Sport

Dag­skráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikakonur fá Stólana í heimsókn í fyrsta leik eftir að liðið lyfti Mjólkurbikarnum.
Blikakonur fá Stólana í heimsókn í fyrsta leik eftir að liðið lyfti Mjólkurbikarnum. Vísir/ÓskarÓ

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í kvöld með Lundúnaslag á milli West Ham og Chelsea.

Bestu mörkin gera upp fjórtándu umferðina í Bestu deild kvenna í fótbolta en á undan taka nýkrýndir bikarmeistarar Blika á móti Tindastól í lokaleik umferðarinnar.

Það verður einnig sýnt beint frá fyrstu umferð þýsku deildarinnar þar sem meistararnir í Bayern München taka á móti RB Leipzig.

Dagurinn byrjar á útsendingum frá tveimur golfmótum og kvöldið endar síðan með leik á undirbúningstímabili NFL deildarinnar og leik í bandaríska hafnaboltanum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 18.50 hefst beint útsending frá leik Breiðabliks og Tindastóls í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Klukkan 21.00 hefjast Bestu mörkin þar sem verður farið yfir alla leikina í fjórtándu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Sýn Sport

Klukkan 18.40 hefst beint útsending frá leik West Ham og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 00.00 hefst bein útsending frá leik Tennessee Titans og Minnesota Vikings á undirbúningstímabili NFL deildarinnar.

SÝN Sport 3

Klukkan 13.00 hefst útsending frá CPKC Women's Open golfmótinu á LPGA mótaröðinni.

SÝN Sport 4

Klukkan 11.30 hefst útsending frá Betfred British Masters golfmótinu á DP World mótaröðinni.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 18.20 hefst bein útsending frá leik Bayern München og RB Leipzig í þýsku Bundesligunni.

Klukkan 22.30 hefst bein útsending frá leik Colorado Rockies og Pittsburgh Pirates í bandaríska hafnaboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×