Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 29. ágúst 2025 13:01 Áætlað er að einn af hverjum tíu þjáist af félagsfælni sem samsvarar ríflega 40.000 manns hérlendis. Vandinn einkennist af endalausum áhyggjum af áliti annarra og hamlandi kvíða í félagslegu samhengi, til dæmis þegar halda þarf fyrirlestur, leika á tónleikum eða taka til máls. Sumir hræðast aðeins afmarkaðar aðstæður eins og að halda fyrirlestra en mun fleiri hræðast hinar og þessar aðstæður, formlegar sem óformlegar. Það eitt að þurfa að mæta í fjölskylduboð getur orðið kvöl og pína. Eins og gefur að skilja hefur félagsfælni, sem oftast hefst á unglingsárum, gríðarleg áhrif á lífshlaup fólks, fái það ekki viðeigandi aðstoð. Hún getur gert það að verkum að flosnar upp úr skóla, einangrar sig, nær minni framgöngu í vinnu og á erfitt með að finna sér lífsförunaut. Fólk missir af tækifærum og þróar oft með sér þunglyndi og stundum misnotkun á vímugjöfum. Það sem er hvað mest eyðileggjandi við félagsfælnina, er að fá ekki notið sín meðal annarra, meðan maður virðist manns gaman hjá flestum öðrum. Leynda kvíðaröskunin Félagsfælni hefur verið nefnd leynda kvíðaröskunin því fólk ber vandann sjaldnast með sér (þótt því finnist sjálfu að félagskvíðinn standi skrifaður á ennið á því). Þetta er heldur ekki, eins og gefur að skilja, hávær hópur sem vekur athygli á málefnum sínum. Fólk þjáist í hljóði, skammast sín og telur vandann jafnvel hluta af persónuleika sínum. Raunin er hins vegar sú að félagsfælni er kvíðaröskun sem vel má ná tökum á með réttri meðferð. Hugræn atferlismeðferð ber sérlega góðan árangur og má áætla að 80% fólks nái árangri á um það bil tíu meðferðartímum hjá sálfræðingi. Flest höfum við þó einhvern félagskvíða enda stuðlar hóflegur félagskvíði að því að við vöndum okkur í samskiptum og vörumst að særa aðra. Það breytir öllu að fá rétta meðferð við félagsfælni og dregur oft verulega úr þunglyndi sem tilkomið er vegna fælninnar. Áhyggjur af vaxandi félagskvíða Meðferð við félagsfælni snýr að því að rjúfa vítahring fælninnar, meðal annars þjálfa fólk í því að beina athyglinni frá sér svo það verði minna upptekið af eigin frammistöðu. Eins að draga úr forðun og láta á það reyna hvað gerist ef maður bregst öðruvísi við öðrum. Hins vegar hafa samfélagslegar breytingar undanfarinna ára (auk áhrifa Covid-19) gert það að verkum að mun auðveldara er orðið að komast hjá samneyti við aðra. Afla má upplýsinga á netinu í stað þess að slá á þráðinn, senda má rafrænar afmæliskveðjur, dvelja langtímum saman í sýndarveruleika og spjalla við gervigreindina um ýmis málefni. Með gervigreindinni má búa sér til hinn „fullkomna“ vin eða maka, sem stendur og situr eins og maður vill. Vissulega hefur þessi þróun sína kosti og hentar sumum vel. Hins vegar er hætt við því að hún ýti undir félagsfælni og dragi smám saman úr færni okkar til samskipta í raunheimum. Einsemd og þunglyndi fara vaxandi á heimsvísu og er það því varhugaverð þróun að fólk sem á þarf að halda hafi sífellt skertari aðgengi að mannlegri nærveru og nánd. Svo ekki sé minnst á takmarkað aðgengi fólks að öflugri sálfræðimeðferð sökum fjárhags, þar sem hægt væri að snúa þessari þróun við. Ómeðhöndluð félagsfælni er gríðarlega kostnaðarsamur vandi á öllum sviðum, fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Fólk öðlast nýtt líf sem nær tökum á vandanum og hæfileikar þess fá betur notið sín, svo allir njóti góðs af. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Dröfn Davíðsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Áætlað er að einn af hverjum tíu þjáist af félagsfælni sem samsvarar ríflega 40.000 manns hérlendis. Vandinn einkennist af endalausum áhyggjum af áliti annarra og hamlandi kvíða í félagslegu samhengi, til dæmis þegar halda þarf fyrirlestur, leika á tónleikum eða taka til máls. Sumir hræðast aðeins afmarkaðar aðstæður eins og að halda fyrirlestra en mun fleiri hræðast hinar og þessar aðstæður, formlegar sem óformlegar. Það eitt að þurfa að mæta í fjölskylduboð getur orðið kvöl og pína. Eins og gefur að skilja hefur félagsfælni, sem oftast hefst á unglingsárum, gríðarleg áhrif á lífshlaup fólks, fái það ekki viðeigandi aðstoð. Hún getur gert það að verkum að flosnar upp úr skóla, einangrar sig, nær minni framgöngu í vinnu og á erfitt með að finna sér lífsförunaut. Fólk missir af tækifærum og þróar oft með sér þunglyndi og stundum misnotkun á vímugjöfum. Það sem er hvað mest eyðileggjandi við félagsfælnina, er að fá ekki notið sín meðal annarra, meðan maður virðist manns gaman hjá flestum öðrum. Leynda kvíðaröskunin Félagsfælni hefur verið nefnd leynda kvíðaröskunin því fólk ber vandann sjaldnast með sér (þótt því finnist sjálfu að félagskvíðinn standi skrifaður á ennið á því). Þetta er heldur ekki, eins og gefur að skilja, hávær hópur sem vekur athygli á málefnum sínum. Fólk þjáist í hljóði, skammast sín og telur vandann jafnvel hluta af persónuleika sínum. Raunin er hins vegar sú að félagsfælni er kvíðaröskun sem vel má ná tökum á með réttri meðferð. Hugræn atferlismeðferð ber sérlega góðan árangur og má áætla að 80% fólks nái árangri á um það bil tíu meðferðartímum hjá sálfræðingi. Flest höfum við þó einhvern félagskvíða enda stuðlar hóflegur félagskvíði að því að við vöndum okkur í samskiptum og vörumst að særa aðra. Það breytir öllu að fá rétta meðferð við félagsfælni og dregur oft verulega úr þunglyndi sem tilkomið er vegna fælninnar. Áhyggjur af vaxandi félagskvíða Meðferð við félagsfælni snýr að því að rjúfa vítahring fælninnar, meðal annars þjálfa fólk í því að beina athyglinni frá sér svo það verði minna upptekið af eigin frammistöðu. Eins að draga úr forðun og láta á það reyna hvað gerist ef maður bregst öðruvísi við öðrum. Hins vegar hafa samfélagslegar breytingar undanfarinna ára (auk áhrifa Covid-19) gert það að verkum að mun auðveldara er orðið að komast hjá samneyti við aðra. Afla má upplýsinga á netinu í stað þess að slá á þráðinn, senda má rafrænar afmæliskveðjur, dvelja langtímum saman í sýndarveruleika og spjalla við gervigreindina um ýmis málefni. Með gervigreindinni má búa sér til hinn „fullkomna“ vin eða maka, sem stendur og situr eins og maður vill. Vissulega hefur þessi þróun sína kosti og hentar sumum vel. Hins vegar er hætt við því að hún ýti undir félagsfælni og dragi smám saman úr færni okkar til samskipta í raunheimum. Einsemd og þunglyndi fara vaxandi á heimsvísu og er það því varhugaverð þróun að fólk sem á þarf að halda hafi sífellt skertari aðgengi að mannlegri nærveru og nánd. Svo ekki sé minnst á takmarkað aðgengi fólks að öflugri sálfræðimeðferð sökum fjárhags, þar sem hægt væri að snúa þessari þróun við. Ómeðhöndluð félagsfælni er gríðarlega kostnaðarsamur vandi á öllum sviðum, fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Fólk öðlast nýtt líf sem nær tökum á vandanum og hæfileikar þess fá betur notið sín, svo allir njóti góðs af. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar