Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2025 07:00 „Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB,“ ritaði Þorvaldur Ingi Jónsson, stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar, í grein sem birtist á Vísi í gær þar sem hann taldi upp ýmis atriði sem hann sagði að myndu fylgja inngöngu í Evrópusambandið og koma sér vel fyrir hérlenda eldri borgara. Hins vegar eru flest þau atriði sem hann nefndi eitthvað sem þegar fylgir aðild Íslands að EES-samningnum eða öðru samstarfi við sambandið. Til að mynda eftirfarandi atriði sem Þorvaldur nefndi til sögunnar: „Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. […] Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis.“ Þetta er þannig allt þegar hluti af EES-samningnum. Hið sama er að segja um þetta atriði: „Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum.“ Vonandi byggjast skrif Þorvaldar á vanþekkingu og fela þannig ekki í sér vísvitandi tilraun til þess að blekkja eldri borgara á Íslandi til stuðnings við inngöngu í Evrópusambandið með alröngum staðhæfingum. Þessi framganga getur í öllu falli engan veginn talizt sérlega málefnaleg. Hvað tal Þorvaldar um styrki frá Evrópusambandinu „til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar“ varðar hafa allar úttektir sýnt að Ísland yrði nettó-greiðandi til sambandsins ef til inngöngu í það kæmi. Myndi sem sagt greiða meira til þess en landið fengi til baka einkum í formi styrkja. Einungis hafa verið skiptar skoðanir um það hversu marga milljarða við myndum greiða með okkur. Við myndum því greiða fyrir þetta sjálf og vel það. Varðandi síðan evruna sem Þorvaldur nefnir er vert að hafa í huga að lágir vextir á evrusvæðinu hafa engan veginn verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi víðast hvar litlum sem engum hagvexti og viðvarandi verulegu atvinnuleysi. Vöxtunum hefur verið ætlað að reyna að koma efnahagslífinu í gang. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en hins vegar ekki sérlega eftirsóknarverðan. Við erum þá ekki farin að tala um margt annað eins og framsal fullveldis yfir flestum okkar málaflokkum til stofnana Evrópusambandsins sem fyrri kynslóðir börðust fyrir og fólu þeim sem á eftir komu að standa vörð um, vægi ríkja við ákvarðanatöku innan sambandsins einkum út frá íbúafjölda sem allajafna þýddi til dæmis að Ísland hefði vægi í ráðherraráði þess á við 5% hlutdeild í alþingismanni og þróun sambandsins allt frá upphafi í átt til sambandsríkis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB,“ ritaði Þorvaldur Ingi Jónsson, stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar, í grein sem birtist á Vísi í gær þar sem hann taldi upp ýmis atriði sem hann sagði að myndu fylgja inngöngu í Evrópusambandið og koma sér vel fyrir hérlenda eldri borgara. Hins vegar eru flest þau atriði sem hann nefndi eitthvað sem þegar fylgir aðild Íslands að EES-samningnum eða öðru samstarfi við sambandið. Til að mynda eftirfarandi atriði sem Þorvaldur nefndi til sögunnar: „Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. […] Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis.“ Þetta er þannig allt þegar hluti af EES-samningnum. Hið sama er að segja um þetta atriði: „Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum.“ Vonandi byggjast skrif Þorvaldar á vanþekkingu og fela þannig ekki í sér vísvitandi tilraun til þess að blekkja eldri borgara á Íslandi til stuðnings við inngöngu í Evrópusambandið með alröngum staðhæfingum. Þessi framganga getur í öllu falli engan veginn talizt sérlega málefnaleg. Hvað tal Þorvaldar um styrki frá Evrópusambandinu „til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar“ varðar hafa allar úttektir sýnt að Ísland yrði nettó-greiðandi til sambandsins ef til inngöngu í það kæmi. Myndi sem sagt greiða meira til þess en landið fengi til baka einkum í formi styrkja. Einungis hafa verið skiptar skoðanir um það hversu marga milljarða við myndum greiða með okkur. Við myndum því greiða fyrir þetta sjálf og vel það. Varðandi síðan evruna sem Þorvaldur nefnir er vert að hafa í huga að lágir vextir á evrusvæðinu hafa engan veginn verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi víðast hvar litlum sem engum hagvexti og viðvarandi verulegu atvinnuleysi. Vöxtunum hefur verið ætlað að reyna að koma efnahagslífinu í gang. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en hins vegar ekki sérlega eftirsóknarverðan. Við erum þá ekki farin að tala um margt annað eins og framsal fullveldis yfir flestum okkar málaflokkum til stofnana Evrópusambandsins sem fyrri kynslóðir börðust fyrir og fólu þeim sem á eftir komu að standa vörð um, vægi ríkja við ákvarðanatöku innan sambandsins einkum út frá íbúafjölda sem allajafna þýddi til dæmis að Ísland hefði vægi í ráðherraráði þess á við 5% hlutdeild í alþingismanni og þróun sambandsins allt frá upphafi í átt til sambandsríkis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun