Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2025 16:32 Kári Jónsson átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum í leikslok. vísir/hulda margrét Það er komið á ferðalokum á EM í körfubolta. Lokaleikurinn var hreinasta hörmung og ekki í neinum takti við annað sem boðið var upp á heilt yfir á þessu móti. Skömmu fyrir leik sagði ég við Val Pál félaga minn að ég hefði slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Það var gír á Frökkunum í upphitun og ég óttaðist að okkar menn væru bensínlausir. Það reyndist því miður vera rétt. Tónninn var settur strax í byrjun. Franska vélin með allt í botni en okkar menn á hælunum og virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu. Þeir virkuðu hræddir. Það var ekki spilaður neinn varnarleikur og menn virtust oft á tíðum ekki hafa mikla trú á skotunum sínum. Hvar var óttaleysið og íslenska orkan? Hún var búin. Fyrsti leikhlutinn var hrein martröð. Staðan eftir hann var 36-9 og leik lokið. Svo sannarlega flenging á franska vísu. Strákarnir hafa mikið talað um að þeir hafi sannað að þeir eigi heima á stóra sviðinu. Það hafa þeir sýnt í hinum leikjunum en þeir eiga ekkert í svona rosalegt lið. Þetta voru menn á móti börnum. Til að taka aðeins hanskann upp fyrir okkar menn þá hittu Frakkarnir úr gjörsamlega öllum skotum. Algjörlega óþolandi. Þetta er frábært körfuboltalið en Guð minn góður hvað þessir menn nenna að tuða. Ljóður á þessu frábæra liði. Niðurstaðan liggur fyrir. Fimm leikir og fimm töp. Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist enn. Er maður horfir heilt yfir mótið spyr maður sig óneitanlega að því hvort glasið sé galtómt eða hálffullt? Liðið stóð í mörgum góðum liðum og hefði átt að vinna leik. Sú staða hefur ekki komið upp áður. Liðið átti að vinna leikinn gegn Belgíu og það er enn sárt að rifja upp hvernig strákunum tókst að kasta honum frá sér. Vonbrigðin í Pólverjaleiknum gleymast síðan aldrei. Leikhús fáranleikans í Spodek og tækifærið hrifsað af okkar mönnum. Það má því tala um ákveðin framfaraskref hjá liðinu en þau skref áttu að vera stærri á þessu móti. Í því liggja vonbrigðin fyrst og fremst. Það er sárt að fara ekki með að minnsta kosti einn sigur heim í töskunni. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31 Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39 „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Skömmu fyrir leik sagði ég við Val Pál félaga minn að ég hefði slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Það var gír á Frökkunum í upphitun og ég óttaðist að okkar menn væru bensínlausir. Það reyndist því miður vera rétt. Tónninn var settur strax í byrjun. Franska vélin með allt í botni en okkar menn á hælunum og virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu. Þeir virkuðu hræddir. Það var ekki spilaður neinn varnarleikur og menn virtust oft á tíðum ekki hafa mikla trú á skotunum sínum. Hvar var óttaleysið og íslenska orkan? Hún var búin. Fyrsti leikhlutinn var hrein martröð. Staðan eftir hann var 36-9 og leik lokið. Svo sannarlega flenging á franska vísu. Strákarnir hafa mikið talað um að þeir hafi sannað að þeir eigi heima á stóra sviðinu. Það hafa þeir sýnt í hinum leikjunum en þeir eiga ekkert í svona rosalegt lið. Þetta voru menn á móti börnum. Til að taka aðeins hanskann upp fyrir okkar menn þá hittu Frakkarnir úr gjörsamlega öllum skotum. Algjörlega óþolandi. Þetta er frábært körfuboltalið en Guð minn góður hvað þessir menn nenna að tuða. Ljóður á þessu frábæra liði. Niðurstaðan liggur fyrir. Fimm leikir og fimm töp. Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist enn. Er maður horfir heilt yfir mótið spyr maður sig óneitanlega að því hvort glasið sé galtómt eða hálffullt? Liðið stóð í mörgum góðum liðum og hefði átt að vinna leik. Sú staða hefur ekki komið upp áður. Liðið átti að vinna leikinn gegn Belgíu og það er enn sárt að rifja upp hvernig strákunum tókst að kasta honum frá sér. Vonbrigðin í Pólverjaleiknum gleymast síðan aldrei. Leikhús fáranleikans í Spodek og tækifærið hrifsað af okkar mönnum. Það má því tala um ákveðin framfaraskref hjá liðinu en þau skref áttu að vera stærri á þessu móti. Í því liggja vonbrigðin fyrst og fremst. Það er sárt að fara ekki með að minnsta kosti einn sigur heim í töskunni.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31 Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39 „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
„Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31
Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39
„Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19