Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 10:00 Framtíðarleikmenn stórvelda? Mohamed Dabone (t.v.) er enn 13 ára en búinn að spila æfingaleik með Barcelona. Moussa Balla Traoré (t.h.) er 11 ára og kominn í U14-lið Real Madrid. Samsett/Getty/Real Madrid Á meðan að erkifjendurnir í Barcelona undirbúa að koma hinum 13 ára gamla og 210 sentímetra Mohamed Dabone inn í sitt lið hefur Real Madrid nú fengið 11 ára strák sem virðist ekki heldur nein smásmíði. Dabone hefur þegar fengið að spreyta sig í æfingaleik með aðalliði Barcelona og samkvæmt spænskum miðlum vinna Börsungar nú að því að fá leyfi fyrir því að hann spili í efstu deild Spánar og Euroleague. Dabone kom til Barcelona frá Búrkína Fasó árið 2022 og verður 14 í næsta mánuði en samkvæmt spænskum lögum þurfa krakkar að hafa náð 16 ára aldri til að mega vinna. Joan Penarroya, þjálfari Barcelona, mun hafa íhugað að láta Dabone spila strax á síðustu leiktíð en samkvæmt Cadena SER strandaði það á leyfismálum sem nú er í vinnslu að klára. Nú gæti svo annar ungur strákur farið að vekja athygli, eftir að Real fékk hinn 11 ára Moussa Balla Traoré. ¡SOLO TIENE 11 AÑOS! 🤯🏀 Moussa Balla Traore nació el 24 de octubre de 2013 en Mali y recientemente fichó por la cantera de Real Madrid Baloncesto.👉 Jugará el Infantil A con el Merengue. pic.twitter.com/nKSKwN39lO— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) September 22, 2025 Myndin af honum á heimasíðu Real hefur að minnsta kosti strax vakið mikla athygli þar sem netverjum þykir hann hafa ansi mikla líkamlega burði og grínast með að hann hljóti frekar að eiga 11 ára son sjálfur. Traoré, sem er frá Malí, verður ekki 18 ára fyrr en 24. október 2031. Honum er ætlað að spila með U14-liði Real til að byrja með en spænskir miðlar segja alveg ljóst að hann standi upp úr hvað líkamlega burði snertir. Það verður svo að koma í ljós hvort að Dabone eða Traoré takist að slá metið sem Bassala Bagayoko frá Malí setti vorið 2021, þegar hann varð yngsti leikmaður í sögu ACB-deildarinnar með því að spila fyrir Fuenlabrada, aðeins 14 ára og 7 mánaða gamall. Spænski körfuboltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Dabone hefur þegar fengið að spreyta sig í æfingaleik með aðalliði Barcelona og samkvæmt spænskum miðlum vinna Börsungar nú að því að fá leyfi fyrir því að hann spili í efstu deild Spánar og Euroleague. Dabone kom til Barcelona frá Búrkína Fasó árið 2022 og verður 14 í næsta mánuði en samkvæmt spænskum lögum þurfa krakkar að hafa náð 16 ára aldri til að mega vinna. Joan Penarroya, þjálfari Barcelona, mun hafa íhugað að láta Dabone spila strax á síðustu leiktíð en samkvæmt Cadena SER strandaði það á leyfismálum sem nú er í vinnslu að klára. Nú gæti svo annar ungur strákur farið að vekja athygli, eftir að Real fékk hinn 11 ára Moussa Balla Traoré. ¡SOLO TIENE 11 AÑOS! 🤯🏀 Moussa Balla Traore nació el 24 de octubre de 2013 en Mali y recientemente fichó por la cantera de Real Madrid Baloncesto.👉 Jugará el Infantil A con el Merengue. pic.twitter.com/nKSKwN39lO— TNT Sports Argentina (@TNTSportsAR) September 22, 2025 Myndin af honum á heimasíðu Real hefur að minnsta kosti strax vakið mikla athygli þar sem netverjum þykir hann hafa ansi mikla líkamlega burði og grínast með að hann hljóti frekar að eiga 11 ára son sjálfur. Traoré, sem er frá Malí, verður ekki 18 ára fyrr en 24. október 2031. Honum er ætlað að spila með U14-liði Real til að byrja með en spænskir miðlar segja alveg ljóst að hann standi upp úr hvað líkamlega burði snertir. Það verður svo að koma í ljós hvort að Dabone eða Traoré takist að slá metið sem Bassala Bagayoko frá Malí setti vorið 2021, þegar hann varð yngsti leikmaður í sögu ACB-deildarinnar með því að spila fyrir Fuenlabrada, aðeins 14 ára og 7 mánaða gamall.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira