Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar 18. september 2025 11:31 Það að greinast með ólæknandi heilkenni er áfall. Það hefur áhrif á þá sem greinast og fólkið í kringum þau hvort sem er fjölskyldu, vini, samstarfsfólk eða aðra. POTS er ólæknandi heilkenni og með heilkenni er átt við samansafn af einkennum og lífeðlisfræðilegum breytingum sem koma saman en orsakir heilkennisins geta verið mismunandi. POTS er fyrst og fremst röskun í ósjálfráða taugakerfinu. Sú staðreynd liggur skýr fyrir að POTS herjar mun frekar á konur en önnur kyn. Ástæða þess er að mörgu leyti enn rannsóknarefni. Það sem við vitum hins vegar er að hormónin estrógen og prógesterón hafa áhrif á ósjálfráða taugakerfið eins og t.d. hjarta- og æðakerfi. Heildarblóðmagn er almennt minna hjá þeim sem eru með leg og ónæmiskerfið er oft veikara hjá þeim hópi líka. Fyrir því eru margar ástæður. Fæðingar hafa gríðarlega mikil áhrif á barnshafandi líkama og getur verið kveikja fyrir POTS. Áföll geta einnig verið kveikja sem og aðgerðir, slys og vírusar. Þekkt er að konur leiti sér fremur læknisaðstoðar en önnur kyn og þar af leiðandi er meira af konum sem tala við lækna um veikindi sín. Rannsóknarskekkja er á heilkenninu sem birtist meðal annars í því að heilkennið er ekki jafn vinsælt rannsóknarefni og sjúkdómar sem birtast með jafnara kynjahlutfall en einnig gæti verið vangreining hjá körlum og kvár þar sem þau leita síður í heilbrigðiskerfið. Þar sem heilkennið er ekki eins vel rannsakað og margt annað þá er þekkingin innan samfélagsins einnig ábótavant, þ.m.t. innan heilbrigðiskerfisins. Eins og áður sagði leita konur fremur til læknis en önnur kyn og eru konur að greinast með POTS í meira mæli en önnur kyn. Upplifun þeirra kvenna sem greinst hafa með POTS hér á landi og hafa leitað sér hjálpar í heilbrigðiskerfinu er því miður oft á tíðum afar sorgleg og lýsir töluverðri vanþekkingu á heilkenninu. Ekki bætti úr skák ákvörðun sjúkratrygginga Íslands um að stöðva niðurgreiðslu vökvagjafa og síðar ummæli heilbrigðisráðherra að erfitt væri fyrir fólk að „hætta meðferð sem það trúir á“. Ástæða þess að fólk með POTS leitar til heilbrigðiskerfisins geta verið margar en þær helstu eru ítrekuð yfirlið, skert hreyfigeta, óreglulegur og hraður hjartsláttur, svimi, höfuðverkur, mæði, blóðpollar á líkama, meltingarvandamál og svefntruflanir. Listinn er ekki tæmandi. Þegar þið lesið yfir þetta gætuð þið mögulega gert ykkur í hugarlund að einkennin eigi við ýmislegt annað heldur en POTS. Mörg fá því greiningu á ýmsu öðru áður en þau fá POTS greiningu. Það getur verið skiljanlegt því heilbrigðisstarfsfólki ber að mismunagreina og finna það sem passar best við þau einkenni sem sjúklingur lýsir fyrir þeim. Þegar vanþekking er á heilkenninu verður það hins vegar til þess að fólk með POTS flakkar gjarnan á milli lækna ár eftir ár til þess að reyna að fá bót meina sinna. Það er ofsalega lýjandi að vera stöðugt að glíma við ástand sem búið er að reyna að útskýra með ýmsum greiningarkóðum í kerfinu en ekkert passar nógu vel og alltaf situr eitthvað eftir. Ef þekkingin á POTS innan samfélagsins, og þá sérstaklega heilbrigðiskerfisins, væri meiri þá væri ekki einungis hægt að stytta greiningartíma fólks með POTS heldur einnig bæta líðan þeirra og lífsgæði á meðan á ferlinu stendur og mögulega bæta úrræðin sem væru í boði. Þau eru af afar skornum skammti eins og er og fer eftir einkennum hvers og eins. Það sem algengast er að fólk geri er að drekka meiri vökva, borða meira salt (eða drekka það), hreyfa sig og borða „rétt“. Það hins vegar dugar skammt þegar heilkennið er upp á sitt versta og fólk kemst varla fram úr rúminu, á erfitt með að sinna sjálfu sér og öðrum, missir úr vinnu og námi og einangrast. Athafnir daglegs lífs verða þeim erfiðar og lífsgæði skert. Innan heilbrigðiskerfisins er algengt að fólk nýti sér er lyfjagjöf vegna hjartsláttatruflana, vökvagjöf í æð vegna lágs blóðmagns eða blóðflæðis, sjúkraþjálfunar, næringaráðgjafar og sálfræðiaðstoðar. Eins og áður segir og fram hefur komið í fréttum, tóku sjúkratryggingar Íslands þá ákvörðun að hætta niðurgreiðslu vökvagjafa fyrir fólk sem glímir við POTS heilkenni frá 1.október nk. þar sem rannsóknir skortir á gagnsemi slíkrar meðferðar. Samtök um POTS á Íslandi mótmæltu þeirri ákvörðun. Þess má geta að þessi ákvörðun sjúkratrygginga hefur þegar haft gríðarleg áhrif á bataferli og lífsgæði tugi fólks með POTS og sums staðar hefur vökvagjöfum þegar verið hætt þó svo að 1. október sé enn ókominn. Ekkert úrræði er veitt í staðinn fyrir það sem tekið er af. Í gær, 17. september, var alþjóðadagur sjúklingaöryggis. Tilgangur þess dags er m.a. að auka vitund um öryggi sjúklinga. Öryggi snýst um það að sjúklingur hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Vökvagjöfin hefur reynst mörgum með POTS haldreipi og vitað er að öll læknisfræðileg inngrip hafa sína áhættu, hvort sem er verkjameðferð, vökvagjöf, lyfjagjöf eða annað. Þegar þjónusta sem þessi er tekin af einstaklingi sem þarf á henni að halda og önnur þjónusta ekki veitt í staðinn eða á meðan annað úrræði er fundið kallast það þjónusturof. Ef horft er á aðra sjúklingahópa til samanburðar í heilbrigðiskerfinu þá væri ómannúðlegt að koma fram við þá á slíkan hátt. Aðgerðir sem þessar tala ekki í takt við öryggi sjúklinga. POTS er vissulega heilkenni en ekki sjúkdómur. POTS er ólæknandi. POTS herjar á konur. Það eru fordómar í heilbrigðiskerfinu okkar gagnvart heilkenninu og konum sem bera það. Það er verið að stöðva nauðsynlegt tímabundið úrræði. Það er gat í kerfinu okkar. Það er þjónusturof. Það verður aukin streita á fólki með POTS. Það verður meira álag á öðrum sviðum heilbrigðiskerfisins vegna þessa hóps sem fær ekki þjónustu. Það verður dýrara fyrir heilbrigðiskerfið að sinna afleiðingum þessa þjónusturofs. Hvar á fólk með POTS heima innan heilbrigðiskerfisins? Samtökin um POTS á Íslandi skora á forstjóra sjúkratrygginga Íslands að draga ákvörðun um stöðvun niðurgreiðslu vökvagjafa til baka hið fyrsta, í það minnsta að fresta þeirri ákvörðun þar til annað sambærilegt úrræði hefur verið fundið eða þar til vinnuhópur, sem landlæknir setti á fót, skili af sér niðurstöðum. Þjónusturof á ekki að líðast fyrir einn né neinn. Höfundur er varaformaður samtaka um POTS á Íslandi og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það að greinast með ólæknandi heilkenni er áfall. Það hefur áhrif á þá sem greinast og fólkið í kringum þau hvort sem er fjölskyldu, vini, samstarfsfólk eða aðra. POTS er ólæknandi heilkenni og með heilkenni er átt við samansafn af einkennum og lífeðlisfræðilegum breytingum sem koma saman en orsakir heilkennisins geta verið mismunandi. POTS er fyrst og fremst röskun í ósjálfráða taugakerfinu. Sú staðreynd liggur skýr fyrir að POTS herjar mun frekar á konur en önnur kyn. Ástæða þess er að mörgu leyti enn rannsóknarefni. Það sem við vitum hins vegar er að hormónin estrógen og prógesterón hafa áhrif á ósjálfráða taugakerfið eins og t.d. hjarta- og æðakerfi. Heildarblóðmagn er almennt minna hjá þeim sem eru með leg og ónæmiskerfið er oft veikara hjá þeim hópi líka. Fyrir því eru margar ástæður. Fæðingar hafa gríðarlega mikil áhrif á barnshafandi líkama og getur verið kveikja fyrir POTS. Áföll geta einnig verið kveikja sem og aðgerðir, slys og vírusar. Þekkt er að konur leiti sér fremur læknisaðstoðar en önnur kyn og þar af leiðandi er meira af konum sem tala við lækna um veikindi sín. Rannsóknarskekkja er á heilkenninu sem birtist meðal annars í því að heilkennið er ekki jafn vinsælt rannsóknarefni og sjúkdómar sem birtast með jafnara kynjahlutfall en einnig gæti verið vangreining hjá körlum og kvár þar sem þau leita síður í heilbrigðiskerfið. Þar sem heilkennið er ekki eins vel rannsakað og margt annað þá er þekkingin innan samfélagsins einnig ábótavant, þ.m.t. innan heilbrigðiskerfisins. Eins og áður sagði leita konur fremur til læknis en önnur kyn og eru konur að greinast með POTS í meira mæli en önnur kyn. Upplifun þeirra kvenna sem greinst hafa með POTS hér á landi og hafa leitað sér hjálpar í heilbrigðiskerfinu er því miður oft á tíðum afar sorgleg og lýsir töluverðri vanþekkingu á heilkenninu. Ekki bætti úr skák ákvörðun sjúkratrygginga Íslands um að stöðva niðurgreiðslu vökvagjafa og síðar ummæli heilbrigðisráðherra að erfitt væri fyrir fólk að „hætta meðferð sem það trúir á“. Ástæða þess að fólk með POTS leitar til heilbrigðiskerfisins geta verið margar en þær helstu eru ítrekuð yfirlið, skert hreyfigeta, óreglulegur og hraður hjartsláttur, svimi, höfuðverkur, mæði, blóðpollar á líkama, meltingarvandamál og svefntruflanir. Listinn er ekki tæmandi. Þegar þið lesið yfir þetta gætuð þið mögulega gert ykkur í hugarlund að einkennin eigi við ýmislegt annað heldur en POTS. Mörg fá því greiningu á ýmsu öðru áður en þau fá POTS greiningu. Það getur verið skiljanlegt því heilbrigðisstarfsfólki ber að mismunagreina og finna það sem passar best við þau einkenni sem sjúklingur lýsir fyrir þeim. Þegar vanþekking er á heilkenninu verður það hins vegar til þess að fólk með POTS flakkar gjarnan á milli lækna ár eftir ár til þess að reyna að fá bót meina sinna. Það er ofsalega lýjandi að vera stöðugt að glíma við ástand sem búið er að reyna að útskýra með ýmsum greiningarkóðum í kerfinu en ekkert passar nógu vel og alltaf situr eitthvað eftir. Ef þekkingin á POTS innan samfélagsins, og þá sérstaklega heilbrigðiskerfisins, væri meiri þá væri ekki einungis hægt að stytta greiningartíma fólks með POTS heldur einnig bæta líðan þeirra og lífsgæði á meðan á ferlinu stendur og mögulega bæta úrræðin sem væru í boði. Þau eru af afar skornum skammti eins og er og fer eftir einkennum hvers og eins. Það sem algengast er að fólk geri er að drekka meiri vökva, borða meira salt (eða drekka það), hreyfa sig og borða „rétt“. Það hins vegar dugar skammt þegar heilkennið er upp á sitt versta og fólk kemst varla fram úr rúminu, á erfitt með að sinna sjálfu sér og öðrum, missir úr vinnu og námi og einangrast. Athafnir daglegs lífs verða þeim erfiðar og lífsgæði skert. Innan heilbrigðiskerfisins er algengt að fólk nýti sér er lyfjagjöf vegna hjartsláttatruflana, vökvagjöf í æð vegna lágs blóðmagns eða blóðflæðis, sjúkraþjálfunar, næringaráðgjafar og sálfræðiaðstoðar. Eins og áður segir og fram hefur komið í fréttum, tóku sjúkratryggingar Íslands þá ákvörðun að hætta niðurgreiðslu vökvagjafa fyrir fólk sem glímir við POTS heilkenni frá 1.október nk. þar sem rannsóknir skortir á gagnsemi slíkrar meðferðar. Samtök um POTS á Íslandi mótmæltu þeirri ákvörðun. Þess má geta að þessi ákvörðun sjúkratrygginga hefur þegar haft gríðarleg áhrif á bataferli og lífsgæði tugi fólks með POTS og sums staðar hefur vökvagjöfum þegar verið hætt þó svo að 1. október sé enn ókominn. Ekkert úrræði er veitt í staðinn fyrir það sem tekið er af. Í gær, 17. september, var alþjóðadagur sjúklingaöryggis. Tilgangur þess dags er m.a. að auka vitund um öryggi sjúklinga. Öryggi snýst um það að sjúklingur hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Vökvagjöfin hefur reynst mörgum með POTS haldreipi og vitað er að öll læknisfræðileg inngrip hafa sína áhættu, hvort sem er verkjameðferð, vökvagjöf, lyfjagjöf eða annað. Þegar þjónusta sem þessi er tekin af einstaklingi sem þarf á henni að halda og önnur þjónusta ekki veitt í staðinn eða á meðan annað úrræði er fundið kallast það þjónusturof. Ef horft er á aðra sjúklingahópa til samanburðar í heilbrigðiskerfinu þá væri ómannúðlegt að koma fram við þá á slíkan hátt. Aðgerðir sem þessar tala ekki í takt við öryggi sjúklinga. POTS er vissulega heilkenni en ekki sjúkdómur. POTS er ólæknandi. POTS herjar á konur. Það eru fordómar í heilbrigðiskerfinu okkar gagnvart heilkenninu og konum sem bera það. Það er verið að stöðva nauðsynlegt tímabundið úrræði. Það er gat í kerfinu okkar. Það er þjónusturof. Það verður aukin streita á fólki með POTS. Það verður meira álag á öðrum sviðum heilbrigðiskerfisins vegna þessa hóps sem fær ekki þjónustu. Það verður dýrara fyrir heilbrigðiskerfið að sinna afleiðingum þessa þjónusturofs. Hvar á fólk með POTS heima innan heilbrigðiskerfisins? Samtökin um POTS á Íslandi skora á forstjóra sjúkratrygginga Íslands að draga ákvörðun um stöðvun niðurgreiðslu vökvagjafa til baka hið fyrsta, í það minnsta að fresta þeirri ákvörðun þar til annað sambærilegt úrræði hefur verið fundið eða þar til vinnuhópur, sem landlæknir setti á fót, skili af sér niðurstöðum. Þjónusturof á ekki að líðast fyrir einn né neinn. Höfundur er varaformaður samtaka um POTS á Íslandi og sálfræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun