„Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 30. ágúst 2025 20:05 Óskar Smári er þjálfari Fram. Vísir/Anton Brink „Bara spennufall, ég er bara að ná mér niður. Ég er fáránlega ánægður og stoltur af stelpunum, ég kallaði eftir því að sjá liðið mitt sem spilaði fyrri hluta þessa tímabils og ég fékk það til baka í dag,“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir dramatískan sigur á Þór/KA í Boganum í dag þar sem markið kom úr síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 1-2. „Í raun var ég búin að sætta mig við eitt gott stig þangað til Murielle sýnir snilld sína. Við vorum að spila á móti mjög góðu Þór/KA liði þrátt fyrir að Sandra sé farin að þá eru mjög góðir leikmenn og þær eru mjög vel drillaðar hjá Jóa þannig ég er gífurlega sáttur, mínar konur börðust saman og voru frábærar í dag.“ Óskar taldi að uppskeran að sigrinum í dag var að liðið fór aftur í grunngildin sín en á undan þessum leik hafði liðin lent í langri taphrinu. „Eftir alla þessa tapleiki náðum við að núllstilla og komum af krafti inn í þennan leik og sýndum úr hverju við erum gerðar og unnum fyrir þessum þremur stigum. Við fórum í grunngildin okkar, fórum að vinna saman sem lið, vörðum markið okkar miklu betur en í síðust leikjum og uppskárum. Þá má ekki gleyma að við erum með markmann í liðinu sem lenti í gær og spilaði í dag.“ Ashley Brown Orkus stóð vaktina í marki Framara í dag eftir að hafa lent á landinu í gær. „Hún var frábær en við þurfum aðeins að fara í útspörkin hennar. Hún sparkaði nokkrum sinnum í grasið og eitthvað, ég veit eiginlega ekkert um hana en hún stóð sig vel. Stelpurnar gerðu þetta líka einfalt fyrir hana, vörðu teiginn okkar frábærlega.“ Allir í kringum lið Fram hafa lagt sitt á vogarskálarnar undanfarnar vikur að snúa gengi liðsins við og það gekk í dag. „Það hefur farið mikil orka og vinna í það hjá staffinu og stelpunum að vera tilbúnar að verja teiginn okkar og það gekk í dag. Það þarf að leggja inn vinnuna og það þarf líka að framkvæma og stelpurnar gerðu það vel. Það er grunnurinn að þessum sigri í dag.“ Framundan er verkefni á móti Tindstóll sem er í næst neðsta sæti, eftir sigurinn í dag munar fjórum stigum á liðunum. „Þetta er mikill léttir en við eigum erfiðan leik í næstu umferð á móti Tindastóll. Við getum ekki farið of hátt þannig við þurfum að ná okkur niður. Það má vera gaman í flugvélinni á eftir en síðan þurfum við einbeitinguna aftur því við eigum gífurlega erfiðan leik framundan. Þessi sigur nærir samt meira en margir aðrir leikir því við höfum beðið lengi eftir þessu, þessi tilfinning iljar manni.“ Óskar og Jóhann Kristinn lentu í orðaskaki þegar stutt var til leiksloka. „Þetta var algjörlega á mér og ég á eftir að biðja Jóa afsökunar. Mér fannst mark liggja í loftinu hjá Þór/KA, margir boltar inn á teig undir lokin og við orðnar þreyttar. Minn leikmaður lagðist niður í teignum og Jói vildi halda tempóinu á leiknum en ég ákvað að fá athyglina á mig sjálfan og draga hana frá leiknum til að drepa niður tempóið í leiknum. Þannig í raun er Jói bara fórnarlamb aðstæðna hjá mér. Þetta var kannski skítabragð en ég taldi að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að gera til að drepa eitthvað niður í leiknum því ég fann að við vorum með engin tök á þessu mómenti í leiknum.“ Þór Akureyri KA Fram Besta deild kvenna Fótbolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
„Í raun var ég búin að sætta mig við eitt gott stig þangað til Murielle sýnir snilld sína. Við vorum að spila á móti mjög góðu Þór/KA liði þrátt fyrir að Sandra sé farin að þá eru mjög góðir leikmenn og þær eru mjög vel drillaðar hjá Jóa þannig ég er gífurlega sáttur, mínar konur börðust saman og voru frábærar í dag.“ Óskar taldi að uppskeran að sigrinum í dag var að liðið fór aftur í grunngildin sín en á undan þessum leik hafði liðin lent í langri taphrinu. „Eftir alla þessa tapleiki náðum við að núllstilla og komum af krafti inn í þennan leik og sýndum úr hverju við erum gerðar og unnum fyrir þessum þremur stigum. Við fórum í grunngildin okkar, fórum að vinna saman sem lið, vörðum markið okkar miklu betur en í síðust leikjum og uppskárum. Þá má ekki gleyma að við erum með markmann í liðinu sem lenti í gær og spilaði í dag.“ Ashley Brown Orkus stóð vaktina í marki Framara í dag eftir að hafa lent á landinu í gær. „Hún var frábær en við þurfum aðeins að fara í útspörkin hennar. Hún sparkaði nokkrum sinnum í grasið og eitthvað, ég veit eiginlega ekkert um hana en hún stóð sig vel. Stelpurnar gerðu þetta líka einfalt fyrir hana, vörðu teiginn okkar frábærlega.“ Allir í kringum lið Fram hafa lagt sitt á vogarskálarnar undanfarnar vikur að snúa gengi liðsins við og það gekk í dag. „Það hefur farið mikil orka og vinna í það hjá staffinu og stelpunum að vera tilbúnar að verja teiginn okkar og það gekk í dag. Það þarf að leggja inn vinnuna og það þarf líka að framkvæma og stelpurnar gerðu það vel. Það er grunnurinn að þessum sigri í dag.“ Framundan er verkefni á móti Tindstóll sem er í næst neðsta sæti, eftir sigurinn í dag munar fjórum stigum á liðunum. „Þetta er mikill léttir en við eigum erfiðan leik í næstu umferð á móti Tindastóll. Við getum ekki farið of hátt þannig við þurfum að ná okkur niður. Það má vera gaman í flugvélinni á eftir en síðan þurfum við einbeitinguna aftur því við eigum gífurlega erfiðan leik framundan. Þessi sigur nærir samt meira en margir aðrir leikir því við höfum beðið lengi eftir þessu, þessi tilfinning iljar manni.“ Óskar og Jóhann Kristinn lentu í orðaskaki þegar stutt var til leiksloka. „Þetta var algjörlega á mér og ég á eftir að biðja Jóa afsökunar. Mér fannst mark liggja í loftinu hjá Þór/KA, margir boltar inn á teig undir lokin og við orðnar þreyttar. Minn leikmaður lagðist niður í teignum og Jói vildi halda tempóinu á leiknum en ég ákvað að fá athyglina á mig sjálfan og draga hana frá leiknum til að drepa niður tempóið í leiknum. Þannig í raun er Jói bara fórnarlamb aðstæðna hjá mér. Þetta var kannski skítabragð en ég taldi að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að gera til að drepa eitthvað niður í leiknum því ég fann að við vorum með engin tök á þessu mómenti í leiknum.“
Þór Akureyri KA Fram Besta deild kvenna Fótbolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira