Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 10:54 Elísa Kristinsdóttir fagnar eftir hlaupið magnaða í dag þegar hún kom langfyrst í mark í hálfmaraþoni Reykjavíkurmaraþonsins 2025. vísir/Viktor Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. Elísa bætti enn við rós í hnappagat sitt með mögnuðu hlaupi í dag er hún kom langfyrst kvenna í mark í hálfmaraþoninu á 01:18:32 klukkustund. Íris Anna Skúladóttir kom næst á 01:21:57 og Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir varð þriðja á 01:26:11, aðeins átta sekúndum á undan Hildi Aðalsteinsdóttur. „Mér líður bara furðuvel. Þetta var geggjað. Ég var að horfa á undir 1:20 og 1:18 var bara í draumi,“ sagði Elísa glöð eftir sigurinn í dag. Viðtalið við hana, strax eftir hlaup, má sjá hér að neðan. Elísa fékk, líkt og Dagur Benediktsson sem vann hálfmaraþon karla, góða hjálp við að verjast miklum vindi í hlaupinu: „Við vorum grúppa saman nær allan tímann. Það var bara síðustu fimm kílómetrana sem ég hljóp ein. Það var mjög þægilegt að skiptast á að skýla því það var mikill vindur í dag. Það var bara geggjað,“ sagði Elísa sem fann góðan tímapunkt til að stinga af: „Ég ákvað að taka sénsinn. Mér leið mjög vel og vissi að ég gæti keyrt mjög vel niður í móti. Ég átti mikið inni þannig að ég ákvað bara að kýla á það og sjá hvað ég gæti,“ sagði Elísa sem er ein af þeim sem hlupu til styrktar hinum 15 ára gamla Magnúsi Mána sem glímt hefur við afleiðingar skelfilegrar veirusýkingar: „Ég er að hlaupa fyrir frábært málefni í dag. Magnús Mána. Hann er hetja dagsins. Hann er algjörlega magnaður og þessi dagur er fyrir hann.“ Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Reykjavíkurmaraþoninu í greininni hér að neðan. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Fleiri fréttir Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sjá meira
Elísa bætti enn við rós í hnappagat sitt með mögnuðu hlaupi í dag er hún kom langfyrst kvenna í mark í hálfmaraþoninu á 01:18:32 klukkustund. Íris Anna Skúladóttir kom næst á 01:21:57 og Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir varð þriðja á 01:26:11, aðeins átta sekúndum á undan Hildi Aðalsteinsdóttur. „Mér líður bara furðuvel. Þetta var geggjað. Ég var að horfa á undir 1:20 og 1:18 var bara í draumi,“ sagði Elísa glöð eftir sigurinn í dag. Viðtalið við hana, strax eftir hlaup, má sjá hér að neðan. Elísa fékk, líkt og Dagur Benediktsson sem vann hálfmaraþon karla, góða hjálp við að verjast miklum vindi í hlaupinu: „Við vorum grúppa saman nær allan tímann. Það var bara síðustu fimm kílómetrana sem ég hljóp ein. Það var mjög þægilegt að skiptast á að skýla því það var mikill vindur í dag. Það var bara geggjað,“ sagði Elísa sem fann góðan tímapunkt til að stinga af: „Ég ákvað að taka sénsinn. Mér leið mjög vel og vissi að ég gæti keyrt mjög vel niður í móti. Ég átti mikið inni þannig að ég ákvað bara að kýla á það og sjá hvað ég gæti,“ sagði Elísa sem er ein af þeim sem hlupu til styrktar hinum 15 ára gamla Magnúsi Mána sem glímt hefur við afleiðingar skelfilegrar veirusýkingar: „Ég er að hlaupa fyrir frábært málefni í dag. Magnús Mána. Hann er hetja dagsins. Hann er algjörlega magnaður og þessi dagur er fyrir hann.“ Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Reykjavíkurmaraþoninu í greininni hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Fleiri fréttir Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sjá meira
Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31