Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. september 2025 11:54 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Anton Brink Að óbreyttu stefnir í að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir fyrir að minnsta kosti ellefu milljarða króna til að geta staðið við skuldbindingar í loftslagsmálum, þar sem ekki hefur tekist að halda í við markmið á síðustu árum. Ráðherra hefur gert tillögu að nýju landsákvörðuðu framlagi Íslands til Parísarsamningsins fyrir árið 2035, þar sem meðal annars er stefnt að 50-55 prósenta samdrætti í samfélagslosun og umtalsverðum samdrætti í losun frá landi. Þetta kom fram í máli Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem kynnti í dag áherslur og forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum. Um er að ræða bæði leiðrétt markmið til ársins 2030 og nýtt markmið til 2035. Ekki nóg að Ísland hengi sig á ESB Jóhann Páll segist boða nýja nálgun og ný vinnubrögð í loftslagsmálum. Það komi ekki annað til greina til að ná árangri á þessu sviði. Vísir greindi frá því á dögunum að íslensk stjórnvöld þurfi að setja sér sitt eigið losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu eftir að í ljós kom að þau gátu ekki látið duga að vísa til samstarfs síns við Evrópusambandið. Stjórnvöldum hafi borið að uppfæra markmiðið sem átti að skila síðasta vetur, en íslensk stjórnvöld hafi nýtt sér ýtrasta frest til að skila. Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir að ríki skili inn svonefndum landsákvörðuðum framlögum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland hefur verið í samstarfi við Evrópusambandið og Noreg um sameiginlegt losunarmarkmið sem kveður nú á um 55 prósent samdrátt í losun fyrir árið 2030 miðað við árið 1990. Þegar Ísland skilaði inn fyrsta uppfærða landsákvarðaða framlagi sínu til úttektarnefndar loftslagssamningsins árið 2021 lögðu stjórnvöld ekki fram eigið markmið heldur vísuðu þau til sameiginlega markmiðsins með ESB og Noregi. Hins vegar kom í ljós að ekki nægir fyrir Ísland að skila inn sameiginlegu markmiði, heldur þurfi að skýra sitt eigið landsmarkmið og skila inn uppfærðu markmiði fyrir árið 2035 núna í haust. Leggur áherslu á heildstæð markmið Þessu er nú verið að bregðast við að sögn Jóhanns Páls. „Ég legg áherslu á að við setjum okkar eigin markmið,“ sagði Jóhann Páll. „Ég legg til að við setjum okkur markmið sem taka til allrar losunar, að við nálgumst loftslagsmálin með heildrænum hætti frekar en að hengja okkur utan í Evrópusambandið.“ Hann boðar nýtt markmið fyrir Ísland sem nú hefur verið birt í samráðsgátt. Þar er í fyrsta lagi lagt til að Ísland setji sér, í fyrsta sinn, tölulegt markmið í samdrætti í losun frá landi, sem verði fjögur til fimm hundruð þúsund tonna samdráttur fyrir árið 2035 miðað við árið í ár. Í öðru lagi verði stefnt markvisst að samdrætti í losun í ETS-kerfinu svokallaða, viðskiptakerfi ESB, en það verði gert meðal annars með föngun koltvísýrings frá stóryðju. Í þriðja lagi verði sett markmið í samfélagslosun, þar er lagður til 50-55 prósenta samdrætti. Áfram samstarf við ESB og Ísland þurfi að gera betur Markmiðin eiga að mati Jóhanns Páls að ná til heildarlosunar og ekki dugi til að elta markmið ESB í þessum efnum. Ekki megi þó spenna bogann of hátt og gera óraunsæ markmið sem ekki sé raunhægt að standa við. Áfram verði þó unnið náið með ESB, en hlutdeild Íslands í samdráttarmarkmiði ESB er 41% samdráttur í samfélagslosun fyrir 2030, miðað við árið 2005. „Staðan er hins vegar sú að miðað við bráðabirgðatölur ársins 2024 að þá erum við bara búin að ná 7,9% samdrætti frá árinu 2005. Þannig að við eigum langt í land og losun í öllum bókhaldsflokkum jókst í fyrra. Þannig að óbreyttu stefnir í að við þurfum að kaupa losunarheimildir fyrir að minnsta kosti ellefu milljarða króna vegna tímabilsins 2021 til 2030,“ sagði Jóhann Páll. „Þannig að ný ríkisstjórn tekur við erfiðu búi í loftslagsmálum og það er kominn tími á tiltekt í þessum málaflokki.“ Það skipti öllu máli hvernig „hátekjuríki“ eins og Ísland standi sig í loftslagsmálum. Það sé ekki hægt að ganga út frá því að Ísland sé „of lítið“ til að hafa raunveruleg áhrif á loftslagsmál. Drög komin í samráðsgátt Drög að landsákvörðuðu framlagi Íslands 2035 til Parísarsamningsins sem nú hafa verið birt í samráðsgátt má sjá í heild sinni hér að neðan. „Ísland stefnir að áframhaldandi samvinnu við Evrópusambandið, á grundvelli núverandi samstarfs í loftslagsmálum. Töluleg markmið Íslands eru tvö og ná annars vegar til losunar frá landi og hins vegar til samfélagslosunar. Ísland skuldbindur sig til að ná fram 50-55% samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda árið 2035 miðað við árið 2005, í þeim geirum sem eru nú skilgreindir í reglugerð um samfélagslosun (ESR), þar á meðal losun frá vegasamgöngum, orkuvinnslu, sjávarútvegi, landbúnaði og úrgangsstjórnun. Ísland skuldbindur sig til að ná fram 400-500 kt CO2 íg. samdrætti í losun frá landi (LULUCF) árið 2035 miðað við árið 2025. Auk þeirra tölulegu markmiða sem sett eru fram hér að framan, verður unnið að samdrætti í losun frá staðbundum iðnaði sem fellur undir ETS kerfið, með stuðningi við tæknilausnir til föngunar, hagnýtingar og niðurdælingar. Með þessum aðgerðum nær landsframlag Íslands yfir allt hagkerfið, þar sem þessar þrjár meginstoðir loftslagssamstarfs við ESB (ESR, LULUCF, ETS) taka til losunar allra geira og gróðurhúsalofttegunda“ Loftslagsmál Umhverfismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Þetta kom fram í máli Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem kynnti í dag áherslur og forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum. Um er að ræða bæði leiðrétt markmið til ársins 2030 og nýtt markmið til 2035. Ekki nóg að Ísland hengi sig á ESB Jóhann Páll segist boða nýja nálgun og ný vinnubrögð í loftslagsmálum. Það komi ekki annað til greina til að ná árangri á þessu sviði. Vísir greindi frá því á dögunum að íslensk stjórnvöld þurfi að setja sér sitt eigið losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu eftir að í ljós kom að þau gátu ekki látið duga að vísa til samstarfs síns við Evrópusambandið. Stjórnvöldum hafi borið að uppfæra markmiðið sem átti að skila síðasta vetur, en íslensk stjórnvöld hafi nýtt sér ýtrasta frest til að skila. Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir að ríki skili inn svonefndum landsákvörðuðum framlögum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland hefur verið í samstarfi við Evrópusambandið og Noreg um sameiginlegt losunarmarkmið sem kveður nú á um 55 prósent samdrátt í losun fyrir árið 2030 miðað við árið 1990. Þegar Ísland skilaði inn fyrsta uppfærða landsákvarðaða framlagi sínu til úttektarnefndar loftslagssamningsins árið 2021 lögðu stjórnvöld ekki fram eigið markmið heldur vísuðu þau til sameiginlega markmiðsins með ESB og Noregi. Hins vegar kom í ljós að ekki nægir fyrir Ísland að skila inn sameiginlegu markmiði, heldur þurfi að skýra sitt eigið landsmarkmið og skila inn uppfærðu markmiði fyrir árið 2035 núna í haust. Leggur áherslu á heildstæð markmið Þessu er nú verið að bregðast við að sögn Jóhanns Páls. „Ég legg áherslu á að við setjum okkar eigin markmið,“ sagði Jóhann Páll. „Ég legg til að við setjum okkur markmið sem taka til allrar losunar, að við nálgumst loftslagsmálin með heildrænum hætti frekar en að hengja okkur utan í Evrópusambandið.“ Hann boðar nýtt markmið fyrir Ísland sem nú hefur verið birt í samráðsgátt. Þar er í fyrsta lagi lagt til að Ísland setji sér, í fyrsta sinn, tölulegt markmið í samdrætti í losun frá landi, sem verði fjögur til fimm hundruð þúsund tonna samdráttur fyrir árið 2035 miðað við árið í ár. Í öðru lagi verði stefnt markvisst að samdrætti í losun í ETS-kerfinu svokallaða, viðskiptakerfi ESB, en það verði gert meðal annars með föngun koltvísýrings frá stóryðju. Í þriðja lagi verði sett markmið í samfélagslosun, þar er lagður til 50-55 prósenta samdrætti. Áfram samstarf við ESB og Ísland þurfi að gera betur Markmiðin eiga að mati Jóhanns Páls að ná til heildarlosunar og ekki dugi til að elta markmið ESB í þessum efnum. Ekki megi þó spenna bogann of hátt og gera óraunsæ markmið sem ekki sé raunhægt að standa við. Áfram verði þó unnið náið með ESB, en hlutdeild Íslands í samdráttarmarkmiði ESB er 41% samdráttur í samfélagslosun fyrir 2030, miðað við árið 2005. „Staðan er hins vegar sú að miðað við bráðabirgðatölur ársins 2024 að þá erum við bara búin að ná 7,9% samdrætti frá árinu 2005. Þannig að við eigum langt í land og losun í öllum bókhaldsflokkum jókst í fyrra. Þannig að óbreyttu stefnir í að við þurfum að kaupa losunarheimildir fyrir að minnsta kosti ellefu milljarða króna vegna tímabilsins 2021 til 2030,“ sagði Jóhann Páll. „Þannig að ný ríkisstjórn tekur við erfiðu búi í loftslagsmálum og það er kominn tími á tiltekt í þessum málaflokki.“ Það skipti öllu máli hvernig „hátekjuríki“ eins og Ísland standi sig í loftslagsmálum. Það sé ekki hægt að ganga út frá því að Ísland sé „of lítið“ til að hafa raunveruleg áhrif á loftslagsmál. Drög komin í samráðsgátt Drög að landsákvörðuðu framlagi Íslands 2035 til Parísarsamningsins sem nú hafa verið birt í samráðsgátt má sjá í heild sinni hér að neðan. „Ísland stefnir að áframhaldandi samvinnu við Evrópusambandið, á grundvelli núverandi samstarfs í loftslagsmálum. Töluleg markmið Íslands eru tvö og ná annars vegar til losunar frá landi og hins vegar til samfélagslosunar. Ísland skuldbindur sig til að ná fram 50-55% samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda árið 2035 miðað við árið 2005, í þeim geirum sem eru nú skilgreindir í reglugerð um samfélagslosun (ESR), þar á meðal losun frá vegasamgöngum, orkuvinnslu, sjávarútvegi, landbúnaði og úrgangsstjórnun. Ísland skuldbindur sig til að ná fram 400-500 kt CO2 íg. samdrætti í losun frá landi (LULUCF) árið 2035 miðað við árið 2025. Auk þeirra tölulegu markmiða sem sett eru fram hér að framan, verður unnið að samdrætti í losun frá staðbundum iðnaði sem fellur undir ETS kerfið, með stuðningi við tæknilausnir til föngunar, hagnýtingar og niðurdælingar. Með þessum aðgerðum nær landsframlag Íslands yfir allt hagkerfið, þar sem þessar þrjár meginstoðir loftslagssamstarfs við ESB (ESR, LULUCF, ETS) taka til losunar allra geira og gróðurhúsalofttegunda“
Loftslagsmál Umhverfismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent