Álftanes mætir stórliði Benfica Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. september 2025 17:31 David Okeke verður með Álftnesingum í Portúgal. vísir/hulda margrét Körfuknattleikslið Álftaness heldur á morgun til Lissabon í Portúgal og tekur þátt í alþjóðlegu körfuboltamóti. Mótið ber heitið Torneo Internacional Lisboa og fer fram 12.–14. september. Alls taka fjögur lið þátt í mótinu - Benfica, Sporting frá Lissabon, breska liðið Surrey 89ers og Álftanes. „Undanfarin tvö ár höfum við farið í frábærar ferðir til Króatíu á undirbúningstímabilinu. Við ákváðum að breyta til í ár og eftir að ég ráðfærði mig við samnemendur mína í alþjóðlegu þjálfaranámi settum við stefnuna á að fara til Portúgal,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Við komumst í tengsl við forráðamenn Benfica í þeim tilgangi að leika æfingaleik við þeirra frábæra lið. Upp úr þeim viðræðum fæddist sú hugmynd að við kæmum inn í þetta mót og vorum við ekki lengi að þiggja boðið,“ bætir Kjartan við. Fyrirkomulagið er einfalt, undanúrslit eru á föstudeginum og á sunnudeginum er leikið um fyrsta og þriðja sætið. Það kom í hlut Álftnesinga að mæta Benfica í undanúrslitunum. Álftanes tekur þátt í þessu skemmtilega móti. Benfica hefur verið leiðandi afl í portúgölskum körfubolta. Alls hefur félagið unnið 31 meistaratitil (þar af fjögur síðastliðin tímabil) og 23 sinnum hefur félagið orðið bikarmeistari. Liðið leikur í Meistaradeild Evrópu og hefur á að skipa fjölmörgum landsliðsmönnum. Þess má geta að einn af leiðtogum Benfica er Aaron Broussard sem varð Íslandsmeistari með Grindvíkingum 2013. Broussard er á leið inn í sitt fimmta tímabil með portúgalska stórveldinu, hefur alltaf endað uppi sem portúgalskur meistari og fengið fjölmargar viðurkenningar. „Vissulega er þetta leikur á undirbúningstímabili en það verður mjög gaman að mæta Benfica. Það vill svo skemmtilega til að Klara Kristín, dóttir mín, leikur fyrir akademíu Benfica í Bandaríkjunum þannig að þetta hittir skemmtilega á,“ segir Kjartan kátur og bætir við að með í för verði stór hluti meistaraflokksráðs Álftnesinga. View this post on Instagram A post shared by Benfica Residential Academy (@benficaresidentialacademy) „Þessi hópur er magnaður og hefur fylgt okkur til Króatíu og um allt Ísland. Í hópnum eru tveir sem bera miklar taugar til Benfica. Annar þeirra bjó um árabil í Benfica-hluta Lissabon og svo er annar sem skráði sig í helsta stuðningsmannaklúbb félagsins og hefur verið virkur þar í einhver ár.“ Álftanes mætir Benfica á föstudaginn klukkan 18.30 að íslenskum tíma. Körfubolti UMF Álftanes Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira
Alls taka fjögur lið þátt í mótinu - Benfica, Sporting frá Lissabon, breska liðið Surrey 89ers og Álftanes. „Undanfarin tvö ár höfum við farið í frábærar ferðir til Króatíu á undirbúningstímabilinu. Við ákváðum að breyta til í ár og eftir að ég ráðfærði mig við samnemendur mína í alþjóðlegu þjálfaranámi settum við stefnuna á að fara til Portúgal,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Við komumst í tengsl við forráðamenn Benfica í þeim tilgangi að leika æfingaleik við þeirra frábæra lið. Upp úr þeim viðræðum fæddist sú hugmynd að við kæmum inn í þetta mót og vorum við ekki lengi að þiggja boðið,“ bætir Kjartan við. Fyrirkomulagið er einfalt, undanúrslit eru á föstudeginum og á sunnudeginum er leikið um fyrsta og þriðja sætið. Það kom í hlut Álftnesinga að mæta Benfica í undanúrslitunum. Álftanes tekur þátt í þessu skemmtilega móti. Benfica hefur verið leiðandi afl í portúgölskum körfubolta. Alls hefur félagið unnið 31 meistaratitil (þar af fjögur síðastliðin tímabil) og 23 sinnum hefur félagið orðið bikarmeistari. Liðið leikur í Meistaradeild Evrópu og hefur á að skipa fjölmörgum landsliðsmönnum. Þess má geta að einn af leiðtogum Benfica er Aaron Broussard sem varð Íslandsmeistari með Grindvíkingum 2013. Broussard er á leið inn í sitt fimmta tímabil með portúgalska stórveldinu, hefur alltaf endað uppi sem portúgalskur meistari og fengið fjölmargar viðurkenningar. „Vissulega er þetta leikur á undirbúningstímabili en það verður mjög gaman að mæta Benfica. Það vill svo skemmtilega til að Klara Kristín, dóttir mín, leikur fyrir akademíu Benfica í Bandaríkjunum þannig að þetta hittir skemmtilega á,“ segir Kjartan kátur og bætir við að með í för verði stór hluti meistaraflokksráðs Álftnesinga. View this post on Instagram A post shared by Benfica Residential Academy (@benficaresidentialacademy) „Þessi hópur er magnaður og hefur fylgt okkur til Króatíu og um allt Ísland. Í hópnum eru tveir sem bera miklar taugar til Benfica. Annar þeirra bjó um árabil í Benfica-hluta Lissabon og svo er annar sem skráði sig í helsta stuðningsmannaklúbb félagsins og hefur verið virkur þar í einhver ár.“ Álftanes mætir Benfica á föstudaginn klukkan 18.30 að íslenskum tíma.
Körfubolti UMF Álftanes Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Keflavík - Haukar | Stórleikur í Reykjanesbæ Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Sjá meira