Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar 31. ágúst 2025 23:02 Við skulum ekki etja þjóðinni saman. Við skulum ekki gera neitt nema við séum sammála um að gera það. Við skulum ekki tala um umdeild mál því það sundrar þjóðinni og dregur athyglina frá því sem skiptir máli. Við skulum ekki setja erfið mál á dagskrá. Alltaf að kjósa Samt viljum við kjósa til Alþingis, kjósa sveitarstjórnir, kjósa um sameiningar sveitarfélaga, kjósa í stjórnir íþróttafélaga, kjósa í stjórn húsfélagsins, kjósa okkur forseta, kjósa í Eurovision, kjósa um afgreiðslu mála á Alþingi, kjósa um afgreiðslu mála í sveitarstjórnum og svo má lengi telja. Þetta gerum við þrátt fyrir að ágreiningur sé um mál, stundum mikill, stundum lítill, stundum eru sjónarmið og fylkingar bara tvær, stundum er mjótt á munum stundum mikill munur. Stundum eru sjónarmið mörg og fylkingar margar. Samt náum við niðurstöðu og meirihlutinn ræður á endanum, stundum er það meira að segja ekki meirihlutinn heldur minnihluti ef margir kostir eru í boði. Það eru aldrei góð rök fyrir að ræða ekki mál eða taka afstöðu til þeirra ef ekki er öruggt að nánast allir séu sammála um niðurstöðuna. Þræta án enda? ... Umræður og skoðanaskipti um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa staðið um áratuga skeið án neinnar niðurstöðu. Stjórnmálaflokkar hafa mismunandi afstöðu til málsins, sumir hafa meira segja skipt um skoðun, almenningur hefur líka mismunandi skoðanir. Stundum sýna skoðanakannanir að fleiri vilji ganga í Evrópusambandið og stundum eru þeir fleiri sem vilja það ekki. Eitt er víst að umræða sem fær aldrei lýðræðislegar lyktir hættir ekki, hún heldur áfram í einni eða annarri mynd, stundum fyrirferðarmikil og stundum ekki. ... ekki ef við kjósum! Nú háttar svo til að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn þriggja flokka hefur ákveðið að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka eigi upp viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands. Verði svarið já og náist samningur um aðild í kjölfarið verður hann lagður í dóm þjóðarinnar með annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin sjálf á síðasta orðið á báðum stigum verði þau á annað borð tvö. Þjóðin verður því hvorki hrakin né neydd til eins eða neins. Hún tekur einfaldlega af skarið í málinu Látum ekki hafa vit fyrir okkur Væri ekki ráð að við reyndum að sameinast um að feta þessa lýðræðislegustu leið sem við eigum í fórum okkar. Eigum við ekki fyrst að ræða og taka ákvörðun um hvort við viljum halda viðræðum áfram eða ekki. Verði svarið nei er málið úr sögunni. Verði svarið já verður reynt til þrautar að ná samningi. Takist það kemur aftur að þjóðinni, hún ræðir samninginn og tekur ákvörðun á grundvelli hans. Þá er komin niðurstaða, annað hvort gengur Ísland í Evrópusambandið eða ekki. Er ekki þjóðráð að þjóðin taki sig saman um að ráða þessu máli til lykta með leikreglum lýðræðisins. Svo mikið er víst að stjórnmálaflokkarnir og Alþingi hafa komið þessu máli í þannig sjálfheldu að þeir geta ekki einir og sér komið sér úr henni. Það getur enginn gert betur en þjóðin sjálf beint og milliliðalaust. Höfundur er einlægur Evrópusinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Við skulum ekki etja þjóðinni saman. Við skulum ekki gera neitt nema við séum sammála um að gera það. Við skulum ekki tala um umdeild mál því það sundrar þjóðinni og dregur athyglina frá því sem skiptir máli. Við skulum ekki setja erfið mál á dagskrá. Alltaf að kjósa Samt viljum við kjósa til Alþingis, kjósa sveitarstjórnir, kjósa um sameiningar sveitarfélaga, kjósa í stjórnir íþróttafélaga, kjósa í stjórn húsfélagsins, kjósa okkur forseta, kjósa í Eurovision, kjósa um afgreiðslu mála á Alþingi, kjósa um afgreiðslu mála í sveitarstjórnum og svo má lengi telja. Þetta gerum við þrátt fyrir að ágreiningur sé um mál, stundum mikill, stundum lítill, stundum eru sjónarmið og fylkingar bara tvær, stundum er mjótt á munum stundum mikill munur. Stundum eru sjónarmið mörg og fylkingar margar. Samt náum við niðurstöðu og meirihlutinn ræður á endanum, stundum er það meira að segja ekki meirihlutinn heldur minnihluti ef margir kostir eru í boði. Það eru aldrei góð rök fyrir að ræða ekki mál eða taka afstöðu til þeirra ef ekki er öruggt að nánast allir séu sammála um niðurstöðuna. Þræta án enda? ... Umræður og skoðanaskipti um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa staðið um áratuga skeið án neinnar niðurstöðu. Stjórnmálaflokkar hafa mismunandi afstöðu til málsins, sumir hafa meira segja skipt um skoðun, almenningur hefur líka mismunandi skoðanir. Stundum sýna skoðanakannanir að fleiri vilji ganga í Evrópusambandið og stundum eru þeir fleiri sem vilja það ekki. Eitt er víst að umræða sem fær aldrei lýðræðislegar lyktir hættir ekki, hún heldur áfram í einni eða annarri mynd, stundum fyrirferðarmikil og stundum ekki. ... ekki ef við kjósum! Nú háttar svo til að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn þriggja flokka hefur ákveðið að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka eigi upp viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands. Verði svarið já og náist samningur um aðild í kjölfarið verður hann lagður í dóm þjóðarinnar með annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin sjálf á síðasta orðið á báðum stigum verði þau á annað borð tvö. Þjóðin verður því hvorki hrakin né neydd til eins eða neins. Hún tekur einfaldlega af skarið í málinu Látum ekki hafa vit fyrir okkur Væri ekki ráð að við reyndum að sameinast um að feta þessa lýðræðislegustu leið sem við eigum í fórum okkar. Eigum við ekki fyrst að ræða og taka ákvörðun um hvort við viljum halda viðræðum áfram eða ekki. Verði svarið nei er málið úr sögunni. Verði svarið já verður reynt til þrautar að ná samningi. Takist það kemur aftur að þjóðinni, hún ræðir samninginn og tekur ákvörðun á grundvelli hans. Þá er komin niðurstaða, annað hvort gengur Ísland í Evrópusambandið eða ekki. Er ekki þjóðráð að þjóðin taki sig saman um að ráða þessu máli til lykta með leikreglum lýðræðisins. Svo mikið er víst að stjórnmálaflokkarnir og Alþingi hafa komið þessu máli í þannig sjálfheldu að þeir geta ekki einir og sér komið sér úr henni. Það getur enginn gert betur en þjóðin sjálf beint og milliliðalaust. Höfundur er einlægur Evrópusinni
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun