Sport

Dag­skráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skipti­borðið missir ekki af neinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
DeAndre Kane og félagar í Grindavík heimsækja Álftanes í stórleik kvöldsins.
DeAndre Kane og félagar í Grindavík heimsækja Álftanes í stórleik kvöldsins. Vísir/Anton

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á fimmtudögum.

Í kvöld verður eins og á öllum fimmtudögum þátturinn Big Ben þar sem Guðmundur Benediktsson og Hjálmar Örn Jóhannsson fara yfir íþróttalífið en enska úrvalsdeildin fær þar stórt pláss. Kapparnir fá góða gesti í gott spjall.

Fjórir leikir verða sýndir beint í Bónus-deild karla í körfubolta og Skiptiborðið fylgist líka með þeim öllum samtímis og gerir síðan kvöldið upp í Tilþrifunum.

Stórleikur kvöldsins er á milli Álftaness og Grindavíkur en bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Skagamenn taka einnig á móti Njarðvík, KR fær Þór í heimsókn og Valur tekur á móti Ármanni.

Það verður einnig golf, enska B-deildin, þýski handboltinn og úrslitakeppni bandaríska hafnaboltans í beinni á sportstöðvunum í dag.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 19.10 hefst Skiptiborðið þar sem fylgst verður samtímis með öllum leikjum kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta.

Klukkan 21.10 hefjast Tilþrifin þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta.

Klukkan 22.10 hefst Big Ben sem er umræðu- og viðtalsþáttur um íþróttir í umsjón Guðmundar Benediktssonar.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik Álftaness og Grindavíkur í Bónus-deild karla í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 3

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik KR og Þórs úr Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 4

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik Vals og Ármanns í Bónus-deild karla í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 5

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik ÍA og Njarðvíkur í Bónus-deild karla í körfubolta.

SÝN Sport 3

Klukkan 03.00 hefst bein útsending frá BMW Ladies-meistaramótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi.

SÝN Sport 4

Klukkan 06.30 hefst bein útsending frá DP World India Championship í golfi.

Klukkan 09.25 hefst bein útsending frá DP World India Championship í golfi.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 16.55 hefst bein útsending frá leik Eisenach og Flensburg í þýsku bundesligunni í handbolta.

Klukkan 18.55 hefst bein útsending frá leik Huddersfield og Bolton í ensku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 21.00 hefst bein útsending frá leik Milwaukee Brewers og Los Angeles Dodgers í úrslitakeppni bandaríska hafnaboltans.

Klukkan 00.00 hefst bein útsending frá leik Seattle Mariners og Toronto Blue Jays í úrslitakeppni bandaríska hafnaboltans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×