Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Hjörvar Ólafsson skrifar 27. september 2025 21:04 vísir/hulda margrét Íslandsmeistarar Hauka mættu bikarmeisturum Njarðvíkur í Meistarakeppni kvenna í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Njarðvík var spáð efsta sæti í spám bæði fjölmiðla og forráðamanna félaganna í Bónus-deild kvenna á kynningarfundi KKÍ á dögunum. Njarðvíkingar byrjuðu tímabilið vel með sigri í þessum leik og eru meistarar meistaranna. Njarðvík hóf leikinn betur en Njarðvíkingar náðu fljótlega tíu stiga forystu 12-2 og voru tæplega stigum yfir fram í seinni hluta fyrsta leikhluta. Eftir það vöknuðu Haukar til lífsins og leikurinn jafnaðist. Njarðvík fór hins vegar með 28-24 forskot inn í fyrstu fjórðungaskiptin. Haukar komu aftur á móti sterkari inn í annan leikhluta og þegar skammt var eftir af leikhlutanum jafnaði Amandine Justine Toi metin af vítalínunni. Amandine Justine Toi kom svo Haukum yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar tæp mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Leikmenn Hauka hömruðu járnið á meðan það var heitt og þá einkum og sér í lagi Amandine Justine Toi sem skoraði 18 stig í fyrri hálfleik. Haukar skoruðu síðustu fimm stig annars leikhluta og voru 47-42 yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Amandine Justine Toi hélt áfram frá því sem frá var horfið og opnaði þriðja leihluta með þriggja stiga körfu. Krystal-Jade Freeman vildi ekki vera eftirbátur liðsfélaga síns og þær voru máttarstólpar í því að byggja upp stiga mun 57-47 um miðjan þriðja leikhluta. Njarðvík nálægt því að kasta sigrinum frá sér Þá var komið að Njarðvík að taka áhlaup þar sem Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez voru í aðalhlutverki. Krista Gló Magnúsdóttir minnkaði muninn í 59-55 með þriggja stiga körfu undir lok leikhlutans og Njarðvík var svo 69-65 yfir þegar liðin voru á leiðinni inn í fjórða og síðasta leikhlutann. Leikmenn Njarðvíkur juku svo forystu sína jafnt og þétt í fjórða leihluta og Helena Rafnsdóttir kom Njarðvíkurliðinu í 81-70 þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Margir héldu að Brittany Dinkins væri búin að slökkva þann litla vonarneista sem var í Haukum með öðrum þristi skömmu síðar. Haukar áttu hins vegar eitt áhlaup enn inni í pokahorninu og Amandine Justine Toi minnkaði muninn í 86-83 þegar rúmlega 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar fengu boltann aftur en Amandine Justine Toi komst ekki upp í þriggja stiga skot til að koma leiknum í framlengingu þannig að Njarðvík fór að lokum með 86-83 sigur af hólmi og tryggði sér fyrsta titil keppnistímabilsins. Atvik leiksins Það var hiti í leiknum á köflum og Sólrún Inga Gísladóttir og Brittany Dinkins lentu í stimpingum. Sem betur fer náðu dómaranir og leikmenn liðanna að skakka leikinn og leikurinn fór heilt yfir heiðarlega fram þó hart væri barist. Stjörnur og skúrkar Hulda María Agnarsdóttir var stöðug allan leikinn og skilaði 18 stigum á töfluna fyrir Njarðvík en Brittany Dinkins var stigahæstu hjá Njarðvíkurliðinu með 20 stig. Paulina Hersler var öflug undir körfunni hjá Njarðvík en hún tók 10 fráköst og lagði 15 stig í púkkinn. Danielle Victoria Rodriguez var svo með 12 stig, 13 fráköst og sjö stoðsendingar fyrir Njarðvík. Amandine Justine Toi bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn Hauka en hún skoraði 35 stig í leiknum og leiddi alla góða kafla liðsins. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Jóhannes Páll Friðriksson, Jakob Árni Ísleifsson og Sófus Máni Bender höfðu ágætis tök á þessum leik og fá þar af leiðandi sjö í einkunn. Stemming og umgjörð Stuðningsmenn liðanna eru greinilega spenntir fyrir komandi keppnistímabili og það var vel mætt á pallana og liðin rækilega studd af sínu fólki. Bónus-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík
Íslandsmeistarar Hauka mættu bikarmeisturum Njarðvíkur í Meistarakeppni kvenna í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. Njarðvík var spáð efsta sæti í spám bæði fjölmiðla og forráðamanna félaganna í Bónus-deild kvenna á kynningarfundi KKÍ á dögunum. Njarðvíkingar byrjuðu tímabilið vel með sigri í þessum leik og eru meistarar meistaranna. Njarðvík hóf leikinn betur en Njarðvíkingar náðu fljótlega tíu stiga forystu 12-2 og voru tæplega stigum yfir fram í seinni hluta fyrsta leikhluta. Eftir það vöknuðu Haukar til lífsins og leikurinn jafnaðist. Njarðvík fór hins vegar með 28-24 forskot inn í fyrstu fjórðungaskiptin. Haukar komu aftur á móti sterkari inn í annan leikhluta og þegar skammt var eftir af leikhlutanum jafnaði Amandine Justine Toi metin af vítalínunni. Amandine Justine Toi kom svo Haukum yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar tæp mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Leikmenn Hauka hömruðu járnið á meðan það var heitt og þá einkum og sér í lagi Amandine Justine Toi sem skoraði 18 stig í fyrri hálfleik. Haukar skoruðu síðustu fimm stig annars leikhluta og voru 47-42 yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Amandine Justine Toi hélt áfram frá því sem frá var horfið og opnaði þriðja leihluta með þriggja stiga körfu. Krystal-Jade Freeman vildi ekki vera eftirbátur liðsfélaga síns og þær voru máttarstólpar í því að byggja upp stiga mun 57-47 um miðjan þriðja leikhluta. Njarðvík nálægt því að kasta sigrinum frá sér Þá var komið að Njarðvík að taka áhlaup þar sem Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez voru í aðalhlutverki. Krista Gló Magnúsdóttir minnkaði muninn í 59-55 með þriggja stiga körfu undir lok leikhlutans og Njarðvík var svo 69-65 yfir þegar liðin voru á leiðinni inn í fjórða og síðasta leikhlutann. Leikmenn Njarðvíkur juku svo forystu sína jafnt og þétt í fjórða leihluta og Helena Rafnsdóttir kom Njarðvíkurliðinu í 81-70 þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Margir héldu að Brittany Dinkins væri búin að slökkva þann litla vonarneista sem var í Haukum með öðrum þristi skömmu síðar. Haukar áttu hins vegar eitt áhlaup enn inni í pokahorninu og Amandine Justine Toi minnkaði muninn í 86-83 þegar rúmlega 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar fengu boltann aftur en Amandine Justine Toi komst ekki upp í þriggja stiga skot til að koma leiknum í framlengingu þannig að Njarðvík fór að lokum með 86-83 sigur af hólmi og tryggði sér fyrsta titil keppnistímabilsins. Atvik leiksins Það var hiti í leiknum á köflum og Sólrún Inga Gísladóttir og Brittany Dinkins lentu í stimpingum. Sem betur fer náðu dómaranir og leikmenn liðanna að skakka leikinn og leikurinn fór heilt yfir heiðarlega fram þó hart væri barist. Stjörnur og skúrkar Hulda María Agnarsdóttir var stöðug allan leikinn og skilaði 18 stigum á töfluna fyrir Njarðvík en Brittany Dinkins var stigahæstu hjá Njarðvíkurliðinu með 20 stig. Paulina Hersler var öflug undir körfunni hjá Njarðvík en hún tók 10 fráköst og lagði 15 stig í púkkinn. Danielle Victoria Rodriguez var svo með 12 stig, 13 fráköst og sjö stoðsendingar fyrir Njarðvík. Amandine Justine Toi bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn Hauka en hún skoraði 35 stig í leiknum og leiddi alla góða kafla liðsins. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Jóhannes Páll Friðriksson, Jakob Árni Ísleifsson og Sófus Máni Bender höfðu ágætis tök á þessum leik og fá þar af leiðandi sjö í einkunn. Stemming og umgjörð Stuðningsmenn liðanna eru greinilega spenntir fyrir komandi keppnistímabili og það var vel mætt á pallana og liðin rækilega studd af sínu fólki.
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn