Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar 12. september 2025 08:01 Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu. Norðurlöndin hafa þróað kerfi sem leggja áherslu á snemmbúna greiningu, aðlögun kennslu og aðgengi að tækni- og stuðningskerfum, sem eru oft betri en í flestum öðrum löndum. Framundan er árlegur fundur norrænu lesblindusamtakanna sem Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) er aðili að. Fundurinn fer fram í Helsinki í Finnlandi 24. og 25. október 2025. Þessir sameiginlegu fundir samtaka lesblindra á Norðurlöndunum eru mikilvægir og gefa okkur hjá Félagi lesblindra á Íslandi tækifæri til að bera saman stöðu lesblindra í þessum löndum sem deila svo mörgu saman. Þó að margt sé vel gert á Íslandi þegar kemur að lesblindu má víða bæta. Áberandi er að samtök lesblindra á Norðurlöndunum hafa meiri getu til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en við á hjá Félagi lesblindra á Íslandi. Þá er vert að benda á að gagnagrunnur um hjálpartækni er í þróun í samstarfi við hin Norðurlöndin. Nokkur dæmi skulu hér tínd til þegar samanburður við hin Norðurlöndin er skoðaður. Prófun lesblindu í Danmörku Árið 2015 kynnti menntamálaráðuneytið í Danmörku prófun á lesblindu sem notuð er frá 3. bekkjum grunnskóla upp í háskóla. Þetta er gert á landsvísu og tryggir eitt og sama greiningarferlið yfir landið, sem eykur sanngirni og aðgengi að stuðningi. Í Danmörku eiga öll börn rétt á fullri grunnmenntun með aðlögun, þar á meðal sérkennslu vegna lesblindu. Fullorðnir (25 ára og eldri) geta þar að auki fengið námskeið í fullorðinsmenntun (VUC) þeim að kostnaðarlausu til að bæta lestur og skrift, þar á meðal aðferðir og hjálpartæki. Í Finnlandi er nú rekið eitt af stærstu rannsóknarverkefnum heims um lesblindu (Snemmbúin íhlutun og rannsóknir: Jyväskylä Longitudinal Study of Dyslexia (JLD)). Þar er fylgst með börnum frá fæðingu. Þetta hefur leitt til snemmbúinnar auðkenningar, jafnvel frá 4 ára aldri, og forvarna vegna áfalla tengdra lesblindu. Finnar hafa einnig lagt sig eftir að tvinna saman tækni og kennslu og halda úti miðlægum tölvuleik (GraphoGame) sem notaður er í skólum og heimilum til að þjálfa lestur og stærðfræði. Yfir 270.000 börn í Finnlandi hafa notað hann síðan 2008 og hann er nú í alþjóðlegri notkun. Mest um vert er að finnska menntakerfið er þekkt fyrir að börn með lesblindu fá aðlagaða kennslu án þess að vera skilgreind sérstaklega sem „öðruvísi“. Rannsóknir sýna að snemmbúin íhlutun dregur verulega úr vandamálum. Lesblinda er viðurkennd sem fötlun í Finnlandi og einstaklingar með lesblindu eiga rétt á stuðningi í skóla, vinnu og daglegu lífi. Rannsóknir í Svíþjóð Í Svíþjóð er talsverð áhersla á rannsóknir og Sænski lesblindusjóðurinn (Swedish Dyslexia Foundation) og samtök lesblindra í Svíþjóð vinna með alþjóðlegum vísindamönnum að rannsóknum og útgáfum um lesblindu. Svíar leggja áherslu á snemmbúna íhlutun frá 4 ára aldri. Það er bundið í lög í Svíþjóð að allir nemendur fái aðlögun, þar á meðal sérfræðiþjónustu vegna lesblindu. Háskólar bjóða upp á aðlögun eins og aukatíma í prófum og tæknihjálp. Áhersla er á að nemendur með lesblindu fái kennslu í venjulegum bekkjum en með aðstoð sem stuðlar að jafnræði. Norðmenn hafa staðið fyrir merku átaki um lesblinduvæna skóla. Stöðugt fleiri skólar verða lesblinduvænir eins og það er skilgreint. Allir lesblinduvænu skólarnir eru hluti af neti Dysleksi Norge og reyna að deila lausnum og ráðgjöf sín á milli. Lesblinduvænu skólarnir eru einnig með öflugar námsheimsóknir sín á milli. Norsku samtökin Dyslexia Norway (Dysleksi Norge) eru öflug og styðja við fólk með lesblindu, dyscalculia og tungumálavandamál. Þau bjóða ráðgjöf, sumarbúðir og fjölmenningarlegar útgáfur um einkenni og hjálpartæki eins og talhugsun og texta-í-rödd. Í Noregi leggja rannsóknir áherslu á að börn með lesblindu fái aðlagaða kennslu. Öflugt starf í Færeyjum Færeysku lesblindusamtökin, Lesi- og Skriviveik, eru fjárstyrkt mjög ríkulega, meðal annars frá færeyskum stjórnvöldum og þeir hafa náð að láta gera fyrir sig talgervil sem er vel af sér vikið miðað við hve fáir mæla á færeysku. Samtökin reka eins konar skóla í Þórshöfn, sem kallast Lesihúsið, þar sem þau bjóða upp á sérhæfða kennslu og stuðning. Ísland er sem gefur að skilja í margskonar samstarfi við Norðurlöndin sem hafa einnig þróað norrænt-baltískt samstarf um lesblindu þar sem er að finna leiðbeiningar um greiningu, aðlögun efnis og notkun sjónrænna verkfæra. Höfuðáherslan er á jafnræði í menntun en allt stuðlar þetta að betri líðan lesblindra nemenda sem skiptir gríðarlega miklu. Þeir mega ekki upplifa að þeir sitji eftir á nokkurn hátt og þar getum við Íslendingar lært mikið af hinum Norðurlöndunum. Þess vegna metum við hjá Félagi lesblindra á Íslandi þetta samstarf mikils og hlökkum til að hitta kollega okkar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu. Norðurlöndin hafa þróað kerfi sem leggja áherslu á snemmbúna greiningu, aðlögun kennslu og aðgengi að tækni- og stuðningskerfum, sem eru oft betri en í flestum öðrum löndum. Framundan er árlegur fundur norrænu lesblindusamtakanna sem Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) er aðili að. Fundurinn fer fram í Helsinki í Finnlandi 24. og 25. október 2025. Þessir sameiginlegu fundir samtaka lesblindra á Norðurlöndunum eru mikilvægir og gefa okkur hjá Félagi lesblindra á Íslandi tækifæri til að bera saman stöðu lesblindra í þessum löndum sem deila svo mörgu saman. Þó að margt sé vel gert á Íslandi þegar kemur að lesblindu má víða bæta. Áberandi er að samtök lesblindra á Norðurlöndunum hafa meiri getu til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en við á hjá Félagi lesblindra á Íslandi. Þá er vert að benda á að gagnagrunnur um hjálpartækni er í þróun í samstarfi við hin Norðurlöndin. Nokkur dæmi skulu hér tínd til þegar samanburður við hin Norðurlöndin er skoðaður. Prófun lesblindu í Danmörku Árið 2015 kynnti menntamálaráðuneytið í Danmörku prófun á lesblindu sem notuð er frá 3. bekkjum grunnskóla upp í háskóla. Þetta er gert á landsvísu og tryggir eitt og sama greiningarferlið yfir landið, sem eykur sanngirni og aðgengi að stuðningi. Í Danmörku eiga öll börn rétt á fullri grunnmenntun með aðlögun, þar á meðal sérkennslu vegna lesblindu. Fullorðnir (25 ára og eldri) geta þar að auki fengið námskeið í fullorðinsmenntun (VUC) þeim að kostnaðarlausu til að bæta lestur og skrift, þar á meðal aðferðir og hjálpartæki. Í Finnlandi er nú rekið eitt af stærstu rannsóknarverkefnum heims um lesblindu (Snemmbúin íhlutun og rannsóknir: Jyväskylä Longitudinal Study of Dyslexia (JLD)). Þar er fylgst með börnum frá fæðingu. Þetta hefur leitt til snemmbúinnar auðkenningar, jafnvel frá 4 ára aldri, og forvarna vegna áfalla tengdra lesblindu. Finnar hafa einnig lagt sig eftir að tvinna saman tækni og kennslu og halda úti miðlægum tölvuleik (GraphoGame) sem notaður er í skólum og heimilum til að þjálfa lestur og stærðfræði. Yfir 270.000 börn í Finnlandi hafa notað hann síðan 2008 og hann er nú í alþjóðlegri notkun. Mest um vert er að finnska menntakerfið er þekkt fyrir að börn með lesblindu fá aðlagaða kennslu án þess að vera skilgreind sérstaklega sem „öðruvísi“. Rannsóknir sýna að snemmbúin íhlutun dregur verulega úr vandamálum. Lesblinda er viðurkennd sem fötlun í Finnlandi og einstaklingar með lesblindu eiga rétt á stuðningi í skóla, vinnu og daglegu lífi. Rannsóknir í Svíþjóð Í Svíþjóð er talsverð áhersla á rannsóknir og Sænski lesblindusjóðurinn (Swedish Dyslexia Foundation) og samtök lesblindra í Svíþjóð vinna með alþjóðlegum vísindamönnum að rannsóknum og útgáfum um lesblindu. Svíar leggja áherslu á snemmbúna íhlutun frá 4 ára aldri. Það er bundið í lög í Svíþjóð að allir nemendur fái aðlögun, þar á meðal sérfræðiþjónustu vegna lesblindu. Háskólar bjóða upp á aðlögun eins og aukatíma í prófum og tæknihjálp. Áhersla er á að nemendur með lesblindu fái kennslu í venjulegum bekkjum en með aðstoð sem stuðlar að jafnræði. Norðmenn hafa staðið fyrir merku átaki um lesblinduvæna skóla. Stöðugt fleiri skólar verða lesblinduvænir eins og það er skilgreint. Allir lesblinduvænu skólarnir eru hluti af neti Dysleksi Norge og reyna að deila lausnum og ráðgjöf sín á milli. Lesblinduvænu skólarnir eru einnig með öflugar námsheimsóknir sín á milli. Norsku samtökin Dyslexia Norway (Dysleksi Norge) eru öflug og styðja við fólk með lesblindu, dyscalculia og tungumálavandamál. Þau bjóða ráðgjöf, sumarbúðir og fjölmenningarlegar útgáfur um einkenni og hjálpartæki eins og talhugsun og texta-í-rödd. Í Noregi leggja rannsóknir áherslu á að börn með lesblindu fái aðlagaða kennslu. Öflugt starf í Færeyjum Færeysku lesblindusamtökin, Lesi- og Skriviveik, eru fjárstyrkt mjög ríkulega, meðal annars frá færeyskum stjórnvöldum og þeir hafa náð að láta gera fyrir sig talgervil sem er vel af sér vikið miðað við hve fáir mæla á færeysku. Samtökin reka eins konar skóla í Þórshöfn, sem kallast Lesihúsið, þar sem þau bjóða upp á sérhæfða kennslu og stuðning. Ísland er sem gefur að skilja í margskonar samstarfi við Norðurlöndin sem hafa einnig þróað norrænt-baltískt samstarf um lesblindu þar sem er að finna leiðbeiningar um greiningu, aðlögun efnis og notkun sjónrænna verkfæra. Höfuðáherslan er á jafnræði í menntun en allt stuðlar þetta að betri líðan lesblindra nemenda sem skiptir gríðarlega miklu. Þeir mega ekki upplifa að þeir sitji eftir á nokkurn hátt og þar getum við Íslendingar lært mikið af hinum Norðurlöndunum. Þess vegna metum við hjá Félagi lesblindra á Íslandi þetta samstarf mikils og hlökkum til að hitta kollega okkar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun