Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar 2. september 2025 10:02 Höfnin í Þorlákshöfn hefur áratugum saman verið burðarás samfélagsins. Höfnin hefur mótað atvinnulíf, menningu og sjálfsmynd bæjarbúa í áratugi og gegnir lykilhlutverki hvað varðar atvinnusköpun og framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins. Það er enda svo að íbúaþróun og uppbygging atvinnlífs hefur haldist í hendur við hafnarbætur í gegnum áratugina. Lífæð Þorlákshöfn hefur lengi verið mikilvæg fyrir sjávarútveg, en á síðari árum hefur fleiri stoðum verið skotið undir velferð okkar. Í dag er hafnarstarfsemin fjölbreytt og má þar nefna: inn- og útflutningur á vörum, jarðefnaútflutningur, innflutningur á áburði, fiskveiðar og þjónusta við seiðaflutninga. Margt annað mætti til telja. Höfnin er lífæð sem ótal fjölskyldur byggja afkomu sína á. Framtíðarmöguleikar Fram undan eru fjölmörg tækifæri sem tengjast áframhaldandi vexti hafnarinnar. Þau skapa möguleika bæði fyrir ný fyrirtæki og rótgróin til að efla starfsemi sína. Sífellt fleiri fyrirtæki horfa nú til Þorlákshafnar sem framtíðarstaðsetningar, þar sem höfnin gegnir lykilhlutverki. Sérstaklega má nefna uppbyggingu í landeldi á laxafurðum, vöxtur vöruflutninga og aukinn áhugi útferðafélaga. Allt kallar þetta á djörfung og framtíðarsýn öflugri innviði hafnarinnar. Það er því brýnt að halda áfram á sömu braut og tryggja að Þorlákshöfn verði í stakk búin að mæta þessari þróun. Stórtæk áform Á seinustu árum hefur höfnin tekið stakka skiptum. Aldrei í sögunni hefur verið fjárfest meira en það er bara einn þeirra áfanga sem stefnt er að. Sveitarfélagið hefur nýlega sótt um framlag til hafnarframkvæmda í samgönguáætlun ríkisins 2026–2030. Meginverkefnið er stækkun hafnarinnar til norðurs, í Skötubót, þar sem myndi rísa ný höfn með fjölbreytta möguleika. Þetta yrði stærsta og kostnaðarsamasta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins. Jafnframt er óskað eftir fjármagni til innri umbóta sem styrkja þjónustu við núverandi viðskiptavini. Þar má nefna að Smyril Line bætir við tveimur nýjum 190 metra skipum á næsta ári, sem krefjast öflugra innviða og hámarksöryggis fyrir sjófarendur. Myndin hér fyrir neðan sýnir næstu stórsókn hafnarinnar. Höfnin er meira en mannvirki Þorlákshafnarhöfn er ekki aðeins mannvirki – hún er grunnur byggðar, atvinnu og framtíðar. Með stuðningi ríkisins verður hún áfram burðarás samfélagsins og mikilvægur hlekkur í samgöngum og verðmætasköpun á Íslandi. Fyrir íbúana er hún meira en mannvirki – hún er tákn um lífskraft, samstöðu og framtíðarmöguleika. Höfundur er formaður bæjarráðs Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Hafnarmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Höfnin í Þorlákshöfn hefur áratugum saman verið burðarás samfélagsins. Höfnin hefur mótað atvinnulíf, menningu og sjálfsmynd bæjarbúa í áratugi og gegnir lykilhlutverki hvað varðar atvinnusköpun og framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins. Það er enda svo að íbúaþróun og uppbygging atvinnlífs hefur haldist í hendur við hafnarbætur í gegnum áratugina. Lífæð Þorlákshöfn hefur lengi verið mikilvæg fyrir sjávarútveg, en á síðari árum hefur fleiri stoðum verið skotið undir velferð okkar. Í dag er hafnarstarfsemin fjölbreytt og má þar nefna: inn- og útflutningur á vörum, jarðefnaútflutningur, innflutningur á áburði, fiskveiðar og þjónusta við seiðaflutninga. Margt annað mætti til telja. Höfnin er lífæð sem ótal fjölskyldur byggja afkomu sína á. Framtíðarmöguleikar Fram undan eru fjölmörg tækifæri sem tengjast áframhaldandi vexti hafnarinnar. Þau skapa möguleika bæði fyrir ný fyrirtæki og rótgróin til að efla starfsemi sína. Sífellt fleiri fyrirtæki horfa nú til Þorlákshafnar sem framtíðarstaðsetningar, þar sem höfnin gegnir lykilhlutverki. Sérstaklega má nefna uppbyggingu í landeldi á laxafurðum, vöxtur vöruflutninga og aukinn áhugi útferðafélaga. Allt kallar þetta á djörfung og framtíðarsýn öflugri innviði hafnarinnar. Það er því brýnt að halda áfram á sömu braut og tryggja að Þorlákshöfn verði í stakk búin að mæta þessari þróun. Stórtæk áform Á seinustu árum hefur höfnin tekið stakka skiptum. Aldrei í sögunni hefur verið fjárfest meira en það er bara einn þeirra áfanga sem stefnt er að. Sveitarfélagið hefur nýlega sótt um framlag til hafnarframkvæmda í samgönguáætlun ríkisins 2026–2030. Meginverkefnið er stækkun hafnarinnar til norðurs, í Skötubót, þar sem myndi rísa ný höfn með fjölbreytta möguleika. Þetta yrði stærsta og kostnaðarsamasta framkvæmd í sögu sveitarfélagsins. Jafnframt er óskað eftir fjármagni til innri umbóta sem styrkja þjónustu við núverandi viðskiptavini. Þar má nefna að Smyril Line bætir við tveimur nýjum 190 metra skipum á næsta ári, sem krefjast öflugra innviða og hámarksöryggis fyrir sjófarendur. Myndin hér fyrir neðan sýnir næstu stórsókn hafnarinnar. Höfnin er meira en mannvirki Þorlákshafnarhöfn er ekki aðeins mannvirki – hún er grunnur byggðar, atvinnu og framtíðar. Með stuðningi ríkisins verður hún áfram burðarás samfélagsins og mikilvægur hlekkur í samgöngum og verðmætasköpun á Íslandi. Fyrir íbúana er hún meira en mannvirki – hún er tákn um lífskraft, samstöðu og framtíðarmöguleika. Höfundur er formaður bæjarráðs Ölfuss.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun