Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2025 10:02 Jón Halldórsson, formaður HSÍ Vísir/Sigurjón Formaður HSÍ segir fjárhagsstöðu sambandsins grafalvarlega. Sambandinu refsist fyrir góðan árangur landsliða sinna sem taki á rekstur þess. Leitað er nýrra leiða til að rétta fjárhaginn af. Jón Halldórsson tók við formannsstóli HSÍ af Guðmundi B. Ólafssyni í vor og hefur tekist á við ýmsar áskoranir. Fjárhagshliðin er þar ofarlega á lista, enda HSÍ verið rekið með tæplega 130 milljón króna halla síðustu tvö ár. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ segir Jón í Sportpakkanum á Sýn. Af hverju ekki? „Skuldir sambandsins eru gríðarlegar og styrkir sem við erum að fá hafa í raun ekki dugað fyrir rekstrinum. Það eru gríðarlegar hækkanir sem tengjast mikið ferðakostnaði,“ Árangurinn of góður Ferðakostnaðurinn hljótist af árangri bæði A-landsliða og yngri landsliða við að komast á stórmót. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ „Árangri fylgja ferðalög. Við búum á eyju svo við þurfum að ferðast mikið. Ef við ætlum að halda uppi afreksstarfinu þá þurfum við að ferðast til að fara og keppa við þau bestu sem við ætlum að þróast í átt með,“ Leita til almennings eftir brotthvarf Rapyd HSÍ varð af styrktarfé þegar sambandið sagði upp umdeildum samningi við greiðslufyrirtækið Rapyd en nýrra styrktaraðila er leitað. „Í rauninni ætlum við að blása til sóknar. Við ætlum á komandi mánuðum ekki bara að gefa fyrirtækjum, heldur einstaklingum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til að taka þátt í þessari vegferð með okkur. Að koma og styðja við bakið á okkur í þessari spennandi vegferð,“ „Við þurfum alla upp á dekk, ætlum að ná öllum upp á dekk, munum ná öllum upp á dekk og munum lyfta handbolta upp í hæstu hæðir,“ segir Jón. Viðtalið má sjá í spilaranum. HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Jón Halldórsson tók við formannsstóli HSÍ af Guðmundi B. Ólafssyni í vor og hefur tekist á við ýmsar áskoranir. Fjárhagshliðin er þar ofarlega á lista, enda HSÍ verið rekið með tæplega 130 milljón króna halla síðustu tvö ár. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ segir Jón í Sportpakkanum á Sýn. Af hverju ekki? „Skuldir sambandsins eru gríðarlegar og styrkir sem við erum að fá hafa í raun ekki dugað fyrir rekstrinum. Það eru gríðarlegar hækkanir sem tengjast mikið ferðakostnaði,“ Árangurinn of góður Ferðakostnaðurinn hljótist af árangri bæði A-landsliða og yngri landsliða við að komast á stórmót. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ „Árangri fylgja ferðalög. Við búum á eyju svo við þurfum að ferðast mikið. Ef við ætlum að halda uppi afreksstarfinu þá þurfum við að ferðast til að fara og keppa við þau bestu sem við ætlum að þróast í átt með,“ Leita til almennings eftir brotthvarf Rapyd HSÍ varð af styrktarfé þegar sambandið sagði upp umdeildum samningi við greiðslufyrirtækið Rapyd en nýrra styrktaraðila er leitað. „Í rauninni ætlum við að blása til sóknar. Við ætlum á komandi mánuðum ekki bara að gefa fyrirtækjum, heldur einstaklingum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til að taka þátt í þessari vegferð með okkur. Að koma og styðja við bakið á okkur í þessari spennandi vegferð,“ „Við þurfum alla upp á dekk, ætlum að ná öllum upp á dekk, munum ná öllum upp á dekk og munum lyfta handbolta upp í hæstu hæðir,“ segir Jón. Viðtalið má sjá í spilaranum.
HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira