Lífið

„Ég er til­búin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heiðdís Rós og Laameri kynntut í New York.
Heiðdís Rós og Laameri kynntut í New York.

Heiðdís Rós Reynisdóttir, athafnakona og förðunarfræðingur, og kærasti hennar Laameri, bílasali, fögnuðu eins árs sambandsafmæli sínu um helgina. Í tilefni tímamótanna samdi Heiðdís Rós lag sem hún tileinkaði kærastanum. 

„Til mannsins sem ég hélt að væri ekki til. Hann er góður, umhyggjusamur, sterkur, myndarlegur og frábær manneskja. Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða. Ég elska þig,“ skrifaði Heiðdís og deildi laginu í færslu á Instagram. Ljóst er að ástin blómstrar á milli þeirra.

Heiðdís og Laameri kynntust í New York þar sem hann býr og starfar sem bílasali glæsibifreiða. 

Heiðdís Rós býr í Miami, þar sem hún rekur fyrirtækið The Dutchess Life VIP, sem sérhæfir sig í lúxusferðum fyrir efnaða einstaklinga. Hún hefur búið í Bandaríkjunum í rúman áratug. 

Sjá: Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York

Heiðdís lét sér ekki nægja að semja lag fyrir kærastann, heldur birti hún einnig tvær aðrar afar einlægar færslur á Instagram ásamt fjölda mynda af þeim saman síðastliðna mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.