Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 15. október 2025 07:15 Allt má kaupa nema tímann segir máltækið en þó kostar hver klukkustund. Fyrir fyrirtæki er tími beinlínis rekstrarkostnaður. Því lengri tíma sem verkefnin taka, því hærra verð á vörunni eða þjónustunni. Fyrir okkur sjálf er tíminn það dýrmætasta sem við eigum. Tíminn með fjölskyldunni, vinum og okkur sjálfum. Líkt og hjá fyrirtækjunum skiptir hver klukkustund máli. Því minni tíma sem við höfum til að sinna fyrirtæki lífsins, því meiri verður kostnaðurinn fyrir vellíðan og heilsu okkar. Það er hægt og raunar nauðsynlegt að skipuleggja borgina með tíma fólks í forgrunni. Þær ákvarðanir sem teknar eru í skipulags- og samgöngumálum geta annaðhvort stytt eða lengt þann tíma sem við eyðum á milli heimilisins og vinnunnar eða í að veita þjónustu. Út á við tala borgarfulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og nú Flokks fólksins gjarnan fyrir því að auðvelda fólki að komast á milli staða og bæta öryggi. Hið sanna er að allar þeirra ákvarðanir hafa kerfisbundið lengt ferðatíma og aukið tafir með tilheyrandi umferðaröngþveiti undir yfirskini öryggis svo íbúar kyngi meðalinu. Það sést á verkunum hve lítil virðing er borin fyrir tíma fólks Breytingarnar á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls eru klassískt dæmi. Í nafni öryggis voru tvær beygjuakreinar fjarlægðar en til að núlla út umferðartafir yrði snjallri umferðarljósastýringu komið á. Þó voru þetta ein öruggustu gatnamót borgarinnar miðað við umferðarþunga. Í áratug hafði eitt slys orðið á óvörðum vegfarenda og þá ekki í beygjuakreinunum. Síðan þóttust borgarfulltrúar meirihlutans koma af fjöllum yfir umferðartöfunum og öngþveitinu sem fylgdi. Þetta væri tímabundið, það þyrfti bara að klára að tengja ljósin rétt. Svo kom í ljós að það lá fyrir skýrsla sem spáði fyrir um mörg hundruð metra langri bílaröð vegna breytinganna. Þúsundir íbúa sem starfa og búa á þessu svæði hafa tapað að minnsta kosti klukkustund úr lífi sínu daglega vegna þessa. Gatnamót Sæbrautar og Kleppsmýrarvegs eru annað dapurlegt dæmi. Þrátt fyrir að vera meðal umferðarþyngstu gatnamótum borgarinnar hafa almennt færri slys átt sér þar stað en á öðrum gatnamótum sem bera aðra eins umferð. Á 10 ára tímabili frá 2013 til 2023 urðu fjögur slys á óvörðum vegfarenda, tvö slys með litlum meiðslum og tvö alvarlegri samkvæmt slysakorti Samgöngustofu. Í ágúst 2023 var beygjuakrein fjarlægð auk smávægilegra breytinga, t.d. upphækkun á gönguþverunum. Fyrir lá að umtalsverðar umferðartafir yrðu í kjölfarið en það réttlætt með „ótvíræðum ávinningi hvað varðar umferðaröryggi“ eins og það var orðað. Síðan hafa orðið tvö slys með litlum meiðslum á óvörðum vegfarenda samkvæmt slysakortinu, eitt á meðan framkvæmdum stóð 2023 og annað í árslok 2024. Í september það ár bárust síðan harmfréttir af banaslysi þar sem ekið var á gangandi vegfarenda á gatnamótunum. Framkvæmdin hefur því engan ávinning haft fyrir umferðaröryggi gangandi og hjólandi heldur mögulega gert illt verra, sé fjöldi slysa á óvörðum vegfarendum á gatnamótunum eftir framkvæmdirnar borin saman við fjölda slysa á jafnlöngu tímabili fyrir framkvæmdirnar. Ekki einungis hafa þessar gagnslausu breytingar haft af vegfarendum verðmætan tíma heldur líka skattfé. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að þegar umferðartafir eru skipulagðar í nafni öryggis að ekki leiði til slysa skömmu síðar en ekkert heyrist frá borgarfulltrúum meirihlutans. Því þarfir fólks skiptu aldrei máli Þótt þeir skipti um lag þegar hentar hafa borgarfulltrúar meirihlutans margsinnis lýst því yfir á borgarstjórnarfundum að tefja verði bílaumferð til að pína fólk í aðra faramáta. Bætt öryggi var aldrei markmiðið í sjálfu sér þó menn væntu að slíkt myndi fylgja. Aftur á móti er það rauði þráðurinn í öllum rannsóknum að skilvirkt flæði allra vegfarenda um götur og gatnamót sé langveigamesti þátturinn í öryggi en ekki fararmátinn sjálfur. Rannsóknir hafa sýnt að þó bílum sé fækkað og umferð hjólandi aukin fjölgar gjarnan árekstrum sé göturýmið er ekki endurhannað með tilliti til flæðis. Fólk vill komast hratt og greiðlega um sama hvernig það ferðast og það er einungis þegar hönnun og skipulag tekur mið að því markmiði sem öryggis er gætt. Borgarbúar eru með allskonar þarfir. Öll erum við að reyna að leysa verkefni hversdagsins og reyna að komast leiðar okkar. Veri það vegna vinnunnar, barnanna, að reyna ná í búðina eða ræktina, elda mat eða bara hvílast. Þessi vinnubrögð borgarstjórnarmeirihlutans tala sínu máli, þau er þeirra verðmat á þínum tíma. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Sjá meira
Allt má kaupa nema tímann segir máltækið en þó kostar hver klukkustund. Fyrir fyrirtæki er tími beinlínis rekstrarkostnaður. Því lengri tíma sem verkefnin taka, því hærra verð á vörunni eða þjónustunni. Fyrir okkur sjálf er tíminn það dýrmætasta sem við eigum. Tíminn með fjölskyldunni, vinum og okkur sjálfum. Líkt og hjá fyrirtækjunum skiptir hver klukkustund máli. Því minni tíma sem við höfum til að sinna fyrirtæki lífsins, því meiri verður kostnaðurinn fyrir vellíðan og heilsu okkar. Það er hægt og raunar nauðsynlegt að skipuleggja borgina með tíma fólks í forgrunni. Þær ákvarðanir sem teknar eru í skipulags- og samgöngumálum geta annaðhvort stytt eða lengt þann tíma sem við eyðum á milli heimilisins og vinnunnar eða í að veita þjónustu. Út á við tala borgarfulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og nú Flokks fólksins gjarnan fyrir því að auðvelda fólki að komast á milli staða og bæta öryggi. Hið sanna er að allar þeirra ákvarðanir hafa kerfisbundið lengt ferðatíma og aukið tafir með tilheyrandi umferðaröngþveiti undir yfirskini öryggis svo íbúar kyngi meðalinu. Það sést á verkunum hve lítil virðing er borin fyrir tíma fólks Breytingarnar á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls eru klassískt dæmi. Í nafni öryggis voru tvær beygjuakreinar fjarlægðar en til að núlla út umferðartafir yrði snjallri umferðarljósastýringu komið á. Þó voru þetta ein öruggustu gatnamót borgarinnar miðað við umferðarþunga. Í áratug hafði eitt slys orðið á óvörðum vegfarenda og þá ekki í beygjuakreinunum. Síðan þóttust borgarfulltrúar meirihlutans koma af fjöllum yfir umferðartöfunum og öngþveitinu sem fylgdi. Þetta væri tímabundið, það þyrfti bara að klára að tengja ljósin rétt. Svo kom í ljós að það lá fyrir skýrsla sem spáði fyrir um mörg hundruð metra langri bílaröð vegna breytinganna. Þúsundir íbúa sem starfa og búa á þessu svæði hafa tapað að minnsta kosti klukkustund úr lífi sínu daglega vegna þessa. Gatnamót Sæbrautar og Kleppsmýrarvegs eru annað dapurlegt dæmi. Þrátt fyrir að vera meðal umferðarþyngstu gatnamótum borgarinnar hafa almennt færri slys átt sér þar stað en á öðrum gatnamótum sem bera aðra eins umferð. Á 10 ára tímabili frá 2013 til 2023 urðu fjögur slys á óvörðum vegfarenda, tvö slys með litlum meiðslum og tvö alvarlegri samkvæmt slysakorti Samgöngustofu. Í ágúst 2023 var beygjuakrein fjarlægð auk smávægilegra breytinga, t.d. upphækkun á gönguþverunum. Fyrir lá að umtalsverðar umferðartafir yrðu í kjölfarið en það réttlætt með „ótvíræðum ávinningi hvað varðar umferðaröryggi“ eins og það var orðað. Síðan hafa orðið tvö slys með litlum meiðslum á óvörðum vegfarenda samkvæmt slysakortinu, eitt á meðan framkvæmdum stóð 2023 og annað í árslok 2024. Í september það ár bárust síðan harmfréttir af banaslysi þar sem ekið var á gangandi vegfarenda á gatnamótunum. Framkvæmdin hefur því engan ávinning haft fyrir umferðaröryggi gangandi og hjólandi heldur mögulega gert illt verra, sé fjöldi slysa á óvörðum vegfarendum á gatnamótunum eftir framkvæmdirnar borin saman við fjölda slysa á jafnlöngu tímabili fyrir framkvæmdirnar. Ekki einungis hafa þessar gagnslausu breytingar haft af vegfarendum verðmætan tíma heldur líka skattfé. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að þegar umferðartafir eru skipulagðar í nafni öryggis að ekki leiði til slysa skömmu síðar en ekkert heyrist frá borgarfulltrúum meirihlutans. Því þarfir fólks skiptu aldrei máli Þótt þeir skipti um lag þegar hentar hafa borgarfulltrúar meirihlutans margsinnis lýst því yfir á borgarstjórnarfundum að tefja verði bílaumferð til að pína fólk í aðra faramáta. Bætt öryggi var aldrei markmiðið í sjálfu sér þó menn væntu að slíkt myndi fylgja. Aftur á móti er það rauði þráðurinn í öllum rannsóknum að skilvirkt flæði allra vegfarenda um götur og gatnamót sé langveigamesti þátturinn í öryggi en ekki fararmátinn sjálfur. Rannsóknir hafa sýnt að þó bílum sé fækkað og umferð hjólandi aukin fjölgar gjarnan árekstrum sé göturýmið er ekki endurhannað með tilliti til flæðis. Fólk vill komast hratt og greiðlega um sama hvernig það ferðast og það er einungis þegar hönnun og skipulag tekur mið að því markmiði sem öryggis er gætt. Borgarbúar eru með allskonar þarfir. Öll erum við að reyna að leysa verkefni hversdagsins og reyna að komast leiðar okkar. Veri það vegna vinnunnar, barnanna, að reyna ná í búðina eða ræktina, elda mat eða bara hvílast. Þessi vinnubrögð borgarstjórnarmeirihlutans tala sínu máli, þau er þeirra verðmat á þínum tíma. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun