Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, Jóhanna Malen Skúladóttir og Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifa 12. september 2025 11:32 Sjórinn er og hefur verið Íslendingum mikilvæg auðlind í aldanna rás. Sjórinn er uppspretta fæðu, skaffar mörgum atvinnutækifæri, hefur áhrif á loftslag og veður, leyfir okkur að stunda frístundir líkt og köfun, brimbretti, róður, fuglaskoðun o.fl., er uppspretta listrænnar sköpunar, fyllir okkur undri og forvitni og tengir okkur við umheiminn. Við erum háð sjónum að svo mörgu leyti - stundum án þess að átta okkur á því. Á næstu dögum verður Umhverfisþing haldið í Hörpu. Þar verður hringborðsumræða um líffræðilega fjölbreytni. Viljum við því stikla á stóru um þá fjölbreytni lífs sem finna má í hafinu við Ísland. Líffræðileg fjölbreytni vísar til þess gríðarlega fjölbreytileika af dýrum, plöntum, sveppum og bakteríum sem finna má hér á jörðu. Hér er þá ekki einungis átt við þann fjölda af mismunandi tegundum sem til er heldur einnig breytileika innan tegunda og breytileika á milli vistkerfa. Hvalir 23 hvalategundir hafa sést við strendur Íslands. Um 13 sjást reglulega við landið en aðrir eru taldir til flækinga. Hvalir skiptast í tvo undirættflokka: skíðishvalir og tannhvalir. Átta tegundir skíðishvala af þeim tíu sem til eru hafa sést við strendur Íslands. Þeir bera heitið skíðishvalir þar sem tennur þeirra eru umbreyttar í kalkstyrktar plötur úr keratíni sem kallast skíði. Skíðin verka sem sía fyrir dýrasvif úr gleyptum sjó en agnarsmá krabbadýr eða smáfiskur eru helsta fæða skíðishvala. Kvendýrin eru alla jafna stærri en karldýrin. Eins og nafnið bendir til hafa tannhvalir tennur líkt og flest spendýr. Þeir eru vanalega minni en skíðishvalir en með hlutfallslega stærri bægsli og því oft hraðsyndir. Tannhvalir nota hljóðbylgjur eða bergmálstækni til veiða, ásamt sjón og heyrn. Þeir eru jafnframt aðeins með eitt blástursop á meðan skíðishvalir hafa tvö. Tannhvalir ferðast oft í hópum og eru mjög félagslyndir. Selir Tvær tegundir sela kæpa við Ísland, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Fjórar aðrar tegundir eru taldar til flækinga og finnast af og til hér við land, vöðuselur (Phoca groenlandica), kampselur (Erignathus barbatus), blöðruselur (Cystophora cristata) og hringanóri (Phoca hispida). Rostungur (Odobenus rosmarus) sést einstaka sinnum hér við land. Selir eru fiskætur. Flatfiskur, sandsíli, síld, og loðna eru mikilvægar tegundir í fæðu landsels en útselir taka oft stærri fisk líkt og þorsk, steinbít og hrognkelsi. Rannsóknir benda til að laxfiskur sé ekki hluti af fæðu landsels. Sjófuglar Á Íslandi verpa um 75 tegundir fugla en enn fleiri koma hér við sem flækingar eða fargestir. Fjölmargar þessara tegunda treysta á hafið til fæðuöflunar og nýta sér fjörur eða kletta við sjó til varps. Hér á landi hafa 121 alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði verið skilgreind en af þeim eru 95 svæði klettar og björg við sjó, sker, fjörur og grunnsævi. Íslenskir varpstofnar um tíu sjófuglategunda eru stór hluti alls Evrópustofns þeirrar tegundar. Íslendingar bera því mikla ábyrgð á afkomu þeirra tegunda sem kallaðar eru ábyrgðartegundir. Auk þessara tíu sjófuglategunda eru tíu tegundir vaðfugla skilgreindar sem ábyrgðartegundir en þær tegundir nýta oft fjörur til fæðuöflunar. Það má því segja að a.m.k. 20 fuglategundir treysti nær alveg á að Íslendingar haldi vistkerfum sjávar heilbrigðum. Fiskar Á hafsvæðum Íslands hafa fundist um rúmlega 350 fisktegundir og eru sumar þeirra mikilvægar fyrir hagkerfi Íslands10. Fiskar eru einstaklega fjölbreyttir og í kringum Ísland finnast tveir meginhópar þeirra, beinfiskar og brjóskfiskar. Flestir fiskar eru beinfiskar, þ.e. þeir eru með stoðgrind úr beinvef. Áhugaverður eiginleiki beinfiska er að þeir eru flatir á bak-kviðlæga ásinn, þ.e. líkamar þeirra fletjast á hliðunum, sem er ástæða þess að flatfiskar í kringum Ísland synda áfram með munninn þvert á miðlínuna. Flestar fisktegundir sem eru efnahagslega mikilvægar fyrir fiskveiðar á Íslandi eru beinfiskar. Sumar lifa allt sitt æviskeið í sjónum á meðan aðrar fara á milli þess að lifa í ferskvatni og saltvatni. Brjóskfiskar hafa mýkri stoðgrind gerða úr brjóski og eru flatir á hliðarásinn. Þeir meðlimir þessa hóps sem eru alveg flatir hafa augun ofan á líkamanum og munninn neðan á honum. Til brjóskfiska teljast hákarlar, skötur, sagskötur og hámýs. Kórallar Á botni sjávar í kringum Ísland er að finna 75 tegundir kóralla og finnast þeir flestir á yfir 200 metra dýpi. Kórallar eru í raun holdýr (undirfylking: Anthozoa) en sæfjaðrir og sæfíflar teljast einnig til þeirra. Skipta má kóröllum við Ísland í mjúka kóralla, steinkóralla og svartkóralla. Nokkrar tegundir steinkóralla hér við land mynda kóralrif. Steinkórallar eru umluktir skel úr kalsíumkarbónati (CaCO3) sem þeir seyta um sig en mjúki hluti kóralsins kallast sepi. Litlir angar umlykja munnop sepans en þeir eru notaðir til að grípa fæðuagnir, líkt og dýrasvif úr sjónum umhverfis kóralinn. Djúpsjávarkórallar eru ekki í samlífi við þörung, líkt og kórallar á grunnsævi, og geta því ekki notað ljóstillífun sér til orkuöflunar. Botnfæraveiðar hafa víða haft áhrif á kóralrif og jafnvel jafnað þau við jörðu á sumum stöðum. Það er í langflestum tilfellum veiðifólk sem uppgötvar kóralrif þar sem mikið af kóral kemur upp í veiðarfæri. Það verður oft til þess að svæði með mikið af rifmyndandi kóral er friðað fyrir botnfæraveiðum. Þörungar Þörungar sem finnast við strendur Íslands hafa mikil áhrif á vistkerfi sjávar. Þeir eru mikilvæg fæða margra annarra lífvera og því oft neðstir í fæðukeðjunni. Þeir hreyfa næringarefni í sjónum og taka upp kolefni. Að auki eru stórþörungar oft mikilvæg búsvæði margra tegunda fiska. Einfruma þörungar hafa einnig verið kallaðir svifþörungar. Helstu tegundir sem finna má við strendur Íslands eru kísilþörungar, sem hafa kísil í stoðgrind sinni, og skoruþörungar, sem hafa kítin í stoðgrind sinni. Þessir þörungar eru einstaklega mikilvægir á vorin þar sem þeir mynda þörungablóma vegna aukins sólarljóss. Næringarefni úr slíkum blóma blandast með sjávarstraumum og laðar að sér aðrar sjávarlífverur, allt frá dýrasvifi til hvala. Loftslagsbreytingar og hlýnun sjávar hafa gert það að verkum að skaðlegir þörungablómar eru að verða algengari. Þörungablómar verða skaðlegir ef mikið er um eiturþörunga eða ef mikill blómi verður sem veldur súrefnissnauðum aðstæðum undir blómanum. Áberandi fjölfruma þörungar sem finnast við strendur Íslands eru m.a. brúnþörungar, oft kallaðir þari og mynda þaraskóga. Þessir skógar vaxa við strendur margra norðurlanda og þar á meðal við Ísland. Þeir geyma mikið magn kolefnis, eru fæða fyrir margar sjávarlífverur og gegna hlutverki uppeldisstöðva. Þessir skógar eru oft viðkvæmir fyrir breytingum í samsetningu vistkerfa og umhverfi. Einn þekktasti streituvaldur fyrir þaraskóga er ígulker sem kallað er skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis). Þegar afræningjar af ígulkerinu hverfa fjölgar því hratt og étur upp þaraskóga. Þetta hefur t.d. gerst í Eyjafirði hér á landi. Loftslagsbreytingar, mengun og botnfæraveiðar eru ógn við þessum vistkerfum. Mikilvægt er að stuðlað sé að vernd þessara vistkerfa líkt og annarra mikilvægra vistkerfa í hafi við Íslandsstrendur. Við fögnum aukinni umræðu um málefni hafsins og vonum að hún skili sér í raunverulegum aðgerðum til verndar sjávar. Mikilvægi þess að standa vörð um lífríki hafsins, sporna gegn mengun og minnka áhrif loftslagsbreytinga er gríðarlegt fyrir Íslendinga sem og aðrar þjóðir. Við eigum allt okkar undir heilbrigðum vistkerfum sjávar. Þessi grein er unnin úr Handbók um hafið sem gefin verður út af Ungum umhverfissinnum seinna í haust Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir verndunarlíffræðingur Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruverndarfulltrúi UU Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti UU Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Hafið Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Sjórinn er og hefur verið Íslendingum mikilvæg auðlind í aldanna rás. Sjórinn er uppspretta fæðu, skaffar mörgum atvinnutækifæri, hefur áhrif á loftslag og veður, leyfir okkur að stunda frístundir líkt og köfun, brimbretti, róður, fuglaskoðun o.fl., er uppspretta listrænnar sköpunar, fyllir okkur undri og forvitni og tengir okkur við umheiminn. Við erum háð sjónum að svo mörgu leyti - stundum án þess að átta okkur á því. Á næstu dögum verður Umhverfisþing haldið í Hörpu. Þar verður hringborðsumræða um líffræðilega fjölbreytni. Viljum við því stikla á stóru um þá fjölbreytni lífs sem finna má í hafinu við Ísland. Líffræðileg fjölbreytni vísar til þess gríðarlega fjölbreytileika af dýrum, plöntum, sveppum og bakteríum sem finna má hér á jörðu. Hér er þá ekki einungis átt við þann fjölda af mismunandi tegundum sem til er heldur einnig breytileika innan tegunda og breytileika á milli vistkerfa. Hvalir 23 hvalategundir hafa sést við strendur Íslands. Um 13 sjást reglulega við landið en aðrir eru taldir til flækinga. Hvalir skiptast í tvo undirættflokka: skíðishvalir og tannhvalir. Átta tegundir skíðishvala af þeim tíu sem til eru hafa sést við strendur Íslands. Þeir bera heitið skíðishvalir þar sem tennur þeirra eru umbreyttar í kalkstyrktar plötur úr keratíni sem kallast skíði. Skíðin verka sem sía fyrir dýrasvif úr gleyptum sjó en agnarsmá krabbadýr eða smáfiskur eru helsta fæða skíðishvala. Kvendýrin eru alla jafna stærri en karldýrin. Eins og nafnið bendir til hafa tannhvalir tennur líkt og flest spendýr. Þeir eru vanalega minni en skíðishvalir en með hlutfallslega stærri bægsli og því oft hraðsyndir. Tannhvalir nota hljóðbylgjur eða bergmálstækni til veiða, ásamt sjón og heyrn. Þeir eru jafnframt aðeins með eitt blástursop á meðan skíðishvalir hafa tvö. Tannhvalir ferðast oft í hópum og eru mjög félagslyndir. Selir Tvær tegundir sela kæpa við Ísland, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Fjórar aðrar tegundir eru taldar til flækinga og finnast af og til hér við land, vöðuselur (Phoca groenlandica), kampselur (Erignathus barbatus), blöðruselur (Cystophora cristata) og hringanóri (Phoca hispida). Rostungur (Odobenus rosmarus) sést einstaka sinnum hér við land. Selir eru fiskætur. Flatfiskur, sandsíli, síld, og loðna eru mikilvægar tegundir í fæðu landsels en útselir taka oft stærri fisk líkt og þorsk, steinbít og hrognkelsi. Rannsóknir benda til að laxfiskur sé ekki hluti af fæðu landsels. Sjófuglar Á Íslandi verpa um 75 tegundir fugla en enn fleiri koma hér við sem flækingar eða fargestir. Fjölmargar þessara tegunda treysta á hafið til fæðuöflunar og nýta sér fjörur eða kletta við sjó til varps. Hér á landi hafa 121 alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði verið skilgreind en af þeim eru 95 svæði klettar og björg við sjó, sker, fjörur og grunnsævi. Íslenskir varpstofnar um tíu sjófuglategunda eru stór hluti alls Evrópustofns þeirrar tegundar. Íslendingar bera því mikla ábyrgð á afkomu þeirra tegunda sem kallaðar eru ábyrgðartegundir. Auk þessara tíu sjófuglategunda eru tíu tegundir vaðfugla skilgreindar sem ábyrgðartegundir en þær tegundir nýta oft fjörur til fæðuöflunar. Það má því segja að a.m.k. 20 fuglategundir treysti nær alveg á að Íslendingar haldi vistkerfum sjávar heilbrigðum. Fiskar Á hafsvæðum Íslands hafa fundist um rúmlega 350 fisktegundir og eru sumar þeirra mikilvægar fyrir hagkerfi Íslands10. Fiskar eru einstaklega fjölbreyttir og í kringum Ísland finnast tveir meginhópar þeirra, beinfiskar og brjóskfiskar. Flestir fiskar eru beinfiskar, þ.e. þeir eru með stoðgrind úr beinvef. Áhugaverður eiginleiki beinfiska er að þeir eru flatir á bak-kviðlæga ásinn, þ.e. líkamar þeirra fletjast á hliðunum, sem er ástæða þess að flatfiskar í kringum Ísland synda áfram með munninn þvert á miðlínuna. Flestar fisktegundir sem eru efnahagslega mikilvægar fyrir fiskveiðar á Íslandi eru beinfiskar. Sumar lifa allt sitt æviskeið í sjónum á meðan aðrar fara á milli þess að lifa í ferskvatni og saltvatni. Brjóskfiskar hafa mýkri stoðgrind gerða úr brjóski og eru flatir á hliðarásinn. Þeir meðlimir þessa hóps sem eru alveg flatir hafa augun ofan á líkamanum og munninn neðan á honum. Til brjóskfiska teljast hákarlar, skötur, sagskötur og hámýs. Kórallar Á botni sjávar í kringum Ísland er að finna 75 tegundir kóralla og finnast þeir flestir á yfir 200 metra dýpi. Kórallar eru í raun holdýr (undirfylking: Anthozoa) en sæfjaðrir og sæfíflar teljast einnig til þeirra. Skipta má kóröllum við Ísland í mjúka kóralla, steinkóralla og svartkóralla. Nokkrar tegundir steinkóralla hér við land mynda kóralrif. Steinkórallar eru umluktir skel úr kalsíumkarbónati (CaCO3) sem þeir seyta um sig en mjúki hluti kóralsins kallast sepi. Litlir angar umlykja munnop sepans en þeir eru notaðir til að grípa fæðuagnir, líkt og dýrasvif úr sjónum umhverfis kóralinn. Djúpsjávarkórallar eru ekki í samlífi við þörung, líkt og kórallar á grunnsævi, og geta því ekki notað ljóstillífun sér til orkuöflunar. Botnfæraveiðar hafa víða haft áhrif á kóralrif og jafnvel jafnað þau við jörðu á sumum stöðum. Það er í langflestum tilfellum veiðifólk sem uppgötvar kóralrif þar sem mikið af kóral kemur upp í veiðarfæri. Það verður oft til þess að svæði með mikið af rifmyndandi kóral er friðað fyrir botnfæraveiðum. Þörungar Þörungar sem finnast við strendur Íslands hafa mikil áhrif á vistkerfi sjávar. Þeir eru mikilvæg fæða margra annarra lífvera og því oft neðstir í fæðukeðjunni. Þeir hreyfa næringarefni í sjónum og taka upp kolefni. Að auki eru stórþörungar oft mikilvæg búsvæði margra tegunda fiska. Einfruma þörungar hafa einnig verið kallaðir svifþörungar. Helstu tegundir sem finna má við strendur Íslands eru kísilþörungar, sem hafa kísil í stoðgrind sinni, og skoruþörungar, sem hafa kítin í stoðgrind sinni. Þessir þörungar eru einstaklega mikilvægir á vorin þar sem þeir mynda þörungablóma vegna aukins sólarljóss. Næringarefni úr slíkum blóma blandast með sjávarstraumum og laðar að sér aðrar sjávarlífverur, allt frá dýrasvifi til hvala. Loftslagsbreytingar og hlýnun sjávar hafa gert það að verkum að skaðlegir þörungablómar eru að verða algengari. Þörungablómar verða skaðlegir ef mikið er um eiturþörunga eða ef mikill blómi verður sem veldur súrefnissnauðum aðstæðum undir blómanum. Áberandi fjölfruma þörungar sem finnast við strendur Íslands eru m.a. brúnþörungar, oft kallaðir þari og mynda þaraskóga. Þessir skógar vaxa við strendur margra norðurlanda og þar á meðal við Ísland. Þeir geyma mikið magn kolefnis, eru fæða fyrir margar sjávarlífverur og gegna hlutverki uppeldisstöðva. Þessir skógar eru oft viðkvæmir fyrir breytingum í samsetningu vistkerfa og umhverfi. Einn þekktasti streituvaldur fyrir þaraskóga er ígulker sem kallað er skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis). Þegar afræningjar af ígulkerinu hverfa fjölgar því hratt og étur upp þaraskóga. Þetta hefur t.d. gerst í Eyjafirði hér á landi. Loftslagsbreytingar, mengun og botnfæraveiðar eru ógn við þessum vistkerfum. Mikilvægt er að stuðlað sé að vernd þessara vistkerfa líkt og annarra mikilvægra vistkerfa í hafi við Íslandsstrendur. Við fögnum aukinni umræðu um málefni hafsins og vonum að hún skili sér í raunverulegum aðgerðum til verndar sjávar. Mikilvægi þess að standa vörð um lífríki hafsins, sporna gegn mengun og minnka áhrif loftslagsbreytinga er gríðarlegt fyrir Íslendinga sem og aðrar þjóðir. Við eigum allt okkar undir heilbrigðum vistkerfum sjávar. Þessi grein er unnin úr Handbók um hafið sem gefin verður út af Ungum umhverfissinnum seinna í haust Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir verndunarlíffræðingur Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruverndarfulltrúi UU Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti UU
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun