi. Á undanförnum sjö árum hafa: launin verið hækkuð undirbúningstími verið lengdur stytting vinnuvikunar innleidd opnunartími í leikskólum borgarinnar styttur. fjöldi barna á hvern starfsmann og á hvern fermeter leikskólahúsnæðis fækkað. Þrátt fyrir þessar aðgerðir þá er ákall starfsfólks enn mikið og birtingarformið mannekla, há starfsmannavelta og mikill ófyrirsjáanleiki. Fótspor Viðreisnar Nú sést að Viðreisn er ekki lengur í meirihluta í borginni. Engin í núverandi meirihluta Reykjavíkur er að hugsa um vinnandi foreldra, millistéttina sem heldur uppi vinnumarkaðnum, útsvari og þjóðarframleiðslu. Við í Viðreisn voru varla farin úr meirihluta borgarinnar þegar rykið var dustað af gamalgrónum tillögum Samfylkingar og vinstri flokkanna um tekjutengingar í gjaldskrá leikskóla Reykjavíkur. Með stighækkandi tekjutengdum afsláttum er verið að auka jaðarskatta á millistéttina, unga vinnandi foreldra. Tillögurnar ganga einnig út á að foreldrar sem þurfa fulla vistun verður refsað með háum aukagjöldum. Þessar tillögur sem nú liggja fyrir þýða verulega hækkun á gjaldskrá fyrir stóran hóp foreldra. Gott og aðgengilegt leikskólakerfi er mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku kvenna, fyrir öflugt samfélag og fyrir barnafjölskyldur. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður risaskref afturábak. Viðreisn mótmælir öllum breytingum sem snúa að því að krónupína foreldra til að stytta vinnudaginn sinn, umfram raunverulegan vilja þeirra. Svona ákvarðanir hafa áhrif á starfsþróunarmöguleika kvenna og lífeyrisréttindi þeirra, auk þess að vera þjóðhagslega óhagkvæmt. Fyrirsjáanleiki sjálfsagður og mikilvægur Tillagan sem snýr að skráningu barna er að okkar mati sjálfsögð og nauðsynleg fyrir fyrirsjáanleika og rekstur leikskóla. Slíkt mun hafa góð áhrif út í atvinnulífið sem þarf þá einnig að bregðast við með langtíma skipulagi hvað varðar frí og sveigjanleika foreldra. Við höfum oft heyrt hvað nágrannaþjóðir okkar vinna í gegnsæu vikuskipulagi. Vetrarfrí og frídagar koma engum á óvart þar enda er allt slíkt skipulag vel samræmt milli svæða og skólastiga. Hér á landi vöknum við vanalega upp við vondan draum þegar vetrarfrí birtast skyndilega í dagatalinu og landinn ekki viðbúin með viðeigandi frí eða skipulag. Við í Viðreisn styðjum allar góðar hugmyndir um betra skipulag og fyrirsjáanleika sem einnig verður að vera að einhverju leyti sveigjanlegur fyrir fjölbreyttar fjölskyldur. Við leggjum fyrir tillögu í borgarráði í dag 16. október, Reykjavíkurmódel Viðreisnar. Tillögu sem mætir bæði þörfum foreldra og þörfum leikskólanna um bætt starfsumhverfi. Reykjavíkurmódel Viðreisnar byggist á að: Skráning verði tekin upp, í upphafi hverrar annar, um vistunartíma í kringum frídaga s.s. dagana fyrir jól, milli hátíða, í dymbilviku, í vetrarfríum og á styttri föstudögum. Sveigjanleiki verði fyrir foreldra að staðfesta vistunartíma með 4ja vikna fyrirvara (eftir það fellur afsláttur niður sjá lið 2.) Afsláttur verði gefin fyrir ónýtt pláss í kringum frídaga og styttri föstudaga (sjá lið 1.) Ekki verði aukagjald fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Afsláttur verði 4000 kr. fyrir hvern skráningardag. Ef enginn skráningardagur er nýttur fellur námsgjald niður í maí. Engin breyting verði á vistunartíma eða opnunartíma. Að tekið verði upp samræmt skipulag, í öllum hverfum borgarinnar, fyrir vetrarfrí og starfsdaga fyrir grunn- og leikskóla. Að leikskóladeginum verði skipt upp þannig að starfið í eftirmiðdaginn verði þróað í krakkafrístund, hreyfistund, listastund eða annað skapandi starf með börnum. Við leggjum hér til millileið þar sem tekið er á báðum þáttum í fyrirliggjandi tillögu stýrihóps þ.e. skráningu og skipulagi ásamt því að afsláttur er gefin af afskráningu á dvalartíma. Þannig fá þau sem þurfa minni vistun afslátt en foreldrum sem þurfa fulla vistun er ekki refsað. Finnum góðar lausnir til að bæta starfsaðstæður án þess að refsa foreldrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun