Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar 18. desember 2025 15:31 Ég er nýflutt aftur á Seyðisfjörð eftir að hafa búið í Reykjavík í yfir 30 ár. Hér er ég fædd og uppalin. Við hjónin fluttum hingað í vor og keyptum hús til að losa fjármagn og vera nær dóttur okkar sem hér býr. Ég hef fylgst með umræðu um nýja samgönguáætlun ríkisins og er bæði reið og sár. Sú niðurstaða sem þar birtist er skýr: Seyðisfjörður virðist ekki lengur skipta máli. Ég er ekki manneskja sem æsir sig á netinu eða hellir sér yfir fólk með svívirðingum. En þegar stjórnvöld taka ákvarðanir sem grafa undan framtíð heils samfélags er þögn ekki valkostur. Þið segist vinna fyrir fólkið í landinu. Þá spyr ég einfaldlega: Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur á Seyðisfirði? Hvernig ætlið þið að tryggja að dóttir mín og ungt fólk hér hafi raunverulega framtíð? Ekki í orði, heldur í verki. Við hjónin höfum fjárfest í húsi hér. Með þessari samgönguáætlun hafið þið að öllum líkindum rýrt verðmæti hennar verulega. Ef við viljum selja og flytja á brott er það orðið mun erfiðara. Ber ríkið enga ábyrgð á þeirri stöðu sem það sjálft skapar? Á Seyðisfirði býr duglegt og skapandi fólk sem hefur byggt líf sitt á þeirri forsendu að hér sé hægt að búa við sambærileg lífsskilyrði og annars staðar á landinu. Nú eruð þið að segja okkur að sú forsenda standist ekki lengur. Fólk hér sækir vinnu, þjónustu, íþróttir barna og daglegt líf til Egilsstaða. Samgöngur þangað eru ekki munaður heldur lífsnauðsyn. Hvernig ætlið þið að tryggja öryggi okkar þegar Fjarðarheiði er lokuð, þegar aurskriður falla eða snjóflóð lokar leiðum – á sama tíma og veður útilokar sjó- og flugsamgöngur? Er svarið virkilega að við eigum einfaldlega að sætta okkur við að vera afskipt? Að framtíð atvinnu hér takmarkist við örfá störf í laxeldi eða stóriðju annars staðar á Austurlandi? Á fólk á landsbyggðinni ekki rétt á vali? Við sækjum alla okkar grunnþjónustu til Egilsstaða. Við tilheyrum Múlaþingi. Samt er verið að taka ákvarðanir sem gera það sífellt hættulegra og erfiðara að lifa eðlilegu lífi hér. Þegar gagnrýnt er að samgönguráðherra hafi ekki lesið skýrslu sem hann vitnar í, er það kallað „tittlingaskítur“. Er það viðhorfið til okkar? Að áhyggjur okkar séu smámunir? Ég kaus Viðreisn í síðustu kosningum. Þar áður Samfylkinguna. Í dag spyr ég: Hvað fæ ég í staðinn fyrir atkvæðið mitt? Hvernig ætla þessir flokkar að standa með fólki eins og mér – ekki í ræðu, heldur í raunverulegum aðgerðum? Munið þetta: Það koma aftur kosningar. Seyðfirðingar og íbúar Múlaþings eru ekki bara þeir sem hér búa í dag, heldur líka þeir sem eiga hér fjölskyldu, eignir og framtíð undir. Ekki svara mér með klisjum um „erfiðar ákvarðanir“. Sýnið mér og öðrum hér þá virðingu að svara af hreinskilni – og útskýra hvernig þið ætlið að tryggja að Seyðisfjörður verði ekki fórnarkostnaður í samgöngumálum ríkisins. Höfundur er Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Ég er nýflutt aftur á Seyðisfjörð eftir að hafa búið í Reykjavík í yfir 30 ár. Hér er ég fædd og uppalin. Við hjónin fluttum hingað í vor og keyptum hús til að losa fjármagn og vera nær dóttur okkar sem hér býr. Ég hef fylgst með umræðu um nýja samgönguáætlun ríkisins og er bæði reið og sár. Sú niðurstaða sem þar birtist er skýr: Seyðisfjörður virðist ekki lengur skipta máli. Ég er ekki manneskja sem æsir sig á netinu eða hellir sér yfir fólk með svívirðingum. En þegar stjórnvöld taka ákvarðanir sem grafa undan framtíð heils samfélags er þögn ekki valkostur. Þið segist vinna fyrir fólkið í landinu. Þá spyr ég einfaldlega: Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur á Seyðisfirði? Hvernig ætlið þið að tryggja að dóttir mín og ungt fólk hér hafi raunverulega framtíð? Ekki í orði, heldur í verki. Við hjónin höfum fjárfest í húsi hér. Með þessari samgönguáætlun hafið þið að öllum líkindum rýrt verðmæti hennar verulega. Ef við viljum selja og flytja á brott er það orðið mun erfiðara. Ber ríkið enga ábyrgð á þeirri stöðu sem það sjálft skapar? Á Seyðisfirði býr duglegt og skapandi fólk sem hefur byggt líf sitt á þeirri forsendu að hér sé hægt að búa við sambærileg lífsskilyrði og annars staðar á landinu. Nú eruð þið að segja okkur að sú forsenda standist ekki lengur. Fólk hér sækir vinnu, þjónustu, íþróttir barna og daglegt líf til Egilsstaða. Samgöngur þangað eru ekki munaður heldur lífsnauðsyn. Hvernig ætlið þið að tryggja öryggi okkar þegar Fjarðarheiði er lokuð, þegar aurskriður falla eða snjóflóð lokar leiðum – á sama tíma og veður útilokar sjó- og flugsamgöngur? Er svarið virkilega að við eigum einfaldlega að sætta okkur við að vera afskipt? Að framtíð atvinnu hér takmarkist við örfá störf í laxeldi eða stóriðju annars staðar á Austurlandi? Á fólk á landsbyggðinni ekki rétt á vali? Við sækjum alla okkar grunnþjónustu til Egilsstaða. Við tilheyrum Múlaþingi. Samt er verið að taka ákvarðanir sem gera það sífellt hættulegra og erfiðara að lifa eðlilegu lífi hér. Þegar gagnrýnt er að samgönguráðherra hafi ekki lesið skýrslu sem hann vitnar í, er það kallað „tittlingaskítur“. Er það viðhorfið til okkar? Að áhyggjur okkar séu smámunir? Ég kaus Viðreisn í síðustu kosningum. Þar áður Samfylkinguna. Í dag spyr ég: Hvað fæ ég í staðinn fyrir atkvæðið mitt? Hvernig ætla þessir flokkar að standa með fólki eins og mér – ekki í ræðu, heldur í raunverulegum aðgerðum? Munið þetta: Það koma aftur kosningar. Seyðfirðingar og íbúar Múlaþings eru ekki bara þeir sem hér búa í dag, heldur líka þeir sem eiga hér fjölskyldu, eignir og framtíð undir. Ekki svara mér með klisjum um „erfiðar ákvarðanir“. Sýnið mér og öðrum hér þá virðingu að svara af hreinskilni – og útskýra hvernig þið ætlið að tryggja að Seyðisfjörður verði ekki fórnarkostnaður í samgöngumálum ríkisins. Höfundur er Seyðfirðingur.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun